Olíuleki í Hvalfirði: „Við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans“ Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2019 20:25 Betur fór en á horfðist eftir að tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt með þeim afleiðingum að olía tók að leka úr vagninum innst í Hvalfirði, nánar tiltekið við Hvammsvík, rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Engin slys urðu á fólki. Í tengivagninum var rafgeymir sem verið var að flytja, og um sex þúsund lítra olíutankur sem tók að leka eftir að vagninn valt. Þórður Bogi Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir útlitið á vettvangi hafa verið ansi svart um tíma. „Það lak svolítið í lækinn sem er hérna fyrir neðan og við lokuðum bara af vettvanginn. Við komumst inn í gáminn fljótlega og sáum að mestur lekinn var úr aftasta hluta gámsins,“ segir Þórður. Hann segir að neistað hafi af rafgeyminum þegar vagninn var reistur við með krana. „Þannig að við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans því það var eldsneytislekinn, gufur frá honum og þessi neistamyndum þegar við lyftum gámnum.“ Hann segir mikla hættu hafa verið á vettvangi um tíma. Hann segir að með aðstoð Olíudreifingar hafi þó gengið prýðilega að reisa gáminn aftur við. Hann segir að unnið sé að því að sjúga upp þá olíu sem lak, eins verði öðru mokað upp. „Þetta er búið að vera bara gott samstarf allra aðila.“ Þórður segir bæði Heilbrigðiseftirlitinu sem og Umhverfisstofnun hafa verið gert viðvart um málið. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar séu þegar komnir á vettvang til þess að meta umhverfisáhrif lekans. Eins segist Þórður ekki eiga von á því að lekinn muni hafa varanleg áhrif á umhverfið. „Það er ekki kominn neinn flekkur í sjóinn hérna fyrir neðan. Við stífluðum strax þegar við komum á staðinn, þá mokuðum við fyrir ræsið. Þannig að ég held að það hafi komið í veg fyrir að það færi meira út í. En eitthvað hefur eflaust lekið,“ segir Þórður sem segist jafnframt ekki eiga von á því að þjóðvegurinn um Hvalfjörð verði lokaður lengi vegna óhappsins. Kjósarhreppur Slökkvilið Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Betur fór en á horfðist eftir að tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt með þeim afleiðingum að olía tók að leka úr vagninum innst í Hvalfirði, nánar tiltekið við Hvammsvík, rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Engin slys urðu á fólki. Í tengivagninum var rafgeymir sem verið var að flytja, og um sex þúsund lítra olíutankur sem tók að leka eftir að vagninn valt. Þórður Bogi Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir útlitið á vettvangi hafa verið ansi svart um tíma. „Það lak svolítið í lækinn sem er hérna fyrir neðan og við lokuðum bara af vettvanginn. Við komumst inn í gáminn fljótlega og sáum að mestur lekinn var úr aftasta hluta gámsins,“ segir Þórður. Hann segir að neistað hafi af rafgeyminum þegar vagninn var reistur við með krana. „Þannig að við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans því það var eldsneytislekinn, gufur frá honum og þessi neistamyndum þegar við lyftum gámnum.“ Hann segir mikla hættu hafa verið á vettvangi um tíma. Hann segir að með aðstoð Olíudreifingar hafi þó gengið prýðilega að reisa gáminn aftur við. Hann segir að unnið sé að því að sjúga upp þá olíu sem lak, eins verði öðru mokað upp. „Þetta er búið að vera bara gott samstarf allra aðila.“ Þórður segir bæði Heilbrigðiseftirlitinu sem og Umhverfisstofnun hafa verið gert viðvart um málið. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar séu þegar komnir á vettvang til þess að meta umhverfisáhrif lekans. Eins segist Þórður ekki eiga von á því að lekinn muni hafa varanleg áhrif á umhverfið. „Það er ekki kominn neinn flekkur í sjóinn hérna fyrir neðan. Við stífluðum strax þegar við komum á staðinn, þá mokuðum við fyrir ræsið. Þannig að ég held að það hafi komið í veg fyrir að það færi meira út í. En eitthvað hefur eflaust lekið,“ segir Þórður sem segist jafnframt ekki eiga von á því að þjóðvegurinn um Hvalfjörð verði lokaður lengi vegna óhappsins.
Kjósarhreppur Slökkvilið Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent