Stöðva innflutning á „undrakaffinu“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2019 15:48 Um er að ræða Valentus SlimROAST Optimum Kaffi og Prevail SlimROAST kakó. Mynd/MAST Matvælastofnun hefur upplýst Tollayfirvöld um lyfjavirkt innihaldsefni í tveimur vörum sem nefnd voru í fréttatilkynningu stofnunarinnar í gær. Um er að ræða kaffi og kakó frá bandaríska framleiðandanum Valentus sem Matvælastofnuna hefur varið við neyslu á. Innihalda þessir drykkir beta-phenylethylamín sem er örvandi lyf en fagsviðsstjóri hjá stofnuninni segir í svari til Vísis að sendingar með þessum vörum verða væntanlega stöðvaðar af tollayfirvöldum þegar þær berast til landsins. Vörurnar sem tollurinn mun stöðva eru Valentus SlimROAST Optimum Kaffi og Prevail SlimROAST kakó. Hafa þessar vörur verið til sölu á samfélagsmiðlum og á vefsíðum þar sem kaffið hefur ýmist verið kallað töfrakaffi eða undrakaffi. Framleiðandinn segir vörurnar hjálpa þeim sem nota þær við þyngdarstjórnun og er því haldið fram að þær geti jafnframt bætt skap fólks.Vörurnar tvær sem tollurinn mun stöðva.Mast.isIngibjörg Jónsdóttir, fagssviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir í skriflegu svari til Vísis að samkvæmt matvælalögum er óheimilt að flytja til landsins eða markaðssetja matvæli, þ.m.t. fæðubótarefni, sem innihalda lyf samkvæmt skilgreiningu lyfjalaga. Leiki vafi á því hvort einstök efnasambönd teljist lyf sker Lyfjastofnun úr. Innflytjandi getur því sent vöruna til flokkunar hjá Lyfjastofnun til að fá úr því skorið hvort varan falli undir skilgreiningu á lyfi. Sjá nánar á vef Lyfjastofnunar.Á meðan varan hefur ekki fengið flokkun hjá Lyfjastofnun og einnig á meðan varan er í ferli hjá Lyfjastofnun er innflutningur og dreifing ekki heimil skv. matvælalögum. Heilsa Neytendur Tengdar fréttir Matvælastofnun varar við neyslu á „undrakaffinu“ frá Valentus Samkvæmt. 11. gr matvælalaga mega matvæli ekki innihalda lyf eða lyfjavirk efni. 30. júlí 2019 14:49 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Matvælastofnun hefur upplýst Tollayfirvöld um lyfjavirkt innihaldsefni í tveimur vörum sem nefnd voru í fréttatilkynningu stofnunarinnar í gær. Um er að ræða kaffi og kakó frá bandaríska framleiðandanum Valentus sem Matvælastofnuna hefur varið við neyslu á. Innihalda þessir drykkir beta-phenylethylamín sem er örvandi lyf en fagsviðsstjóri hjá stofnuninni segir í svari til Vísis að sendingar með þessum vörum verða væntanlega stöðvaðar af tollayfirvöldum þegar þær berast til landsins. Vörurnar sem tollurinn mun stöðva eru Valentus SlimROAST Optimum Kaffi og Prevail SlimROAST kakó. Hafa þessar vörur verið til sölu á samfélagsmiðlum og á vefsíðum þar sem kaffið hefur ýmist verið kallað töfrakaffi eða undrakaffi. Framleiðandinn segir vörurnar hjálpa þeim sem nota þær við þyngdarstjórnun og er því haldið fram að þær geti jafnframt bætt skap fólks.Vörurnar tvær sem tollurinn mun stöðva.Mast.isIngibjörg Jónsdóttir, fagssviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir í skriflegu svari til Vísis að samkvæmt matvælalögum er óheimilt að flytja til landsins eða markaðssetja matvæli, þ.m.t. fæðubótarefni, sem innihalda lyf samkvæmt skilgreiningu lyfjalaga. Leiki vafi á því hvort einstök efnasambönd teljist lyf sker Lyfjastofnun úr. Innflytjandi getur því sent vöruna til flokkunar hjá Lyfjastofnun til að fá úr því skorið hvort varan falli undir skilgreiningu á lyfi. Sjá nánar á vef Lyfjastofnunar.Á meðan varan hefur ekki fengið flokkun hjá Lyfjastofnun og einnig á meðan varan er í ferli hjá Lyfjastofnun er innflutningur og dreifing ekki heimil skv. matvælalögum.
Heilsa Neytendur Tengdar fréttir Matvælastofnun varar við neyslu á „undrakaffinu“ frá Valentus Samkvæmt. 11. gr matvælalaga mega matvæli ekki innihalda lyf eða lyfjavirk efni. 30. júlí 2019 14:49 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Matvælastofnun varar við neyslu á „undrakaffinu“ frá Valentus Samkvæmt. 11. gr matvælalaga mega matvæli ekki innihalda lyf eða lyfjavirk efni. 30. júlí 2019 14:49