Bolsonaro vænir geimstofnun sína um lygar um eyðingu Amason Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2019 09:27 Allt er í sóma í Brasilíu að mati Bolsonaro, sama hvað vísindastofnanir eða Sameinuðu þjóðirnar segja. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sakar geimstofnun landsins að ljúga til um umfang eyðingar Amasonfrumskógarins. Stofnunin skaði orðspor landsins með því að birta gögn um það sem hún segir mikla aukningu í skógareyðingu. Brasilíska geimstofnunin Inpe birti gervihnattargögn í vikunni sem sýndu að meira en þúsund ferkílómetrar regnskógar hefðu verið ruddir fyrstu fimmtán daga júlímánaðar og að það væri aukning um 68% miðað við allan júlímánuð í fyrra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Við þessar tölur vill Bolsonaro forseti ekki fella sig. Hann fullyrti við erlenda fréttamenn í gær að tölurnar endurspegluðu ekki raunveruleikann og að hann ætli sér að ræða við forstjóra stofnunarinnar til að ræða málið. Inpe stendur við niðurstöður sínar og segir tölurnar 95% áreiðanlegar. Bolsonaro hefur rekið stefnu sem hefur liðkað fyrir því að skógurinn sé ruddur, oft fyrir nautgriparæktun. Þannig hefur verið slakað á eftirliti með ólöglegu skógarhöggi. Hægriöfgamaðurinn Bolsonaro fullyrti einnig við erlendu fréttamennina en hungur þekktist ekki í Brasilíu þrátt fyrir að matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna áætli að um 5,2 milljónir Brasilíumanna búið við hungur. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27 Skógruðningur í Amazon regnskóginum mikið áhyggjuefni Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu. 4. júní 2019 23:16 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sakar geimstofnun landsins að ljúga til um umfang eyðingar Amasonfrumskógarins. Stofnunin skaði orðspor landsins með því að birta gögn um það sem hún segir mikla aukningu í skógareyðingu. Brasilíska geimstofnunin Inpe birti gervihnattargögn í vikunni sem sýndu að meira en þúsund ferkílómetrar regnskógar hefðu verið ruddir fyrstu fimmtán daga júlímánaðar og að það væri aukning um 68% miðað við allan júlímánuð í fyrra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Við þessar tölur vill Bolsonaro forseti ekki fella sig. Hann fullyrti við erlenda fréttamenn í gær að tölurnar endurspegluðu ekki raunveruleikann og að hann ætli sér að ræða við forstjóra stofnunarinnar til að ræða málið. Inpe stendur við niðurstöður sínar og segir tölurnar 95% áreiðanlegar. Bolsonaro hefur rekið stefnu sem hefur liðkað fyrir því að skógurinn sé ruddur, oft fyrir nautgriparæktun. Þannig hefur verið slakað á eftirliti með ólöglegu skógarhöggi. Hægriöfgamaðurinn Bolsonaro fullyrti einnig við erlendu fréttamennina en hungur þekktist ekki í Brasilíu þrátt fyrir að matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna áætli að um 5,2 milljónir Brasilíumanna búið við hungur.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27 Skógruðningur í Amazon regnskóginum mikið áhyggjuefni Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu. 4. júní 2019 23:16 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27
Skógruðningur í Amazon regnskóginum mikið áhyggjuefni Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu. 4. júní 2019 23:16