Matvælastofnun skoðar örvandi "undrakaffi“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 14:00 Kaffið inniheldur efni sem er bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Vísir/Getty Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit eru með kaffi og kakó til skoðunar sem lofað er að hjálpi fólki við þyngdarstjórnun. Kaffið og kakóið inniheldur efni sem er á lista yfir bönnuð efni hjá Alþjóðlyfjaeftirlitinu WADA. Yrði einhver uppvís að notkun þess í keppni færi hann í keppnisbann. Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir í samtali við Vísi að kaffið og kakóið innihaldi Beta Phenylethylamine sem er bannaða efnið. Um er að ræða Valentus Slim Roast Optimum kaffi og Optimum kakó frá sama framleiðanda. Er kaffið kallað „undrakaffi“ af söluaðila. Ingibjörg segir vörurnar sendar beint frá Bandaríkjunum til Íslands en þær eru auglýstar á samfélagsmiðlum og vef. Hún segir tilkynningar hafa borist Matvælastofnun um þessar vörur undanfarna daga en frá Lyfjaeftirliti ÍSÍ fengust þau svör að Beta Phenylethylamine væri bannað í íþróttakeppnum vegna örvandi eiginleika. Málið er því komið í farveg hjá Matvælastofnun sem og heilbrigðiseftirliti sem fer með eftirlit á sölu og dreifingu í sveitarfélögum. Ekki hefur þó verið ákveðið að grípa til einhverra aðgerða að svo komnu máli. Fyrirtækið sem framleiðir þessar vörur býður upp á tekjutækifæri fyrir sjálfstæða dreifingaraðila sem deila vörunum og byggja upp teymi annarra sjálfstæðra dreifingaraðila sem gera hið sama. Þessir aðilar eru verðlaunaðir með þóknun á vörusölunni samkvæmt tekjukerfi fyrirtækisins. Tekjukerfið er með 6 mismunandi tekjuleiðir, niður margar hæðir í teyminu. Heilsa Lyf Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit eru með kaffi og kakó til skoðunar sem lofað er að hjálpi fólki við þyngdarstjórnun. Kaffið og kakóið inniheldur efni sem er á lista yfir bönnuð efni hjá Alþjóðlyfjaeftirlitinu WADA. Yrði einhver uppvís að notkun þess í keppni færi hann í keppnisbann. Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir í samtali við Vísi að kaffið og kakóið innihaldi Beta Phenylethylamine sem er bannaða efnið. Um er að ræða Valentus Slim Roast Optimum kaffi og Optimum kakó frá sama framleiðanda. Er kaffið kallað „undrakaffi“ af söluaðila. Ingibjörg segir vörurnar sendar beint frá Bandaríkjunum til Íslands en þær eru auglýstar á samfélagsmiðlum og vef. Hún segir tilkynningar hafa borist Matvælastofnun um þessar vörur undanfarna daga en frá Lyfjaeftirliti ÍSÍ fengust þau svör að Beta Phenylethylamine væri bannað í íþróttakeppnum vegna örvandi eiginleika. Málið er því komið í farveg hjá Matvælastofnun sem og heilbrigðiseftirliti sem fer með eftirlit á sölu og dreifingu í sveitarfélögum. Ekki hefur þó verið ákveðið að grípa til einhverra aðgerða að svo komnu máli. Fyrirtækið sem framleiðir þessar vörur býður upp á tekjutækifæri fyrir sjálfstæða dreifingaraðila sem deila vörunum og byggja upp teymi annarra sjálfstæðra dreifingaraðila sem gera hið sama. Þessir aðilar eru verðlaunaðir með þóknun á vörusölunni samkvæmt tekjukerfi fyrirtækisins. Tekjukerfið er með 6 mismunandi tekjuleiðir, niður margar hæðir í teyminu.
Heilsa Lyf Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira