Mesta áfallið í sögu brasilíska fótboltans varð á þessum degi fyrir 69 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 22:30 Alcides Ghiggia þaggar niður í tvö hundruð þúsund Brössum þegar hann tryggir Úrúgvæ sigur á Brasilíu á Maracana leikvanginum. Getty/Popperfoto 16. júlí 1950 var svo slæmur dagur fyrir brasilíska fótboltann að hann fékk sitt eigið nafn. Það nafn er Maracanazo. Liðið sem átti að færa Brössum fyrsta heimsmeistaratitilinn féll á prófinu og brasilíska þjóðin fór næstum því á taugum. Í stað þess að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn á þessum degi árið 1950 töpuðu Brasilíumenn mjög óvænt fyrir Úrúgvæ í úrslitaleiknum. Þetta var reyndar ekki formlegur úrslitaleikur því heimsmeistaratitilinn vannst þarna í fjögurra liða úrslitariðli. Brasilíumönnum nægði jafntefli í síðasta leiknum og komust í 1-0. Úrúgvæ náði að jafna metin í 1-1 og skoraði síðan sigurmarkið í lokin.#OnThisDay in the #Brazil1950#Uruguay beat the hosts 2-1 in the final game thanks to this goal from Alcides Ghiggia, the legendary #Maracanazo! Is this the greatest schock in #WorldCup history? Which other big schocks do you remember?pic.twitter.com/KgqGYrJ1Ms — FIFA WorldCup Trivia (@Trivia_WorldCup) July 16, 2019Alcides Ghiggia skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok og tryggði Úrúgvæ heimsmeistaratitilinn. Hann var enn fremur síðasti eftirlifandi leikmaðurinn úr þessum leik. Alcides Ghiggia lést fyrir nákvæmlega fjórum árum eða á sama mánaðardegi og hann skoraði sigurmarkið. Brasilíumenn troðfylltu Maracana leikvanginn í Ríó de Janeiro en talið að um tvö hundruð þúsund manns hafi mætt á leikinn. Brasilíumenn unnu tvo fyrstu leiki úrslitariðilsins á móti Spáni og Svíþjóð með markatölunni 13-2 og allir sem mættu á völlinn voru komnir til að upplifa mikla sigurveislu og sögulega stund. Þegar var flautað var til leiksloka var nánast þögn á vellinum þrátt fyrir að þar væru tvö hundruð þúsund manns. Aðeins heyrðust siguróp leikmanna Úrúgvæ. Það var búið að búa til verðlaunapeningana og semja nýtt sigurlag. Peningarnir sáust aldrei aftur og lagið var aldrei spilað. Sumir fjölmiðlar í Brasilíu neituðu hreinlega að sætta sig við að leikurinn hefði tapast og einhverjir áhorfendur eru sagðir hafa framið sjálfsmorð með því að hoppa fram af leikvanginum. Fjórir lykilmenn brasilíska landsliðsins, Augusto, Juvenal, Bigode og Chico spiluðu aldrei fyrir Brasilíu aftur og flestir leikmenn liðsins fóru í felur eftir leikinn. Brasilía vann fyrsta heimsmeistaratitilinn sinn átta árum síðar en þá var komið fram sautján ára undrabarn að nafni Pele. Brasilía vann líka heimsmeistaramótin 1962, 1970, 1994 og 2002."A #WorldCup game is more than a football match, it's part of the identity of our society" #OnThisDay, @Uruguay won the 1950 World Cup in Brazil - a game forever known as 'the Maracanazo' Get a history lesson from @DiegoLugano, who discusses his favourite World Cup pic.twitter.com/nyXSaDUVLy — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 16, 2019 Brasilía Einu sinni var... HM 2018 í Rússlandi HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
16. júlí 1950 var svo slæmur dagur fyrir brasilíska fótboltann að hann fékk sitt eigið nafn. Það nafn er Maracanazo. Liðið sem átti að færa Brössum fyrsta heimsmeistaratitilinn féll á prófinu og brasilíska þjóðin fór næstum því á taugum. Í stað þess að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn á þessum degi árið 1950 töpuðu Brasilíumenn mjög óvænt fyrir Úrúgvæ í úrslitaleiknum. Þetta var reyndar ekki formlegur úrslitaleikur því heimsmeistaratitilinn vannst þarna í fjögurra liða úrslitariðli. Brasilíumönnum nægði jafntefli í síðasta leiknum og komust í 1-0. Úrúgvæ náði að jafna metin í 1-1 og skoraði síðan sigurmarkið í lokin.#OnThisDay in the #Brazil1950#Uruguay beat the hosts 2-1 in the final game thanks to this goal from Alcides Ghiggia, the legendary #Maracanazo! Is this the greatest schock in #WorldCup history? Which other big schocks do you remember?pic.twitter.com/KgqGYrJ1Ms — FIFA WorldCup Trivia (@Trivia_WorldCup) July 16, 2019Alcides Ghiggia skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok og tryggði Úrúgvæ heimsmeistaratitilinn. Hann var enn fremur síðasti eftirlifandi leikmaðurinn úr þessum leik. Alcides Ghiggia lést fyrir nákvæmlega fjórum árum eða á sama mánaðardegi og hann skoraði sigurmarkið. Brasilíumenn troðfylltu Maracana leikvanginn í Ríó de Janeiro en talið að um tvö hundruð þúsund manns hafi mætt á leikinn. Brasilíumenn unnu tvo fyrstu leiki úrslitariðilsins á móti Spáni og Svíþjóð með markatölunni 13-2 og allir sem mættu á völlinn voru komnir til að upplifa mikla sigurveislu og sögulega stund. Þegar var flautað var til leiksloka var nánast þögn á vellinum þrátt fyrir að þar væru tvö hundruð þúsund manns. Aðeins heyrðust siguróp leikmanna Úrúgvæ. Það var búið að búa til verðlaunapeningana og semja nýtt sigurlag. Peningarnir sáust aldrei aftur og lagið var aldrei spilað. Sumir fjölmiðlar í Brasilíu neituðu hreinlega að sætta sig við að leikurinn hefði tapast og einhverjir áhorfendur eru sagðir hafa framið sjálfsmorð með því að hoppa fram af leikvanginum. Fjórir lykilmenn brasilíska landsliðsins, Augusto, Juvenal, Bigode og Chico spiluðu aldrei fyrir Brasilíu aftur og flestir leikmenn liðsins fóru í felur eftir leikinn. Brasilía vann fyrsta heimsmeistaratitilinn sinn átta árum síðar en þá var komið fram sautján ára undrabarn að nafni Pele. Brasilía vann líka heimsmeistaramótin 1962, 1970, 1994 og 2002."A #WorldCup game is more than a football match, it's part of the identity of our society" #OnThisDay, @Uruguay won the 1950 World Cup in Brazil - a game forever known as 'the Maracanazo' Get a history lesson from @DiegoLugano, who discusses his favourite World Cup pic.twitter.com/nyXSaDUVLy — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 16, 2019
Brasilía Einu sinni var... HM 2018 í Rússlandi HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu