Með annan fótinn styttri og varð tveggja barna faðir sextán ára en er nú orðinn sá dýrasti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 12:30 Wesley Moraes. Getty/Neville Williams Leikmaðurinn sem varð í vikunni sá dýrasti í sögu enska félagsins Aston Villa fór enga venjulega leið inn í ensku úrvalsdeildina. Wesley Moraes er nú orðinn dýrasti leikmaðurinn í sögu Aston Villa eftir að enska félagið borgaði belgíska félaginu Club Brugge 22 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla framherja. Wesley Moraes, sem heitir fullu nafni Wesley Moraes Ferreira da Silva, er Brasilíumaður en hefur spilað með belgíska félaginu frá 2016. Hann skoraði 10 mörk í 28 leikjum á síðustu leiktíð. Það þekkja kannski einhverjir til hans frá árunum með Club Brugge en mun færri þekkja sögu stráksins sem missti föður sinn þegar hann var aðeins níu ára gamall.Born with one leg longer than the other Age 9: Lost his father to a brain tumour Age 15: Started 11-a-side football Age 16: Became a father to two children Age 18: Worked in a screws factory Age 22: Signed by Villa for £22 millionhttps://t.co/QdOelpC73l — GiveMeSport (@GiveMeSport) July 24, 2019Þegar menn fóru að skoða leið Wesley Moraes upp í ensku úrvalsdeildina þá komust menn að því að hann hefur ekki átt auðvelt líf síðan að hann fæddist árið 1996 í litlum bæ 200 kílómetrum frá Ríó. Faðir Moraes fékk heilaæxli og dó þegar hann var aðeins níu ára gamall. Sextán ára gamall var strákurinn búinn að eignast tvö börn með tveimur konum. Sonurinn Yan og dóttirin Maria eru nú bæði orðin sex ára gömul. Moraes þurfti líka að vinna í verksmiðju frá sextán ára aldri til að safna pening fyrir fjölskyldu sína á meðan hann reyndi samhliða því að koma sér áfram í fótboltanum. Hann fæddist líka með annan fótinn þremur sentímetrum styttri og fyrsti þjálfari hans í Evrópu, Robert Rybnicek hjá slóvakíska félaginu Trencín, talaði um það hann liti út fyrir að haltra inn á vellinum. Moraes fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku með Trencín þegar hann var átján ára gamall. Hann fékk að æfa með félaginu og vann sér inn samning. Eftir aðeins eitt tímabil þar var hann síðan kominn til Club Brugge. Nú er að sjá hvort þetta ævintýri hafi góðan endi og Wesley Moraes slái í gegn í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Brasilía Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Leikmaðurinn sem varð í vikunni sá dýrasti í sögu enska félagsins Aston Villa fór enga venjulega leið inn í ensku úrvalsdeildina. Wesley Moraes er nú orðinn dýrasti leikmaðurinn í sögu Aston Villa eftir að enska félagið borgaði belgíska félaginu Club Brugge 22 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla framherja. Wesley Moraes, sem heitir fullu nafni Wesley Moraes Ferreira da Silva, er Brasilíumaður en hefur spilað með belgíska félaginu frá 2016. Hann skoraði 10 mörk í 28 leikjum á síðustu leiktíð. Það þekkja kannski einhverjir til hans frá árunum með Club Brugge en mun færri þekkja sögu stráksins sem missti föður sinn þegar hann var aðeins níu ára gamall.Born with one leg longer than the other Age 9: Lost his father to a brain tumour Age 15: Started 11-a-side football Age 16: Became a father to two children Age 18: Worked in a screws factory Age 22: Signed by Villa for £22 millionhttps://t.co/QdOelpC73l — GiveMeSport (@GiveMeSport) July 24, 2019Þegar menn fóru að skoða leið Wesley Moraes upp í ensku úrvalsdeildina þá komust menn að því að hann hefur ekki átt auðvelt líf síðan að hann fæddist árið 1996 í litlum bæ 200 kílómetrum frá Ríó. Faðir Moraes fékk heilaæxli og dó þegar hann var aðeins níu ára gamall. Sextán ára gamall var strákurinn búinn að eignast tvö börn með tveimur konum. Sonurinn Yan og dóttirin Maria eru nú bæði orðin sex ára gömul. Moraes þurfti líka að vinna í verksmiðju frá sextán ára aldri til að safna pening fyrir fjölskyldu sína á meðan hann reyndi samhliða því að koma sér áfram í fótboltanum. Hann fæddist líka með annan fótinn þremur sentímetrum styttri og fyrsti þjálfari hans í Evrópu, Robert Rybnicek hjá slóvakíska félaginu Trencín, talaði um það hann liti út fyrir að haltra inn á vellinum. Moraes fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku með Trencín þegar hann var átján ára gamall. Hann fékk að æfa með félaginu og vann sér inn samning. Eftir aðeins eitt tímabil þar var hann síðan kominn til Club Brugge. Nú er að sjá hvort þetta ævintýri hafi góðan endi og Wesley Moraes slái í gegn í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Brasilía Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira