Pepsi Max mörk kvenna: Ætti Dóra María að vera í úrvalsliði fyrri umferðarinnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2019 14:30 Dóra María Lárusdóttir hefur stýrt leik Valsliðsins í sumar. Mynd/S2 Sport Topplið Vals og Breiðabliks eiga flesta af þeim leikmönnum sem Pepsi Max mörk kvenna lögðu til að yrði valdar í úrvalslið fyrri umferðar. Tveir reynsluboltar úr Valsliðinu eru samt ekki á blaði og ekki heldur markahæsti leikmaður deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er um það bil hálfnuð og það er mikil spenna í titilbaráttu Vals og Breiðabliks sem og í neðri hlut deildarinnar þar sem eru aðeins fjögur stig á milli liðanna í fimmta og tíunda sæti. Pepsi Max mörk kvenna fóru yfir það í síðasta þætti sínum hverjar höfðu staðið sig best í fyrri umferð deildarinnar. „Ég segi ekki að við séum að velja þetta úrvalslið fyrri umferðar en við erum að koma með tillögu að því,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna. Í þessari tillögu af úrvalsliði fyrri umferðar eru fjórir leikmenn úr Val og fjórir leikmenn úr Breiðabliki. Hinir leikmennirnir koma síðan úr ÍBV, Keflavík og Selfossi. „Við vorum ekki alveg sammála um þetta og það má því rökræða hana,“ sagði Helena og gaf sérfræðingum sínum orðið sem voru að þessu sinni þau Mist Rúnarsdóttir og Gunnar Rafn Borgþórsson. Gunnar Rafn saknaði helst Valskonunnar Dóru Maríu Lárusdóttir. „Hún er búin að verða betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Gunnar. Hann nefndi líka Grace Rapp hjá Selfossi og að það væru tvær til þrír aðrir markmenn sem kæmu til greina. „Vantar ekki líka markahæsta leikmanninn í deildinni þarna inn? Það er bullandi samkeppni um sætin í liðinu og Margrét Lára (Viðarsdóttir) er búin að vera frábær líka,“ sagði Mist en Stephany Mayor hjá Þór/KA er eini leikmaður deildarinnar sem hefur náð að brjóta tíu marka múrinn. Það má finna alla umfjöllunina um úrvalslið fyrri umferðarinnar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Tillaga að úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi Max deildar kvennaTillaga að úrvalsliði fyrri umferðar í Pepsi Max mörkum kvenna: Sandra Sigurðardóttir, Val Barbára Sól Gísladóttir, Selfossi Kristín Dís Árnadóttir, Breiðabliki Guðný Árnadóttir, Val Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki Cloé Lacasse, ÍBV, Natasha Moraa Anasi, Keflavík Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki Elín Metta Jensen, Val Hlín Eiríksdóttir, Val Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Durant æfði með meisturunum í gær Körfubolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Topplið Vals og Breiðabliks eiga flesta af þeim leikmönnum sem Pepsi Max mörk kvenna lögðu til að yrði valdar í úrvalslið fyrri umferðar. Tveir reynsluboltar úr Valsliðinu eru samt ekki á blaði og ekki heldur markahæsti leikmaður deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er um það bil hálfnuð og það er mikil spenna í titilbaráttu Vals og Breiðabliks sem og í neðri hlut deildarinnar þar sem eru aðeins fjögur stig á milli liðanna í fimmta og tíunda sæti. Pepsi Max mörk kvenna fóru yfir það í síðasta þætti sínum hverjar höfðu staðið sig best í fyrri umferð deildarinnar. „Ég segi ekki að við séum að velja þetta úrvalslið fyrri umferðar en við erum að koma með tillögu að því,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna. Í þessari tillögu af úrvalsliði fyrri umferðar eru fjórir leikmenn úr Val og fjórir leikmenn úr Breiðabliki. Hinir leikmennirnir koma síðan úr ÍBV, Keflavík og Selfossi. „Við vorum ekki alveg sammála um þetta og það má því rökræða hana,“ sagði Helena og gaf sérfræðingum sínum orðið sem voru að þessu sinni þau Mist Rúnarsdóttir og Gunnar Rafn Borgþórsson. Gunnar Rafn saknaði helst Valskonunnar Dóru Maríu Lárusdóttir. „Hún er búin að verða betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Gunnar. Hann nefndi líka Grace Rapp hjá Selfossi og að það væru tvær til þrír aðrir markmenn sem kæmu til greina. „Vantar ekki líka markahæsta leikmanninn í deildinni þarna inn? Það er bullandi samkeppni um sætin í liðinu og Margrét Lára (Viðarsdóttir) er búin að vera frábær líka,“ sagði Mist en Stephany Mayor hjá Þór/KA er eini leikmaður deildarinnar sem hefur náð að brjóta tíu marka múrinn. Það má finna alla umfjöllunina um úrvalslið fyrri umferðarinnar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Tillaga að úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi Max deildar kvennaTillaga að úrvalsliði fyrri umferðar í Pepsi Max mörkum kvenna: Sandra Sigurðardóttir, Val Barbára Sól Gísladóttir, Selfossi Kristín Dís Árnadóttir, Breiðabliki Guðný Árnadóttir, Val Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki Cloé Lacasse, ÍBV, Natasha Moraa Anasi, Keflavík Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki Elín Metta Jensen, Val Hlín Eiríksdóttir, Val
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Durant æfði með meisturunum í gær Körfubolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn