Brjálaðir yfir því að Ronaldo kom ekki við sögu og hóta lögsókn Anton Ingi Leifsson skrifar 31. júlí 2019 06:00 Ronaldo heilsar áhorfendur. vísir/getty Suður-kóreskir knattspyrnuáhugamenn eru ekki sáttir með framgöngu Juventus sem létu Cristiano Ronaldo sitja allan tímann á bekknum er liðið mætti stjörnuliði K-deildarinnar í Suður-Kóreu. Þegar samið var við Juventus um leikinn var í samningnum að Portúgalinn myndi í það minnsta spila í 45 mínútur. Það varð ekki raunin og Ronaldo sat allan tímann á bekknum. Það vakti ekki mikla lukku hjá þeim sem höfðu keypt miða á leikinn og voru þeir byrjaðir að syngja nafn Lionel Messi á pöllunum til þess að sýna ósætti sitt. Nú hafa nokkrir leitað til lögfræðistofunnar Myungan í Seoul vegna málsins. Þeir vilja fá skaðabætur upp á tæp 70 þúsund vonn, sem jafngildir 50 pundum en 50 pund kostaði á leikinn. Það er ekki það eina sem þeir vilja fá því þeir vilja einnig þúsund vonn í þóknun og að lokum eina milljón vonn hver og einn þeirra því þetta hafi valdið þeim hugarangri. „Þetta er átakanlegt fyrir stuðningsmennina, því þeir elska Ronaldo og vilja vera hann en þeir geta það ekki þegar svona staða kemur upp,“ sagði einn lögmaðurinn í samtali við Reuters.Angry South Korean football fans are seeking compensation after Cristiano Ronaldo who was contracted to play 45 minutes, failed to take to the pitch during a pre-season friendly. More here https://t.co/8wlN7sxGr5pic.twitter.com/SzawYO8aKj — BBC Sport (@BBCSport) July 30, 2019 Robin Chang, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins sem sá um leikinn milli Juventus og stjörnuliðsins, brotnaði niður í viðtali eftir leikinn og skildi ekkert í því afhverju Juventus hafi brotið samninginn. „Þegar ég fór og ræddi við Pavel Nedved, varaforseta Juventus, þá var það eina sem hann sagði að hann vildi einnig að Ronaldo myndi hlaupa en það gerði hann ekki. Fyrirgefðu og það er ekkert sem ég get gert, sagði hann,“ sagði Robin. Suður-kóreska knattspyrnusambandsins hefur nú þegar sent Juventus bréf þar sem kvartað er undan framkomu félagsins en margir stuðningsmenn Ronaldo hafa látið hann finna til tevatnsins á samfélagsmiðlum eftir atvikið. Ítalski boltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira
Suður-kóreskir knattspyrnuáhugamenn eru ekki sáttir með framgöngu Juventus sem létu Cristiano Ronaldo sitja allan tímann á bekknum er liðið mætti stjörnuliði K-deildarinnar í Suður-Kóreu. Þegar samið var við Juventus um leikinn var í samningnum að Portúgalinn myndi í það minnsta spila í 45 mínútur. Það varð ekki raunin og Ronaldo sat allan tímann á bekknum. Það vakti ekki mikla lukku hjá þeim sem höfðu keypt miða á leikinn og voru þeir byrjaðir að syngja nafn Lionel Messi á pöllunum til þess að sýna ósætti sitt. Nú hafa nokkrir leitað til lögfræðistofunnar Myungan í Seoul vegna málsins. Þeir vilja fá skaðabætur upp á tæp 70 þúsund vonn, sem jafngildir 50 pundum en 50 pund kostaði á leikinn. Það er ekki það eina sem þeir vilja fá því þeir vilja einnig þúsund vonn í þóknun og að lokum eina milljón vonn hver og einn þeirra því þetta hafi valdið þeim hugarangri. „Þetta er átakanlegt fyrir stuðningsmennina, því þeir elska Ronaldo og vilja vera hann en þeir geta það ekki þegar svona staða kemur upp,“ sagði einn lögmaðurinn í samtali við Reuters.Angry South Korean football fans are seeking compensation after Cristiano Ronaldo who was contracted to play 45 minutes, failed to take to the pitch during a pre-season friendly. More here https://t.co/8wlN7sxGr5pic.twitter.com/SzawYO8aKj — BBC Sport (@BBCSport) July 30, 2019 Robin Chang, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins sem sá um leikinn milli Juventus og stjörnuliðsins, brotnaði niður í viðtali eftir leikinn og skildi ekkert í því afhverju Juventus hafi brotið samninginn. „Þegar ég fór og ræddi við Pavel Nedved, varaforseta Juventus, þá var það eina sem hann sagði að hann vildi einnig að Ronaldo myndi hlaupa en það gerði hann ekki. Fyrirgefðu og það er ekkert sem ég get gert, sagði hann,“ sagði Robin. Suður-kóreska knattspyrnusambandsins hefur nú þegar sent Juventus bréf þar sem kvartað er undan framkomu félagsins en margir stuðningsmenn Ronaldo hafa látið hann finna til tevatnsins á samfélagsmiðlum eftir atvikið.
Ítalski boltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira