Föstudagsplaylisti Sævars Markúsar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. júlí 2019 14:30 Fögur kvikmyndatónlist, fágætar perlur og franskar sixtís söngkonur eru meðal þess sem má finna á lagalista Sævars. aðsend Sævar Markús, fatahönnuður sem spilar stundum plötur við sérstök tilefni, er mörgum kunnugur sem mikill gullgrafari meðal íslenskra tónlistaráhugamanna, en hann á umfangsmikið plötusafn og hefur verið iðinn við að grafa upp týnda mola frá gullöld tónlistarsögunnar og deila þeim meðal fólks. Hann segist sjálfur vera mikill safnari og safni mikið af plötum, bókum og antíkmunum af ýmsum toga. Lagasöfn sem Sævar hefur sett saman hafa gengið manna á milli á netinu, en þau eiga það flest sameiginlegt að vera uppfull af fágætum gersemum frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Drungalegar þjóðlagaperlur og skynvillupopp eru þar í fyrirrúmi. Svipaða sögu má segja um Spotify-lista sem Sævar setur saman í tómstundum, og sjaldheyrð lög sem hann hleður inn á Youtube-rásir sínar (sem má nálgast hér og hér). Þessa dagana vinnur hann að því að klára framleiðslu á fatalínu ásamt því að þróa þá næstu. „Ég mun stækka vöruúrval og svo verður einnig hægt að sérpanta flíkur sem verða aðeins sérgerðar. Einnig er verið að vinna að netverslun fyrir flíkurnar og fleira og svo önnur skemmtileg verkefni á teikniborðinu.“ Sævar er virtur fatahönnuður og hefur sem dæmi hannað kjóla fyrir heimsþekktu tónlistarkonuna Melody Prochet úr Melody’s Echo Chamber. Listann segir Sævar vera samansafn af lögum sem finna má í plötusafni sínu og hann hefur verið að hlusta á upp á síðkastið, bæði heima hjá sér og í vinnustofu sinni. „Samt sem áður er þetta bara brot af því, listinn hefði getað orðið mun lengri,“ segir Sævar en listinn er þó ríflegur, heil sjötíu lög. Hann bætir við að hann hafi safnað plötum frá ellefu ára aldri og þyki „fátt skemmtilegra en að rannsaka fyrri tímabil sögunnar, hvort sem það er þá tónlist, myndlist, fornmunir,“ eða þar fram eftir götunum. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Sævar Markús, fatahönnuður sem spilar stundum plötur við sérstök tilefni, er mörgum kunnugur sem mikill gullgrafari meðal íslenskra tónlistaráhugamanna, en hann á umfangsmikið plötusafn og hefur verið iðinn við að grafa upp týnda mola frá gullöld tónlistarsögunnar og deila þeim meðal fólks. Hann segist sjálfur vera mikill safnari og safni mikið af plötum, bókum og antíkmunum af ýmsum toga. Lagasöfn sem Sævar hefur sett saman hafa gengið manna á milli á netinu, en þau eiga það flest sameiginlegt að vera uppfull af fágætum gersemum frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Drungalegar þjóðlagaperlur og skynvillupopp eru þar í fyrirrúmi. Svipaða sögu má segja um Spotify-lista sem Sævar setur saman í tómstundum, og sjaldheyrð lög sem hann hleður inn á Youtube-rásir sínar (sem má nálgast hér og hér). Þessa dagana vinnur hann að því að klára framleiðslu á fatalínu ásamt því að þróa þá næstu. „Ég mun stækka vöruúrval og svo verður einnig hægt að sérpanta flíkur sem verða aðeins sérgerðar. Einnig er verið að vinna að netverslun fyrir flíkurnar og fleira og svo önnur skemmtileg verkefni á teikniborðinu.“ Sævar er virtur fatahönnuður og hefur sem dæmi hannað kjóla fyrir heimsþekktu tónlistarkonuna Melody Prochet úr Melody’s Echo Chamber. Listann segir Sævar vera samansafn af lögum sem finna má í plötusafni sínu og hann hefur verið að hlusta á upp á síðkastið, bæði heima hjá sér og í vinnustofu sinni. „Samt sem áður er þetta bara brot af því, listinn hefði getað orðið mun lengri,“ segir Sævar en listinn er þó ríflegur, heil sjötíu lög. Hann bætir við að hann hafi safnað plötum frá ellefu ára aldri og þyki „fátt skemmtilegra en að rannsaka fyrri tímabil sögunnar, hvort sem það er þá tónlist, myndlist, fornmunir,“ eða þar fram eftir götunum.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira