Nálgast risamótin á annan hátt eftir vonbrigðin á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júlí 2019 19:30 Þrátt fyrir að hetjulega baráttu á öðrum hring komst McIlroy ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska. vísir/getty Eftir að hafa mistekist að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu í golfi segist Rory McIlroy þurfa að nálgast risamótin á annan hátt en hann hefur gert. Hinn norður-írski McIlroy var talinn líklegastur til að vinna Opna breska en hann olli vonbrigðum á heimavelli. McIlroy náði sér engan veginn á strik á fyrsta hringnum þar sem hann lék á átta höggum yfir pari. Þrátt fyrir góða spilamennsku á öðrum hringnum, vel studdur af löndum sínum á Royal Portrush-vellinum, komst McIlroy ekki í gegnum niðurskurðinn. „Ég nálgaðist risamótin í ár eins og hver önnur mót sem þau eru ekki,“ sagði McIlroy. „Þú þarft að vera með sérstakt hugarfar og undirbúa þig á annan hátt en venjulega. Ég prófaði nýja aðferð í ár sem virkaði ekki. Ég þarf að endurskoða það,“ bætti Norður-Írinn við. Besti árangur McIlroys á risamóti í ár var 8. sætið á PGA-meistaramótinu. Hann hefur ekki unnið risamót síðan 2014. Golf Tengdar fréttir McIlroy kláraði á átta yfir pari: "Mig langar að berja sjálfan mig“ Norður-Írinn Rory McIlroy þarf á ótrúlegum hring að halda á morgun ætli hann sér í gegnum niðurskurðinn á Opna breska risamótinu í golfi. Byrjun McIlroy í dag var hrein martröð. 18. júlí 2019 15:03 Holmes og Lowry efstir og jafnir | Endurkoma McIlroy dugði ekki til Öðrum keppnisdegi á Opna breska meistaramótinu í golfi er lokið. 19. júlí 2019 19:22 Rory McIlroy með snjókarl á fyrstu holu á Opna breska Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy var búinn að bíða lengi eftir Opna breska meistaramótinu í golfi í ár en gerði nánast út um sigurvonir sínar á fyrstu holu. 18. júlí 2019 10:15 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Eftir að hafa mistekist að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu í golfi segist Rory McIlroy þurfa að nálgast risamótin á annan hátt en hann hefur gert. Hinn norður-írski McIlroy var talinn líklegastur til að vinna Opna breska en hann olli vonbrigðum á heimavelli. McIlroy náði sér engan veginn á strik á fyrsta hringnum þar sem hann lék á átta höggum yfir pari. Þrátt fyrir góða spilamennsku á öðrum hringnum, vel studdur af löndum sínum á Royal Portrush-vellinum, komst McIlroy ekki í gegnum niðurskurðinn. „Ég nálgaðist risamótin í ár eins og hver önnur mót sem þau eru ekki,“ sagði McIlroy. „Þú þarft að vera með sérstakt hugarfar og undirbúa þig á annan hátt en venjulega. Ég prófaði nýja aðferð í ár sem virkaði ekki. Ég þarf að endurskoða það,“ bætti Norður-Írinn við. Besti árangur McIlroys á risamóti í ár var 8. sætið á PGA-meistaramótinu. Hann hefur ekki unnið risamót síðan 2014.
Golf Tengdar fréttir McIlroy kláraði á átta yfir pari: "Mig langar að berja sjálfan mig“ Norður-Írinn Rory McIlroy þarf á ótrúlegum hring að halda á morgun ætli hann sér í gegnum niðurskurðinn á Opna breska risamótinu í golfi. Byrjun McIlroy í dag var hrein martröð. 18. júlí 2019 15:03 Holmes og Lowry efstir og jafnir | Endurkoma McIlroy dugði ekki til Öðrum keppnisdegi á Opna breska meistaramótinu í golfi er lokið. 19. júlí 2019 19:22 Rory McIlroy með snjókarl á fyrstu holu á Opna breska Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy var búinn að bíða lengi eftir Opna breska meistaramótinu í golfi í ár en gerði nánast út um sigurvonir sínar á fyrstu holu. 18. júlí 2019 10:15 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
McIlroy kláraði á átta yfir pari: "Mig langar að berja sjálfan mig“ Norður-Írinn Rory McIlroy þarf á ótrúlegum hring að halda á morgun ætli hann sér í gegnum niðurskurðinn á Opna breska risamótinu í golfi. Byrjun McIlroy í dag var hrein martröð. 18. júlí 2019 15:03
Holmes og Lowry efstir og jafnir | Endurkoma McIlroy dugði ekki til Öðrum keppnisdegi á Opna breska meistaramótinu í golfi er lokið. 19. júlí 2019 19:22
Rory McIlroy með snjókarl á fyrstu holu á Opna breska Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy var búinn að bíða lengi eftir Opna breska meistaramótinu í golfi í ár en gerði nánast út um sigurvonir sínar á fyrstu holu. 18. júlí 2019 10:15