Maðurinn heitir Anthony Mullen og var fundinn sekur um að hafa niðurlægt spænskan mann fyrir leik Liverpool og Barcelona í maí.
South Sefton Magistrates rétturinn dæmdi hann í þriggja ára bann og má Mullen ekki mæta á fótboltaleik fyrr en í fyrsta lagi árið 2022.
A Liverpool fan who pushed a man into a fountain in Barcelona, and pulled down a steward's trousers near Anfield the week after, has been banned from attending matches for three years.
In full: https://t.co/pIbFfiE1kdpic.twitter.com/hvTfQ4X2Ml
— BBC Sport (@BBCSport) July 10, 2019
Mullen hafði flogið til Barcelona til að fylgjast með Liverpool-liðinu. Myndbönd af ömurlegri hegðun hans birtust í kjölfarið á samfélagsmiðlum.
Anthony Mullen var einnig dæmdur fyrir að girða niður um öryggisvörð nálægt Anfield leikvanginum viku síðar.
Liverpool FC gaf strax út yfirlýsingu um að svona hegðun yrði aldrei liðin.
Paul White hjá Merseyside lögreglunni sagði þessi tvö atvik vera sláandi og sagði að Anthony Mullen hefði þar ráðist á tvo saklausa menn og niðurlægt þá.
Hann þakkaði öðrum stuðningsmönnum fyrir að hafa sagt frá hegðun mannsins og lagði áherslu að hugsunarlaus framganga fárra skemmdra epla megi aldrei fá að lita ímynd félagsins og borgarinnar.