VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2019 16:03 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu og afhenti VR Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag þar sem óskað var eftir flýtimeðferð. Mbl.is greindi fyrst frá. Stjórn félagsins samþykkti að stefna Fjármálaeftirlitinu fyrir að viðurkenna ekki lögmæti ákvörðunar fulltrúaráðs VR um afturköllun umboðs stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að tekin hafi verið ákvörðun um að fara þessa leið til að fá ákvörðun FME frá þriðja júlí ógilta. Ragnar segir félagið vera óánægt með vinnubrögð stofnunarinnar og segir þau hafa verið „fyrir neðan allar hellur.“ Ragnar segir það einnig liggja fyrir að FME hafi brotið gegn málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar með ákvörðun sinni, og byggir stefnan í grunninn á því. Einnig vill hann meina að niðurstaða FME í málinu hafi verið efnislega röng. „Allt málið og málatilbúnaðurinn er með þeim hætti að við teljum ekki annað stætt heldur en að fara í mál.“ „Samkvæmt úrskurði FME þá hefði verið nóg fyrir okkur í sjálfu sér að boða stjórnarfund og taka sömu ákvörðun bara aftur, en það er ekki hægt að líta fram hjá þessum vinnubrögðum sem eru bara ekki boðleg fyrir stofnun eins og FME að stunda, þar sem við í sjálfu sér erum ekki skilgreindir sem málsaðilar þar sem við erum ekki lögaðilar. Við hljótum að vera málsaðilar vegna þess að málið hefði aldrei komið upp nema fyrir ákvörðun okkar í stjórninni.“ Einnig sakar Ragnar FME um að hafa ekki gætt jafnræðis í málinu sem um ræðir þar sem stofnunin hafi ekki beitt slíkri íhlutun áður. Fregnir þess efnis að VR væri búið að birta Héraðsdómi stefnu sína höfðu ekki borist Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, síðdegis í dag. Hún gat ekki tjáð sig um málið að svo stöddu. Dómsmál Tengdar fréttir VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu og afhenti VR Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag þar sem óskað var eftir flýtimeðferð. Mbl.is greindi fyrst frá. Stjórn félagsins samþykkti að stefna Fjármálaeftirlitinu fyrir að viðurkenna ekki lögmæti ákvörðunar fulltrúaráðs VR um afturköllun umboðs stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að tekin hafi verið ákvörðun um að fara þessa leið til að fá ákvörðun FME frá þriðja júlí ógilta. Ragnar segir félagið vera óánægt með vinnubrögð stofnunarinnar og segir þau hafa verið „fyrir neðan allar hellur.“ Ragnar segir það einnig liggja fyrir að FME hafi brotið gegn málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar með ákvörðun sinni, og byggir stefnan í grunninn á því. Einnig vill hann meina að niðurstaða FME í málinu hafi verið efnislega röng. „Allt málið og málatilbúnaðurinn er með þeim hætti að við teljum ekki annað stætt heldur en að fara í mál.“ „Samkvæmt úrskurði FME þá hefði verið nóg fyrir okkur í sjálfu sér að boða stjórnarfund og taka sömu ákvörðun bara aftur, en það er ekki hægt að líta fram hjá þessum vinnubrögðum sem eru bara ekki boðleg fyrir stofnun eins og FME að stunda, þar sem við í sjálfu sér erum ekki skilgreindir sem málsaðilar þar sem við erum ekki lögaðilar. Við hljótum að vera málsaðilar vegna þess að málið hefði aldrei komið upp nema fyrir ákvörðun okkar í stjórninni.“ Einnig sakar Ragnar FME um að hafa ekki gætt jafnræðis í málinu sem um ræðir þar sem stofnunin hafi ekki beitt slíkri íhlutun áður. Fregnir þess efnis að VR væri búið að birta Héraðsdómi stefnu sína höfðu ekki borist Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, síðdegis í dag. Hún gat ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.
Dómsmál Tengdar fréttir VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15
Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07
FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00
Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00