Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 11:03 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. Mikilvægt sé að borgin standi sig betur í samráði og upplýsingagjöf til fyrirtækjaeigenda í nágrenni umfangsmikilla framkvæmda. Eigendur Dills sögðu í gær að framkvæmdir á Hverfisgötu hefðu reynst rekstrinum afar erfiðar og átt þátt í falli staðarins.Martraðarkenndar framkvæmdir Fregnir af lokun Dills bárust í fyrradag og í gærmorgun varð ljóst að Mikkeller & Friends og Systur, sem deildu húsnæði með Dill, hefðu einnig sungið sitt síðasta. Heimildir Vísis herma að þungur rekstur Mikkeller & Friends og Systur hafi að endingu orðið báðum stöðum að falli en sömu eigendur stóðu að báðum stöðum.Sjá einnig: Erfiður vetur sem varð að martröð Gunnar Karl Gíslason einn eigenda staðanna sagði í samskiptum við Vísi í gær að gatnaframkvæmdirnar á Hverfisgötu hefðu einnig reynst rekstrinum erfiðar og lýsti framkvæmdunum raunar sem „martröð“. Framkvæmdirnar hafa sett svip á götuna undanfarna mánuði, með tilheyrandi raski á umferð akandi og gangandi vegfarenda.Frá framkvæmdunum á Vegamótastíg í fyrra.Vísir/Einar ÁrnasonÞá er þetta ekki í fyrsta sinn sem eigendur í veitingageiranum tengja framkvæmdir við erfiðleika í rekstri. Í byrjun september í fyrra tilkynnti eigandi veitinga- og skemmtistaðarins Vegamóta að staðnum yrði lokað. Hann sagði ástæðuna vera tíma- og plássfrekar framkvæmdir fyrir framan staðinn við Vegamótastíg og sagði það ámælisvert að borgaryfirvöld gætu farið í slíkar framkvæmdir án þess að hafa samráð við atvinnurekendur og fyrirtæki við götuna.Snýst um upplýsingagjöf og samvinnu Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, ræddi framkvæmdir borgarinnar í samhengi við lokun Dills, Systur og Mikkeller & Friends í Reykjavík síðdegis í gær. Hún sagði að mikil eftirsjá yrði af Dill en borgin gæti dregið lærdóm af málinu. „Já, það er alltaf eitthvað sem má betur fara. Og sérstaklega samráð við verslunareigendur og veitingahúsaeigendur, það varðar upplýsingagjöf hjá okkur, borginni, í tengslum við þessa framkvæmd og framkvæmdir almennt.“Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/ReykjavíkurborgSigurborg benti á að umfangsmikil framkvæmd á borð við þessa sé dýr og þar af leiðandi á fjárfestingaáætlun og undirbúin yfir veturinn. Hún sé svo boðin út um vorið og framkvæmdir standa yfir um sumarið. Þannig viti borgaryfirvöld oft af framkvæmdum áður en farið er í samráð við fyrirtækjaeigendur sem framkvæmdirnar komi til með að hafa áhrif á. Ef til vill þyrfti því að setjast fyrr niður með eigendum og upplýsa þá um framvindu mála. „Þetta snýst um upplýsingagjöf og samvinnu, þannig að við getum tryggt aðgengi að húsunum. Við reynum að sjálfsögðu að vanda okkur við þetta og setjum mjög skýrar kvaðir þegar við erum að bjóða út,“ sagði Sigurborg.Bætur og ívilnanir ólíklegar Aðspurð taldi hún þó ólíklegt að rekstraraðilar á borð við eigendur Dills gætu sótt bætur hjá borginni vegna rasks af völdum framkvæmda. Þá sá hún ekki fyrir sér að borgin gæti boðið rekstraraðilum upp á einhvers konar „ívilnanir“ til að koma til móts við þá. „Ég held nú ekki. Málið er að þetta er að sjálfsögðu ekki ein ástæða. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að fyrirtæki eða veitingahús geti ekki haldið áfram rekstri þannig að ég held að það sé ekki hægt að beintengja þetta við eina ástæðu umfram aðra,“ sagði Sigurborg. „En við erum að sjálfsögðu að gera miklu betra aðgengi fyrir gangandi með framkvæmdinni. Við erum að gera borgina fallegri og sérstaklega þennan hluta götunnar þannig að þetta verður fallegra og betra umhverfi fyrir alla þegar framkvæmdum lýkur en er mjög erfiður tími á meðan framkvæmdum stendur.“Viðtalið við Sigurborgu má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31 Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. Mikilvægt sé að borgin standi sig betur í samráði og upplýsingagjöf til fyrirtækjaeigenda í nágrenni umfangsmikilla framkvæmda. Eigendur Dills sögðu í gær að framkvæmdir á Hverfisgötu hefðu reynst rekstrinum afar erfiðar og átt þátt í falli staðarins.Martraðarkenndar framkvæmdir Fregnir af lokun Dills bárust í fyrradag og í gærmorgun varð ljóst að Mikkeller & Friends og Systur, sem deildu húsnæði með Dill, hefðu einnig sungið sitt síðasta. Heimildir Vísis herma að þungur rekstur Mikkeller & Friends og Systur hafi að endingu orðið báðum stöðum að falli en sömu eigendur stóðu að báðum stöðum.Sjá einnig: Erfiður vetur sem varð að martröð Gunnar Karl Gíslason einn eigenda staðanna sagði í samskiptum við Vísi í gær að gatnaframkvæmdirnar á Hverfisgötu hefðu einnig reynst rekstrinum erfiðar og lýsti framkvæmdunum raunar sem „martröð“. Framkvæmdirnar hafa sett svip á götuna undanfarna mánuði, með tilheyrandi raski á umferð akandi og gangandi vegfarenda.Frá framkvæmdunum á Vegamótastíg í fyrra.Vísir/Einar ÁrnasonÞá er þetta ekki í fyrsta sinn sem eigendur í veitingageiranum tengja framkvæmdir við erfiðleika í rekstri. Í byrjun september í fyrra tilkynnti eigandi veitinga- og skemmtistaðarins Vegamóta að staðnum yrði lokað. Hann sagði ástæðuna vera tíma- og plássfrekar framkvæmdir fyrir framan staðinn við Vegamótastíg og sagði það ámælisvert að borgaryfirvöld gætu farið í slíkar framkvæmdir án þess að hafa samráð við atvinnurekendur og fyrirtæki við götuna.Snýst um upplýsingagjöf og samvinnu Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, ræddi framkvæmdir borgarinnar í samhengi við lokun Dills, Systur og Mikkeller & Friends í Reykjavík síðdegis í gær. Hún sagði að mikil eftirsjá yrði af Dill en borgin gæti dregið lærdóm af málinu. „Já, það er alltaf eitthvað sem má betur fara. Og sérstaklega samráð við verslunareigendur og veitingahúsaeigendur, það varðar upplýsingagjöf hjá okkur, borginni, í tengslum við þessa framkvæmd og framkvæmdir almennt.“Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/ReykjavíkurborgSigurborg benti á að umfangsmikil framkvæmd á borð við þessa sé dýr og þar af leiðandi á fjárfestingaáætlun og undirbúin yfir veturinn. Hún sé svo boðin út um vorið og framkvæmdir standa yfir um sumarið. Þannig viti borgaryfirvöld oft af framkvæmdum áður en farið er í samráð við fyrirtækjaeigendur sem framkvæmdirnar komi til með að hafa áhrif á. Ef til vill þyrfti því að setjast fyrr niður með eigendum og upplýsa þá um framvindu mála. „Þetta snýst um upplýsingagjöf og samvinnu, þannig að við getum tryggt aðgengi að húsunum. Við reynum að sjálfsögðu að vanda okkur við þetta og setjum mjög skýrar kvaðir þegar við erum að bjóða út,“ sagði Sigurborg.Bætur og ívilnanir ólíklegar Aðspurð taldi hún þó ólíklegt að rekstraraðilar á borð við eigendur Dills gætu sótt bætur hjá borginni vegna rasks af völdum framkvæmda. Þá sá hún ekki fyrir sér að borgin gæti boðið rekstraraðilum upp á einhvers konar „ívilnanir“ til að koma til móts við þá. „Ég held nú ekki. Málið er að þetta er að sjálfsögðu ekki ein ástæða. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að fyrirtæki eða veitingahús geti ekki haldið áfram rekstri þannig að ég held að það sé ekki hægt að beintengja þetta við eina ástæðu umfram aðra,“ sagði Sigurborg. „En við erum að sjálfsögðu að gera miklu betra aðgengi fyrir gangandi með framkvæmdinni. Við erum að gera borgina fallegri og sérstaklega þennan hluta götunnar þannig að þetta verður fallegra og betra umhverfi fyrir alla þegar framkvæmdum lýkur en er mjög erfiður tími á meðan framkvæmdum stendur.“Viðtalið við Sigurborgu má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31 Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31
Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30