Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 13:44 Ingólfsfjörður. Mynd úr safni. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. Verkefnastjóri hjá minjastofnun segir mjög slæmt ef merkingarnar eru fjarlægðar. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, staðfestir að merkingar hafi verið teknar upp í samtali við Bæjarins besta, svæðismiðil Vestfjarða í gær. Inga Sóley Kristínardóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun Íslands, kveðst jafnframt hafa fengið upplýsingar um málið. „Það kom sem sagt tilkynning í gær um að það hafi verið fjarlægðir hælar, sem sagt teknir upp, sem eru vor til að merkja fornleifar á hluta af leiðinni meðfram Ingólfsfirði norðanverðum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að hælarnir hafi ekki verið fjarlægðir af staðnum heldur aðeins teknir upp úr jörðinni. „Þeir verða reknir aftur niður og það er fornleifafræðingur sem fer þarna um á morgun og hún mun fara yfir merkingarnar og merkja betur ef það þarf.“ Fyrirhuguð uppbygging Hvalárvirkjunar hefur mætt töluverðri andstöðu en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvort mótmælendur hafi átt hlut að máli. Inga Sóley kveðst hvorki vita hverjir voru að verki né í hvaða tilgangi. „Þessar merkingar eru náttúrlega til þess að vernda minjarnar á meðan á framkvæmdum stendur og ef þær eru fjarlægðar þá er það mjög slæmt, bæði fyrir minjarnar og líka náttúrlega fyrir framkvæmdaaðila sem geta orðið fyrir töfum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að sem betur fer séu engin merki um að rask hafi orðið á forminjum sökum þessa. „Þeir [framkvæmdaaðilar] eru ekki komnir á þetta svæði skilst mér, þeir eru ennþá nokkrum kílómetrum frá þeim, þessum minjum. Þannig að það er engin hætta eins og er.“ Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. Verkefnastjóri hjá minjastofnun segir mjög slæmt ef merkingarnar eru fjarlægðar. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, staðfestir að merkingar hafi verið teknar upp í samtali við Bæjarins besta, svæðismiðil Vestfjarða í gær. Inga Sóley Kristínardóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun Íslands, kveðst jafnframt hafa fengið upplýsingar um málið. „Það kom sem sagt tilkynning í gær um að það hafi verið fjarlægðir hælar, sem sagt teknir upp, sem eru vor til að merkja fornleifar á hluta af leiðinni meðfram Ingólfsfirði norðanverðum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að hælarnir hafi ekki verið fjarlægðir af staðnum heldur aðeins teknir upp úr jörðinni. „Þeir verða reknir aftur niður og það er fornleifafræðingur sem fer þarna um á morgun og hún mun fara yfir merkingarnar og merkja betur ef það þarf.“ Fyrirhuguð uppbygging Hvalárvirkjunar hefur mætt töluverðri andstöðu en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvort mótmælendur hafi átt hlut að máli. Inga Sóley kveðst hvorki vita hverjir voru að verki né í hvaða tilgangi. „Þessar merkingar eru náttúrlega til þess að vernda minjarnar á meðan á framkvæmdum stendur og ef þær eru fjarlægðar þá er það mjög slæmt, bæði fyrir minjarnar og líka náttúrlega fyrir framkvæmdaaðila sem geta orðið fyrir töfum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að sem betur fer séu engin merki um að rask hafi orðið á forminjum sökum þessa. „Þeir [framkvæmdaaðilar] eru ekki komnir á þetta svæði skilst mér, þeir eru ennþá nokkrum kílómetrum frá þeim, þessum minjum. Þannig að það er engin hætta eins og er.“
Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira