Brjáluð flottheit á LungA 2019 Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. júlí 2019 10:00 Björt Sigfinnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastýra hátíðarinnar. Mynd/Ólafur Daði Eggertsson Listahátíðin LungA verður haldin í tuttugasta sinn á Seyðisfirði um næstu helgi. Boðið er upp á líflega dagskrá alla vikuna; listasmiðjur, listsýningar og tónleika. Björt Þorfinnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastýra hátíðarinnar. „Hátíðin verður haldin í tuttugasta skipti í ár, en við höldum upp á afmælið á næsta ári. Við teljum þetta svona eins og í mannárum. Fyrsta hátíð var númer núll. Hún segir hátíðina núna vera upphitun fyrir afmælið og dagskráin því brjálæðislega flott að þessu sinni Skiptinemar á vegum Erasmus Plús eru venju samkvæmt á Seyðisfirði í sumar. „Við höfum verið í því samstarfsverkefni í tólf ár. Þannig að við fáum á hverja hátíð ungmenni víðs vegar að úr Evrópu sem taka þátt í vinnusmiðju sem við stöndum fyrir. Framtíðarsýn er þemað á þessu ári. Í vinnusmiðjunni köfum við svolítið ofan í hvað það er sem við viljum skilja eftir okkur og hvernig framtíðin mun horfa til baka á okkar tíma,“ segir Björt. Skiptinemarnir munu til dæmis taka fyrir umhverfismál, nánd, minnihlutahópa, kapítalisma og önnur spennandi viðfangsefni. „Við hefjum í raun hátíðina með sýningaropnun og verðum með opnar vinnustofur alla næstu viku og vinnusmiðjurnar í fullum gangi. En þær eru átta og allar orðnar stútfullar.“ Katarína Mogensen og Ása Dýradóttir spila með hljómsveitinni Mammút á LungA í ár. Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, betur þekkt sem Shoplifter, er til að mynda með eina smiðju. Hún sá um framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár. „Í ár erum við með tónleika báða dagana yfir helgina. Þar koma meðal annars fram Hatari, Mammút, Bríet og GDRN. Stærsta atriðið í ár er Kelsey Lu en hún kemur frá Bandaríkjunum. Svo erum við með eftirpartí í samstarfi við Red Bull en þar koma fram Upsammy frá Hollandi, Bjarki og DJ Dominatricks. Það verður sér svið fyrir það sem verður opnað þegar eftirpartíið byrjar,“ segir Björt. Þarna verður markaðsstemning á laugardeginum þar sem Þrenna mun bjóða gestum og gangandi upp á grillaðar pylsur. „Þar verða sölubásar og alls konar skemmtilegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna.“ Björt segir flesta bæjarbúar ánægða með hátíðina þó alltaf geti orðið einhverjir árekstrar. „En við bætum fyrir okkar mistök og höfum alltaf það að leiðarljósi að gera betur.“ Listasmiðjur vikunnar eru svo með sýningu fyrir tónleikana á föstudagskvöldinu úti um allan bæ. „Það er nokkurs konar hápunktur hátíðarinnar,“ segir Björt . Birtist í Fréttablaðinu Menning Seyðisfjörður LungA Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Listahátíðin LungA verður haldin í tuttugasta sinn á Seyðisfirði um næstu helgi. Boðið er upp á líflega dagskrá alla vikuna; listasmiðjur, listsýningar og tónleika. Björt Þorfinnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastýra hátíðarinnar. „Hátíðin verður haldin í tuttugasta skipti í ár, en við höldum upp á afmælið á næsta ári. Við teljum þetta svona eins og í mannárum. Fyrsta hátíð var númer núll. Hún segir hátíðina núna vera upphitun fyrir afmælið og dagskráin því brjálæðislega flott að þessu sinni Skiptinemar á vegum Erasmus Plús eru venju samkvæmt á Seyðisfirði í sumar. „Við höfum verið í því samstarfsverkefni í tólf ár. Þannig að við fáum á hverja hátíð ungmenni víðs vegar að úr Evrópu sem taka þátt í vinnusmiðju sem við stöndum fyrir. Framtíðarsýn er þemað á þessu ári. Í vinnusmiðjunni köfum við svolítið ofan í hvað það er sem við viljum skilja eftir okkur og hvernig framtíðin mun horfa til baka á okkar tíma,“ segir Björt. Skiptinemarnir munu til dæmis taka fyrir umhverfismál, nánd, minnihlutahópa, kapítalisma og önnur spennandi viðfangsefni. „Við hefjum í raun hátíðina með sýningaropnun og verðum með opnar vinnustofur alla næstu viku og vinnusmiðjurnar í fullum gangi. En þær eru átta og allar orðnar stútfullar.“ Katarína Mogensen og Ása Dýradóttir spila með hljómsveitinni Mammút á LungA í ár. Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, betur þekkt sem Shoplifter, er til að mynda með eina smiðju. Hún sá um framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár. „Í ár erum við með tónleika báða dagana yfir helgina. Þar koma meðal annars fram Hatari, Mammút, Bríet og GDRN. Stærsta atriðið í ár er Kelsey Lu en hún kemur frá Bandaríkjunum. Svo erum við með eftirpartí í samstarfi við Red Bull en þar koma fram Upsammy frá Hollandi, Bjarki og DJ Dominatricks. Það verður sér svið fyrir það sem verður opnað þegar eftirpartíið byrjar,“ segir Björt. Þarna verður markaðsstemning á laugardeginum þar sem Þrenna mun bjóða gestum og gangandi upp á grillaðar pylsur. „Þar verða sölubásar og alls konar skemmtilegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna.“ Björt segir flesta bæjarbúar ánægða með hátíðina þó alltaf geti orðið einhverjir árekstrar. „En við bætum fyrir okkar mistök og höfum alltaf það að leiðarljósi að gera betur.“ Listasmiðjur vikunnar eru svo með sýningu fyrir tónleikana á föstudagskvöldinu úti um allan bæ. „Það er nokkurs konar hápunktur hátíðarinnar,“ segir Björt .
Birtist í Fréttablaðinu Menning Seyðisfjörður LungA Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira