Mótherjar urðu samherjar á Rey Cup þrátt fyrir 450 kílómetra á milli liða Benedikt Bóas skrifar 29. júlí 2019 17:00 Lið KF/Njarðvíkur samankomið fyrir leik á Rey Cup. Stelpurnar þekktust ekkert fyrir mótið, tóku enga æfingu fyrir það en unnu tvo leiki og skemmtu sér konunglega. Þær ætla sér að mæta að ári. „Þær höfðu eðlilega aldrei spilað saman og aldrei spilað 11 manna bolta. Við vissum því ekki alveg út í hvað við vorum að fara en þetta gekk vonum framar og stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel,“ segir Björk Óladóttir, leikskólakennari á Ólafsfirði, en hún á dóttur sem spilaði með liði KF/Njarðvíkur á Rey Cup mótinu sem lauk í gær. KF stendur fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sem er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaganum. Sveitarfélagið varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Njarðvík er á Reykjanesi og eru 442 kílómetrar á milli samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Algengara er að lið sameinist þar sem styttra er á milli enda segir Björk að liðið hafi vakið verðskuldaða athygli. „Þetta var skemmtilegt samstarf og margir á mótinu voru að koma til okkar og spá hvernig þetta kæmi til enda erum við nánast á sitthvorum endanum á landinu. Þegar við vorum að kveðjast þá fórum við að spá í hvort við ættum ekki að taka eins og eina æfingu fyrir næsta ár, einhvers staðar mitt á milli – kannski á Blönduósi,“ segir hún og hlær. Samstarfið kemur þannig til að liðin öttu kappi á Álftanesi í sjö manna bolta. Stelpurnar úr Fjallabyggð höfðu verið að nefna að þær langaði að fara á Rey Cup en ættu ekki í lið því þær næðu ekki í lið á stóran völl. Björk og önnur mamma úr liðinu fóru því í að kanna stemninguna hjá öðrum fámennum liðum. „Okkur leist svo helvíti vel á foreldrana í Njarðvík,“ segir hún og hlær. „Við sáum að þetta var flottur hópur og við fórum, tvær mömmur, og spjölluðum við Njarðvíkurforeldrana og spurðum hvort það væri áhugi á að vera með okkur á Rey Cup. Það var ákveðið að ræða þetta við þjálfarana og það voru bara allir til þannig að það var ákveðið að slá saman og vera með lið. Okkar stelpur langaði að vera með og það var ákveðið að bjarga því.“ Hún segir að með hjálp samfélagsmiðla hafi stelpurnar náð að kynnast aðeins í aðdraganda mótsins enda var engin önnur leið til að kynnast. Liðin æfðu sitt hvorum megin á landinu og mættu svo til Reykjavíkur þar sem hópurinn gisti saman í skólastofu líkt og önnur lið. „Við smullum vel saman, bæði foreldrar og stelpurnar. Þær voru búnar að grafa hver aðra upp á Snapchat og voru búnar að mynda Snapchat-hóp rétt fyrir mót. Þær voru því aðeins farnar að þekkja nöfnin hver á annarri en ekkert mikið meira en það.“ Hún segir að stúlkurnar hafi verið mjög sáttar og glaðar að hafa farið á mótið en þær unnu tvo leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu þremur leikjum. „Þeim fannst þetta stórkostleg upplifun og mjög skemmtilegt mót að spila á. Þær tala um að vera saman aftur á næsta ári. Samstarfinu er ekki lokið – ég er viss um það. Það eru allar nema ein á yngra árinu í fjórða flokki þannig að það lítur út fyrir að við komum saman aftur,“ segir hún en stúlkurnar spiluðu í bláu KF-búningunum en voru með Njarðvíkurbuff annaðhvort á hendinni eða hausnum til að fá hinn afgerandi græna lit Njarðvíkur. „Daníel, þjálfari Njarðvíkur, var með stelpurnar og á allt hrós skilið. Hann var algjörlega frábær. Við erum að fara hittast aftur í ágúst þegar það verður sjö manna mót haldið fyrir norðan og þá verða þær mótherjar á Ólafsfirði. Það verður trúlega mjög erfitt og skrýtið en fyrst og fremst skemmtilegt,“ segir Björk kát en þreytt eftir frumraun sína á Rey Cup. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Þær höfðu eðlilega aldrei spilað saman og aldrei spilað 11 manna bolta. Við vissum því ekki alveg út í hvað við vorum að fara en þetta gekk vonum framar og stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel,“ segir Björk Óladóttir, leikskólakennari á Ólafsfirði, en hún á dóttur sem spilaði með liði KF/Njarðvíkur á Rey Cup mótinu sem lauk í gær. KF stendur fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sem er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaganum. Sveitarfélagið varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Njarðvík er á Reykjanesi og eru 442 kílómetrar á milli samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Algengara er að lið sameinist þar sem styttra er á milli enda segir Björk að liðið hafi vakið verðskuldaða athygli. „Þetta var skemmtilegt samstarf og margir á mótinu voru að koma til okkar og spá hvernig þetta kæmi til enda erum við nánast á sitthvorum endanum á landinu. Þegar við vorum að kveðjast þá fórum við að spá í hvort við ættum ekki að taka eins og eina æfingu fyrir næsta ár, einhvers staðar mitt á milli – kannski á Blönduósi,“ segir hún og hlær. Samstarfið kemur þannig til að liðin öttu kappi á Álftanesi í sjö manna bolta. Stelpurnar úr Fjallabyggð höfðu verið að nefna að þær langaði að fara á Rey Cup en ættu ekki í lið því þær næðu ekki í lið á stóran völl. Björk og önnur mamma úr liðinu fóru því í að kanna stemninguna hjá öðrum fámennum liðum. „Okkur leist svo helvíti vel á foreldrana í Njarðvík,“ segir hún og hlær. „Við sáum að þetta var flottur hópur og við fórum, tvær mömmur, og spjölluðum við Njarðvíkurforeldrana og spurðum hvort það væri áhugi á að vera með okkur á Rey Cup. Það var ákveðið að ræða þetta við þjálfarana og það voru bara allir til þannig að það var ákveðið að slá saman og vera með lið. Okkar stelpur langaði að vera með og það var ákveðið að bjarga því.“ Hún segir að með hjálp samfélagsmiðla hafi stelpurnar náð að kynnast aðeins í aðdraganda mótsins enda var engin önnur leið til að kynnast. Liðin æfðu sitt hvorum megin á landinu og mættu svo til Reykjavíkur þar sem hópurinn gisti saman í skólastofu líkt og önnur lið. „Við smullum vel saman, bæði foreldrar og stelpurnar. Þær voru búnar að grafa hver aðra upp á Snapchat og voru búnar að mynda Snapchat-hóp rétt fyrir mót. Þær voru því aðeins farnar að þekkja nöfnin hver á annarri en ekkert mikið meira en það.“ Hún segir að stúlkurnar hafi verið mjög sáttar og glaðar að hafa farið á mótið en þær unnu tvo leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu þremur leikjum. „Þeim fannst þetta stórkostleg upplifun og mjög skemmtilegt mót að spila á. Þær tala um að vera saman aftur á næsta ári. Samstarfinu er ekki lokið – ég er viss um það. Það eru allar nema ein á yngra árinu í fjórða flokki þannig að það lítur út fyrir að við komum saman aftur,“ segir hún en stúlkurnar spiluðu í bláu KF-búningunum en voru með Njarðvíkurbuff annaðhvort á hendinni eða hausnum til að fá hinn afgerandi græna lit Njarðvíkur. „Daníel, þjálfari Njarðvíkur, var með stelpurnar og á allt hrós skilið. Hann var algjörlega frábær. Við erum að fara hittast aftur í ágúst þegar það verður sjö manna mót haldið fyrir norðan og þá verða þær mótherjar á Ólafsfirði. Það verður trúlega mjög erfitt og skrýtið en fyrst og fremst skemmtilegt,“ segir Björk kát en þreytt eftir frumraun sína á Rey Cup.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira