Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 15:06 Hlýjar nætur og hagstæð vindátt ráða mestu um hlýjan júlí mánuð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Það stefnir flest allt í að júlí mánuðurinn í ár verði sá hlýjasti sem vitað er um í Reykjavík. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur sem segir jafnt hitastig allan sólarhringinn eiga stærsta þáttinn í þessu meti. Þegar einn og hálfur sólarhringur er eftir af júlí mánuði stendur meðalhitinn í Reykjavík í 13,2 gráðum. Trausti segir það engan ofboðslega hita fljótt á litið en þó nokkur í svona langri mælingu, það er að segja yfir heilan mánuð. Hitinn á nóttunni hefur verið um 12 til 14 stig og munar þar um minna. Áður hafði meðalhiti í júlí mánuði í Reykjavík mælst 13,03 gráður árið 2010 og 1991 en einnig var fremur hlýtt í júlí árið 1936. Trausti segir hagstæða austanátt ráða miklu um þetta hitastig því þá berst hlýr vindur af landi til Reykjavíkur, ólíkt því sem gerist þegar vestan áttin dregur kalt loft frá hafi inn til borgarinnar.Á vef sínum Hungurdiskum bendir Trausti á að það stefni einnig í að mánuðurinn verði sá hlýjasti á öldinni við Faxaflóa. Kaldara hefur þó verið fyrir norðan og austan, ekki beint kalt en þó langt frá meðalhita. Á Suðurlandi og við Breiðafjörð hefur júlí mánuður verið sá næst hlýjasti og í hæsta þriðjungi einnig á Vestfjörðum og á Miðhálendinu. „Hiti í öðrum spásvæðum fellur á miðþriðjung - gróflega í meðallagi aldarinnar. Kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, hiti -0,3 stig neðan meðallags síðustu tíu ára - en það er reyndar hátt í langtímasamanburði - höfum það í huga. Á landsvísu virðist hitinn stefna á 10. til 15. hitasæti (af 140) - það munar litlu á röðinni, en er langt frá meti,“ skrifar Trausti á Hungurdiska. Reykjavík Veður Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Það stefnir flest allt í að júlí mánuðurinn í ár verði sá hlýjasti sem vitað er um í Reykjavík. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur sem segir jafnt hitastig allan sólarhringinn eiga stærsta þáttinn í þessu meti. Þegar einn og hálfur sólarhringur er eftir af júlí mánuði stendur meðalhitinn í Reykjavík í 13,2 gráðum. Trausti segir það engan ofboðslega hita fljótt á litið en þó nokkur í svona langri mælingu, það er að segja yfir heilan mánuð. Hitinn á nóttunni hefur verið um 12 til 14 stig og munar þar um minna. Áður hafði meðalhiti í júlí mánuði í Reykjavík mælst 13,03 gráður árið 2010 og 1991 en einnig var fremur hlýtt í júlí árið 1936. Trausti segir hagstæða austanátt ráða miklu um þetta hitastig því þá berst hlýr vindur af landi til Reykjavíkur, ólíkt því sem gerist þegar vestan áttin dregur kalt loft frá hafi inn til borgarinnar.Á vef sínum Hungurdiskum bendir Trausti á að það stefni einnig í að mánuðurinn verði sá hlýjasti á öldinni við Faxaflóa. Kaldara hefur þó verið fyrir norðan og austan, ekki beint kalt en þó langt frá meðalhita. Á Suðurlandi og við Breiðafjörð hefur júlí mánuður verið sá næst hlýjasti og í hæsta þriðjungi einnig á Vestfjörðum og á Miðhálendinu. „Hiti í öðrum spásvæðum fellur á miðþriðjung - gróflega í meðallagi aldarinnar. Kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, hiti -0,3 stig neðan meðallags síðustu tíu ára - en það er reyndar hátt í langtímasamanburði - höfum það í huga. Á landsvísu virðist hitinn stefna á 10. til 15. hitasæti (af 140) - það munar litlu á röðinni, en er langt frá meti,“ skrifar Trausti á Hungurdiska.
Reykjavík Veður Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira