Mokveiða makríl við Keflavíkurhöfn Karl Lúðvíksson skrifar 13. júlí 2019 08:00 Krakkarnir mokveiða Makril í Keflavíkurhöfn þessa dagana Mynd: KL Stangveiði er ekki bara lax eða silungur og það er genginn í garð sá tími árs sem margir bíða spenntir eftir. Við höfum verið að fá þær fréttir að makríllinn sé mættur við hafnir landsins og það er ekkert annað en mokveiði á honum núna. Fólk á öllum aldri fjölmennir við bryggjurnar og mokar upp þessum skemmtilega veiðifisk sem tekur hressilega í spúna af öllum stærðum og gerðum. Það vakti furðu margra Íslendinga fyrir nokkrum árum þegar erlendir íbúar landsins flykktust á hafnirnar til að ná sér í makríl enda engin hefð fyrir makríláti á Íslandi. Eina skiptið sem Íslendingar handlékum makríl var kannski sem beitu í Veiðivötnum en sú tíð er breytt og margir sem eru komnir á bragðið enda makríll mjög eftirsóttur matfiskur. Ef það er einhvern tímann sú stund þegar þú átt að drífa þig niður á bryggju með yngstu kynslóðina þá er það núna. Þú færð varla betra tækifæri til að tryggja það að þau mokveiði fisk og svo ég tali ekki um fisk sem er virkilega gaman að borða. Stangveiði Mest lesið Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði
Stangveiði er ekki bara lax eða silungur og það er genginn í garð sá tími árs sem margir bíða spenntir eftir. Við höfum verið að fá þær fréttir að makríllinn sé mættur við hafnir landsins og það er ekkert annað en mokveiði á honum núna. Fólk á öllum aldri fjölmennir við bryggjurnar og mokar upp þessum skemmtilega veiðifisk sem tekur hressilega í spúna af öllum stærðum og gerðum. Það vakti furðu margra Íslendinga fyrir nokkrum árum þegar erlendir íbúar landsins flykktust á hafnirnar til að ná sér í makríl enda engin hefð fyrir makríláti á Íslandi. Eina skiptið sem Íslendingar handlékum makríl var kannski sem beitu í Veiðivötnum en sú tíð er breytt og margir sem eru komnir á bragðið enda makríll mjög eftirsóttur matfiskur. Ef það er einhvern tímann sú stund þegar þú átt að drífa þig niður á bryggju með yngstu kynslóðina þá er það núna. Þú færð varla betra tækifæri til að tryggja það að þau mokveiði fisk og svo ég tali ekki um fisk sem er virkilega gaman að borða.
Stangveiði Mest lesið Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði