Ólafur: Bið stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2019 21:37 Ólafur var afar óhress með frammistöðu sinna manna. vísir/bára „Fyrstu viðbrögð eru að biðja stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins í kvöld og óska HK til hamingju með sigurinn. Þeir verðskulduðu hann. Þetta var mjög slök frammistaða hjá FH-liðinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. FH var 2-0 undir í hálfleik og þrátt fyrir fjölmargar sóknir í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. „Í byrjun seinni hálfleiks áttum við upphlaup en það hékk ekkert saman hjá okkur í kvöld. Þegar við ætluðum að fara hátt og pressa var vörnin gisin. Sendingar, gegnumbrot, í raun allt, var ekki í lagi. Við áttum ekkert annað skilið en að tap í þessum leik. Þetta var döpur frammistaða frá A til Ö og mikil vonbrigði.“ Í síðustu þremur deildarleikjum fyrir leikinn í kvöld hafði FH fengið sjö stig af níu mögulegum. Ólafur segir því svekkjandi að hafa tekið skref aftur á bak í kvöld. „Þessi dýfa var djúp. Stundum hefur maður verið spurður hvort það sé krísa í liðunum sem maður hefur verið að þjálfa og það er alveg óhætt að segja að þegar heildarbragurinn á liðinu er eins og hann er fer maður að spyrja sig hvort það sé krísa,“ sagði Ólafur. „Við þurfum að grafa ansi djúpt, leikmenn og þjálfarateymi, til að fá svör. Það sem við vorum búnir að gera í tveimur leikjum á undan gefur andskotann ekkert.“ Félagaskiptaglugginn rennur út um mánaðarmótin. Ólafur vonast til að geta styrkt lið FH. „Ég vona að við gerum eitthvað,“ sagði Ólafur. FH missti af Kristjáni Flóka Finnbogasyni til KR. Í viðtali við Fótbolta.net sagði hann að KR hefði verið meira spennandi en FH. Ólafur vildi lítið tjá sig um þau ummæli. „Kristján Flóki valdi KR og ég hef ekkert út á það að setja. Við vildum fá hann og hann vissi af því. Mönnum er frjálst að velja og við virðum hans ákvörðun,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru að biðja stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins í kvöld og óska HK til hamingju með sigurinn. Þeir verðskulduðu hann. Þetta var mjög slök frammistaða hjá FH-liðinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. FH var 2-0 undir í hálfleik og þrátt fyrir fjölmargar sóknir í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. „Í byrjun seinni hálfleiks áttum við upphlaup en það hékk ekkert saman hjá okkur í kvöld. Þegar við ætluðum að fara hátt og pressa var vörnin gisin. Sendingar, gegnumbrot, í raun allt, var ekki í lagi. Við áttum ekkert annað skilið en að tap í þessum leik. Þetta var döpur frammistaða frá A til Ö og mikil vonbrigði.“ Í síðustu þremur deildarleikjum fyrir leikinn í kvöld hafði FH fengið sjö stig af níu mögulegum. Ólafur segir því svekkjandi að hafa tekið skref aftur á bak í kvöld. „Þessi dýfa var djúp. Stundum hefur maður verið spurður hvort það sé krísa í liðunum sem maður hefur verið að þjálfa og það er alveg óhætt að segja að þegar heildarbragurinn á liðinu er eins og hann er fer maður að spyrja sig hvort það sé krísa,“ sagði Ólafur. „Við þurfum að grafa ansi djúpt, leikmenn og þjálfarateymi, til að fá svör. Það sem við vorum búnir að gera í tveimur leikjum á undan gefur andskotann ekkert.“ Félagaskiptaglugginn rennur út um mánaðarmótin. Ólafur vonast til að geta styrkt lið FH. „Ég vona að við gerum eitthvað,“ sagði Ólafur. FH missti af Kristjáni Flóka Finnbogasyni til KR. Í viðtali við Fótbolta.net sagði hann að KR hefði verið meira spennandi en FH. Ólafur vildi lítið tjá sig um þau ummæli. „Kristján Flóki valdi KR og ég hef ekkert út á það að setja. Við vildum fá hann og hann vissi af því. Mönnum er frjálst að velja og við virðum hans ákvörðun,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00