Sagði lögreglu að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustunni hans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2019 15:49 Árásin átti sér stað á Neskaupstað. Vísir/Vilhelm Árásarmaðurinn í hnífstungumálinu á Neskaupstað var ástfanginn af kærustu þess sem hann stakk. Þetta sagði brotaþoli við lögregluna stuttu eftir árásina að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Austurlands sem Landsréttur staðfesti í gær. Í úrskurðinum segir að rétt fyrir miðnætti aðfaranótt 11. júlí hafi nágranni fórnarlambsins kallað til lögreglu vegna manns sem stunginn hafði verið með hnífi og lægi alblóðugur fyrir utan dyrnar hjá sér. Taldi nágranninn sig vita hver árásarmaðurinn væri og á hvaða leið hann væri. Lögregla hafði uppi á árásarmanninum stuttu síðar og streittist hann ekki á móti við handtöku. Hann var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð. Í úrskurðinum segir einnig að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi fundið brotaþola liggjandi fyrir utan útidyrahurð nágranna síns. Hann hafi verið með stungusár víðs vegar um líkamann, mikla blæðingu og skerta meðvitund. Þrátt fyrir skerta meðvitund var brotaþola unnt að greina frá því hvað átti sér stað og hver réðst á hann. Sagði hann lögreglunni frá því að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustu hans. Hann hefði margoft hótað að stinga hana, skera hana á háls og drepa.Lýsir því hvernig árásarmaðurinn horfði á hann í gegnum rúðuna Nágranninn sem gerði lögreglu viðvart lýsir því að hann hafi verið að fara að sofa þegar mikil læti og harkalegt bank hafi borist frá útidyrahurð húss hans. Hann hafi farið niður og þá séð brotaþola liggja utan í hurðinni. Opnaði hann dyrnar og hrundi brotaþoli inn alblóðugur. Því næst hafi nágranninn stuggað brotaþola aftur út og lokað hurðinni af ótta við að árásarmaðurinn myndi ryðjast inn til hans og gera honum eða fjölskyldu hans mein. Hann hafi í kjölfarið hringt á lögregluna. Nágranninn lýsir því síðan hvernig hann hafi farið aftur að útidyrahurðinni og þá séð kærða fyrir utan húsið, með hnífa í báðum höndum. Hann hafi litið út fyrir að vera að leita að þeim sem hann hafði stungið. Kærði hafi bankað lauslega með hnífunum á rúðuna og horft á vitnið. Á meðan hafi brotaþoli legið í felum fyrir aftan bifreið sem stóð á bílaplaninu fyrir utan. Því næst lýsir nágranninn því að kærði hafi gengið á brott, sleppt hnífunum rétt við bílaplanið og haldið fótgangandi í burt. Lögreglu hafi borið að stuttu síðar. Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem verður í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram maðurinn sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða hættulega líkamsáras. Geti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm.Úrskurðinn má nálgast hér. Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01 Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Árásarmaðurinn í hnífstungumálinu á Neskaupstað var ástfanginn af kærustu þess sem hann stakk. Þetta sagði brotaþoli við lögregluna stuttu eftir árásina að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Austurlands sem Landsréttur staðfesti í gær. Í úrskurðinum segir að rétt fyrir miðnætti aðfaranótt 11. júlí hafi nágranni fórnarlambsins kallað til lögreglu vegna manns sem stunginn hafði verið með hnífi og lægi alblóðugur fyrir utan dyrnar hjá sér. Taldi nágranninn sig vita hver árásarmaðurinn væri og á hvaða leið hann væri. Lögregla hafði uppi á árásarmanninum stuttu síðar og streittist hann ekki á móti við handtöku. Hann var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð. Í úrskurðinum segir einnig að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi fundið brotaþola liggjandi fyrir utan útidyrahurð nágranna síns. Hann hafi verið með stungusár víðs vegar um líkamann, mikla blæðingu og skerta meðvitund. Þrátt fyrir skerta meðvitund var brotaþola unnt að greina frá því hvað átti sér stað og hver réðst á hann. Sagði hann lögreglunni frá því að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustu hans. Hann hefði margoft hótað að stinga hana, skera hana á háls og drepa.Lýsir því hvernig árásarmaðurinn horfði á hann í gegnum rúðuna Nágranninn sem gerði lögreglu viðvart lýsir því að hann hafi verið að fara að sofa þegar mikil læti og harkalegt bank hafi borist frá útidyrahurð húss hans. Hann hafi farið niður og þá séð brotaþola liggja utan í hurðinni. Opnaði hann dyrnar og hrundi brotaþoli inn alblóðugur. Því næst hafi nágranninn stuggað brotaþola aftur út og lokað hurðinni af ótta við að árásarmaðurinn myndi ryðjast inn til hans og gera honum eða fjölskyldu hans mein. Hann hafi í kjölfarið hringt á lögregluna. Nágranninn lýsir því síðan hvernig hann hafi farið aftur að útidyrahurðinni og þá séð kærða fyrir utan húsið, með hnífa í báðum höndum. Hann hafi litið út fyrir að vera að leita að þeim sem hann hafði stungið. Kærði hafi bankað lauslega með hnífunum á rúðuna og horft á vitnið. Á meðan hafi brotaþoli legið í felum fyrir aftan bifreið sem stóð á bílaplaninu fyrir utan. Því næst lýsir nágranninn því að kærði hafi gengið á brott, sleppt hnífunum rétt við bílaplanið og haldið fótgangandi í burt. Lögreglu hafi borið að stuttu síðar. Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem verður í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram maðurinn sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða hættulega líkamsáras. Geti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm.Úrskurðinn má nálgast hér.
Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01 Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40
Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51
Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01
Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37