„Segir við mig á hverjum degi að ég sé sú besta í heimi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 14:30 Lucy Bronze hefur þegar unnið Meistaradeildina á þessu ári og nú er hún með augum á heimsmeistaratitlinum. Verkefnin verða hins vegar ekki erfiðari en verkefni kvöldsins. Enska landsliðið mætir heimsmeisturum Bandaríkjanna í Lyon í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleik HM í Frakklandi. Lucy Bronze er ein af stjörnuleikmönnum franska liðsins Lyon sem vann Meistaradeildina í maí en hlutverk hennar í enska landsliðinu er jafnvel enn stærra. Phil Neville, þjálfari enska landsliðsins, hefur verið óhræddur við yfirlýsingarnar þegar kemur að Lucy Bronze. Hún spilar sem hægri bakvörður og er mikilvæg fyrir sóknarleikinn auk þess sem fáir komast fram hjá henni hinum megin á vellinum. Eftir leikinn á móti Noregi í átta liða úrslitunum, þar sem Lucy Bronze lagði upp fyrsta markið eftir glæsilegan sprett og skoraði síðan lokamarkið með frábæru skoti, þá var Neville í miklum yfirlýsingaham. Neville sagði að Lucy Bronze væri besta knattspyrnukona heims eftir leikinn en Lucy sjálf var ekki alveg eins kokhraust á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleikinn á móti Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá hana á blaðamannafundinum fyrir undanúrslitaleikinn."He tells me I'm the best player in the world every day" Lucy Bronze has played down the glowing compliments made by #ENG manager Phil Neville about her. pic.twitter.com/hD4z6bcSU4 — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 2, 2019„Phil segir við mig á hverjum degi að ég sé sú besta í heimi,“ sagði Lucy Bronze á blaðamannafundinum en hún þvertekur fyrir það sjálf að hún sé sú besta í heimi. „Það er yndislegt að hann hafi svona mikla trú á mér en þetta setur enga pressu á mig. Mér finnst sjálfri að ég sé ekki alveg komin þangað enn þá. Ég er enn að reyna að bæta minn leik og verða betri leikmaður. Ég stefni að því á hverjum degi,“ sagði Lucy Bronze „Það er gaman að fá svona mikið hrós frá honum þótt að ég trúi honum ekki. Ég held að ég komist aldrei þangað en ég mun reyna mitt besta,“ sagði Lucy Bronze. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Sjá meira
Lucy Bronze hefur þegar unnið Meistaradeildina á þessu ári og nú er hún með augum á heimsmeistaratitlinum. Verkefnin verða hins vegar ekki erfiðari en verkefni kvöldsins. Enska landsliðið mætir heimsmeisturum Bandaríkjanna í Lyon í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleik HM í Frakklandi. Lucy Bronze er ein af stjörnuleikmönnum franska liðsins Lyon sem vann Meistaradeildina í maí en hlutverk hennar í enska landsliðinu er jafnvel enn stærra. Phil Neville, þjálfari enska landsliðsins, hefur verið óhræddur við yfirlýsingarnar þegar kemur að Lucy Bronze. Hún spilar sem hægri bakvörður og er mikilvæg fyrir sóknarleikinn auk þess sem fáir komast fram hjá henni hinum megin á vellinum. Eftir leikinn á móti Noregi í átta liða úrslitunum, þar sem Lucy Bronze lagði upp fyrsta markið eftir glæsilegan sprett og skoraði síðan lokamarkið með frábæru skoti, þá var Neville í miklum yfirlýsingaham. Neville sagði að Lucy Bronze væri besta knattspyrnukona heims eftir leikinn en Lucy sjálf var ekki alveg eins kokhraust á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleikinn á móti Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá hana á blaðamannafundinum fyrir undanúrslitaleikinn."He tells me I'm the best player in the world every day" Lucy Bronze has played down the glowing compliments made by #ENG manager Phil Neville about her. pic.twitter.com/hD4z6bcSU4 — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 2, 2019„Phil segir við mig á hverjum degi að ég sé sú besta í heimi,“ sagði Lucy Bronze á blaðamannafundinum en hún þvertekur fyrir það sjálf að hún sé sú besta í heimi. „Það er yndislegt að hann hafi svona mikla trú á mér en þetta setur enga pressu á mig. Mér finnst sjálfri að ég sé ekki alveg komin þangað enn þá. Ég er enn að reyna að bæta minn leik og verða betri leikmaður. Ég stefni að því á hverjum degi,“ sagði Lucy Bronze „Það er gaman að fá svona mikið hrós frá honum þótt að ég trúi honum ekki. Ég held að ég komist aldrei þangað en ég mun reyna mitt besta,“ sagði Lucy Bronze.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Sjá meira