Þessi tuttugu koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims: Þrír frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 14:30 Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah eru allir tilnefndir. Getty/Laurence Griffiths Tíu knattspyrnukarlar og tíu knattspyrnukonur voru í dag tilnefnd sem besta knattspyrnufólk heims af Alþjóða knattspyrnusambandinu fyrir árið 2019. Það verður hægt að kjósa þau þrjú bestu hjá körlum og konum á heimasíðu FIFA en það mun síðan koma í ljós í september hver verða valin besti knattspyrnumaður og besta knattspyrnukona heims. Hér er í raun verið að velja knattspyrnufólk fyrir frammistöðu sína frá 25. maí 2018 til 7. júlí 2019. Það var hópur sérfræðinga sem setti saman þessar tilnefningar en FIFA gaf það síðan út í daga hvaða tuttugu leikmenn koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims. Efstu þrjú hjá körlum og konum verða tilkynnt seinna en sjálf verðlaunaafhendingin fer síðan fram í Mílanó á Ítalíu 23. september á The Best FIFA Football Awards. Evrópumeistarar Liverpool eiga þrjá leikmenn á listanum eða þá Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah. Á listanum eru fastamenn eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ásamt þeim Harry Kane, Eden Hazard og Kylian Mbappe. Þar eru líka hollensku unglingarnir Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn. Fjórir leikmenn úr heimsmeistaraliði Bandaríkjanna eru tilnefndar hjá konunum en það eru þær Megan Rapinoe, Alex Morgan, Rose Lavelle og Julie Ertz. Norðmenn eiga tvo á listanum eða þær Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen. Frakkar (Wendie Renard og Amandine Henry) og Englendingar (Lucy Bronze og Ellen White) eiga líka tvo leikmenn og þær tvær síðustu á listanum eru þær Vivianne Miedema frá Hollandi og Sam Kerr frá Ástralíu. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn.Ready? #TheBest Men's Player nominees:@Cristiano@DeJongFrenkie21 Matthijs de Ligt@hazardeden10@HKane Sadio Mane@KMbappe Lionel Messi@MoSalah@VirgilvDijk Voting NOW OPEN https://t.co/nw6p9KIcc6 — FIFA.com (@FIFAcom) July 31, 2019Here they are! #TheBest Women's Player nominees:@LucyBronze@julieertz@CarolineGrahamH@AdaStolsmo@amandinehenry6@samkerr1@roselavelle@VivianneMiedema@alexmorgan13@mPinoe@WRenard@ellsbells89 Voting NOW OPENhttps://t.co/t8x1884tdq — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 31, 2019 Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Tíu knattspyrnukarlar og tíu knattspyrnukonur voru í dag tilnefnd sem besta knattspyrnufólk heims af Alþjóða knattspyrnusambandinu fyrir árið 2019. Það verður hægt að kjósa þau þrjú bestu hjá körlum og konum á heimasíðu FIFA en það mun síðan koma í ljós í september hver verða valin besti knattspyrnumaður og besta knattspyrnukona heims. Hér er í raun verið að velja knattspyrnufólk fyrir frammistöðu sína frá 25. maí 2018 til 7. júlí 2019. Það var hópur sérfræðinga sem setti saman þessar tilnefningar en FIFA gaf það síðan út í daga hvaða tuttugu leikmenn koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims. Efstu þrjú hjá körlum og konum verða tilkynnt seinna en sjálf verðlaunaafhendingin fer síðan fram í Mílanó á Ítalíu 23. september á The Best FIFA Football Awards. Evrópumeistarar Liverpool eiga þrjá leikmenn á listanum eða þá Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah. Á listanum eru fastamenn eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ásamt þeim Harry Kane, Eden Hazard og Kylian Mbappe. Þar eru líka hollensku unglingarnir Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn. Fjórir leikmenn úr heimsmeistaraliði Bandaríkjanna eru tilnefndar hjá konunum en það eru þær Megan Rapinoe, Alex Morgan, Rose Lavelle og Julie Ertz. Norðmenn eiga tvo á listanum eða þær Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen. Frakkar (Wendie Renard og Amandine Henry) og Englendingar (Lucy Bronze og Ellen White) eiga líka tvo leikmenn og þær tvær síðustu á listanum eru þær Vivianne Miedema frá Hollandi og Sam Kerr frá Ástralíu. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn.Ready? #TheBest Men's Player nominees:@Cristiano@DeJongFrenkie21 Matthijs de Ligt@hazardeden10@HKane Sadio Mane@KMbappe Lionel Messi@MoSalah@VirgilvDijk Voting NOW OPEN https://t.co/nw6p9KIcc6 — FIFA.com (@FIFAcom) July 31, 2019Here they are! #TheBest Women's Player nominees:@LucyBronze@julieertz@CarolineGrahamH@AdaStolsmo@amandinehenry6@samkerr1@roselavelle@VivianneMiedema@alexmorgan13@mPinoe@WRenard@ellsbells89 Voting NOW OPENhttps://t.co/t8x1884tdq — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 31, 2019
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira