Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 11. júlí 2019 02:08 Hildur Sif fann gulu peysuna úti í Þýskalandi. Hún tók eftir henni úr fjarska og það var ást við fyrstu sýn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hildur Sif Guðmundsdóttir er mörgum kunn sem meðlimur Áttunnar. Hún var valin inn úr hópi umsækjanda fyrir rúmu ári. Fyrir þann tíma var Hildur algerlega óþekkt en hún segir undanfarið ár hafa haft mikil áhrif á líf sitt. „Það var auglýst eftir fólki í Áttuna í fyrra og ég ákvað bara að prófa að sækja um. Ég fór í áheyrnarprufur fyrir framan dómara og þurfti að sanna mig og af hverju ég ætti að komast inn. Svo ég bara sannaði mig, svona í stuttu máli,“ segir Hildur um aðdraganda þess að hún hefur undanfarið ár glatt fólk á samfélagsmiðlum með skemmtilegum sketsum og ýmsu gríni. „Ég gerði svona gríngaldrabragð sem ég sá í Family Guy. Þeim fannst það bara sjúklega skemmtilegt svo ég komst áfram í viðtal og fékk svo vinnuna,“ segir Hildur. Hópurinn fór beint í að gera stuttmynd sem heitir Einn séns og lag með sama nafni. Eftir það fylgdu reglulegir sketsar sem hópurinn birti á samfélagsmiðlum, fleiri lög og ýmiss konar uppákomur. „Ég hef kynnst frábæru fólki í gegnum þetta og finn að ég hef mikinn áhuga á samfélagsmiðlafjölmiðlun, sem er ný tegund af fjölmiðlun. Ég ætla klárlega að halda áfram í fjölmiðlageiranum í framtíðinni,“ segir Hildur.Það heitasta síðan ristað brauð Hildur hefur vakið athygli fyrir flottan fatastíl en í Áttunni hefur hún frjálst val um hverju hún klæðist. „Svo framarlega sem ég er ekki að auglýsa nein merki,“ útskýrir hún. „Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri fyrir mér. Þegar ég var yngri þá vildi ég aldrei klæðast eins og aðrir, ég vildi aldrei fylgja straumnum. Þegar ég var svona 13 ára þá mætti ég í skólann í bleikri peysu og bleikum buxum og fannst ég það heitasta síðan ristað brauð,“ segir Hildur hlæjandi.Hildur Sif segir þennan jakka vera í miklu uppáhaldi.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHún segir að hún eigi eina uppáhaldsflík sem eru smekkbuxur. „Mér finnst alltaf svo gaman að klæðast þeim því ég fæ svo misjöfn viðbrögð þegar ég er í þeim. Fólk einhvern veginn býst ekki við því að ég klæðist þannig buxum.“Stefnir á nám í fjölmiðlun Í mars breyttist Áttan og hætti að vera fjöllistahópur og varð Áttan miðlar. „Við fórum að búa til þætti á Instagram. Við erum núna að vinna í sumardagskránni okkar. Sonja Valdin er með þátt þar sem hún fer á allar útihátíðir og Gunnar er með falda myndavél. Ég var með þátt í vor þar sem ég leitaði að Instagram-stjörnu Íslands en er ekki með þátt eins og er,“ útskýrir Hildur. „Mig langar að prófa að víkka hringinn minn aðeins svo í staðinn fyrir að vera bara á Instagram ætla ég að byrja með mína eigin þætti á YouTube. Áttan hefur opnað fyrir mér alls konar tækifæri. Tengslanetið mitt hefur líka stækkað og ég er óhræddari að grípa tækifærin þegar ég sé þau,“ bætir hún við. Hildur stefnir á nám í fjölmiðlun í Háskólanum á Akureyri í framtíðinni en þarf fyrst að ljúka stúdentsprófi svo í haust sest hún á skólabekk til að klára það. Það verður spennandi að fylgjast með Hildi í framtíðinni en hún á eflaust eftir að láta að sér kveða á einhverjum miðli. Áttan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Hildur Sif Guðmundsdóttir er mörgum kunn sem meðlimur Áttunnar. Hún var valin inn úr hópi umsækjanda fyrir rúmu ári. Fyrir þann tíma var Hildur algerlega óþekkt en hún segir undanfarið ár hafa haft mikil áhrif á líf sitt. „Það var auglýst eftir fólki í Áttuna í fyrra og ég ákvað bara að prófa að sækja um. Ég fór í áheyrnarprufur fyrir framan dómara og þurfti að sanna mig og af hverju ég ætti að komast inn. Svo ég bara sannaði mig, svona í stuttu máli,“ segir Hildur um aðdraganda þess að hún hefur undanfarið ár glatt fólk á samfélagsmiðlum með skemmtilegum sketsum og ýmsu gríni. „Ég gerði svona gríngaldrabragð sem ég sá í Family Guy. Þeim fannst það bara sjúklega skemmtilegt svo ég komst áfram í viðtal og fékk svo vinnuna,“ segir Hildur. Hópurinn fór beint í að gera stuttmynd sem heitir Einn séns og lag með sama nafni. Eftir það fylgdu reglulegir sketsar sem hópurinn birti á samfélagsmiðlum, fleiri lög og ýmiss konar uppákomur. „Ég hef kynnst frábæru fólki í gegnum þetta og finn að ég hef mikinn áhuga á samfélagsmiðlafjölmiðlun, sem er ný tegund af fjölmiðlun. Ég ætla klárlega að halda áfram í fjölmiðlageiranum í framtíðinni,“ segir Hildur.Það heitasta síðan ristað brauð Hildur hefur vakið athygli fyrir flottan fatastíl en í Áttunni hefur hún frjálst val um hverju hún klæðist. „Svo framarlega sem ég er ekki að auglýsa nein merki,“ útskýrir hún. „Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri fyrir mér. Þegar ég var yngri þá vildi ég aldrei klæðast eins og aðrir, ég vildi aldrei fylgja straumnum. Þegar ég var svona 13 ára þá mætti ég í skólann í bleikri peysu og bleikum buxum og fannst ég það heitasta síðan ristað brauð,“ segir Hildur hlæjandi.Hildur Sif segir þennan jakka vera í miklu uppáhaldi.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHún segir að hún eigi eina uppáhaldsflík sem eru smekkbuxur. „Mér finnst alltaf svo gaman að klæðast þeim því ég fæ svo misjöfn viðbrögð þegar ég er í þeim. Fólk einhvern veginn býst ekki við því að ég klæðist þannig buxum.“Stefnir á nám í fjölmiðlun Í mars breyttist Áttan og hætti að vera fjöllistahópur og varð Áttan miðlar. „Við fórum að búa til þætti á Instagram. Við erum núna að vinna í sumardagskránni okkar. Sonja Valdin er með þátt þar sem hún fer á allar útihátíðir og Gunnar er með falda myndavél. Ég var með þátt í vor þar sem ég leitaði að Instagram-stjörnu Íslands en er ekki með þátt eins og er,“ útskýrir Hildur. „Mig langar að prófa að víkka hringinn minn aðeins svo í staðinn fyrir að vera bara á Instagram ætla ég að byrja með mína eigin þætti á YouTube. Áttan hefur opnað fyrir mér alls konar tækifæri. Tengslanetið mitt hefur líka stækkað og ég er óhræddari að grípa tækifærin þegar ég sé þau,“ bætir hún við. Hildur stefnir á nám í fjölmiðlun í Háskólanum á Akureyri í framtíðinni en þarf fyrst að ljúka stúdentsprófi svo í haust sest hún á skólabekk til að klára það. Það verður spennandi að fylgjast með Hildi í framtíðinni en hún á eflaust eftir að láta að sér kveða á einhverjum miðli.
Áttan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning