Sagnfræði á toppnum Kolbrún Berþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 08:30 Bókin er afar vinsæl. Venjulega trónir glæpasaga í efsta sæti metsölulista Eymundsson. Listi síðustu viku er óvenjulegur að því leyti að í efsta sæti listans er Sapiens eftir Yuval Noah Harari í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Strax við útkomu rauk bókin í fyrsta sæti listans. Í Sapiens fer sagnfræðiprófessorinn Yuval Noah Harari yfir gjörvalla mannkynssöguna, frá árdögum til nútímans, og notar meðal annars líffræði, mannfræði, fornleifafræði og umhverfisfræði til að sýna hvernig sagan hefur mótað manninn og maðurinn söguna. Hann leitast meðal annars við að svara spurningum eins og: Hvers vegna varð tegundin okkar ofan á í baráttunni um yfirráð jarðarinnar? Hvað varð til þess að forfeður okkar og formæður hópuðu sig saman og fóru að byggja borgir og stofna ríki? Hvernig stóð á því að við mótuðum hugmyndir um guði, þjóðerni, mannréttindi; bjuggum til gjaldmiðla, lög og kenningar sem við treystum? Hvernig urðum við þrælar skriffinnsku, skipulags og neysluhyggju? Og hvert stefnum við, hvernig verður framtíð mannkynsins? Bókin hefur hefur farið sigurför um heiminn; hún hefur komið út í 49 löndum og selst í meira en 5 milljónum eintaka. Í öðru sæti metsölulistans er Svört perla eftir hina sívinsælu Lizu Marklund og í því þriðja og fjórða eru sömuleiðis glæpasögur, Annabelle eftir Linu Bengtsdotter og Feilspor eftir Maria Adolfsdotter. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Venjulega trónir glæpasaga í efsta sæti metsölulista Eymundsson. Listi síðustu viku er óvenjulegur að því leyti að í efsta sæti listans er Sapiens eftir Yuval Noah Harari í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Strax við útkomu rauk bókin í fyrsta sæti listans. Í Sapiens fer sagnfræðiprófessorinn Yuval Noah Harari yfir gjörvalla mannkynssöguna, frá árdögum til nútímans, og notar meðal annars líffræði, mannfræði, fornleifafræði og umhverfisfræði til að sýna hvernig sagan hefur mótað manninn og maðurinn söguna. Hann leitast meðal annars við að svara spurningum eins og: Hvers vegna varð tegundin okkar ofan á í baráttunni um yfirráð jarðarinnar? Hvað varð til þess að forfeður okkar og formæður hópuðu sig saman og fóru að byggja borgir og stofna ríki? Hvernig stóð á því að við mótuðum hugmyndir um guði, þjóðerni, mannréttindi; bjuggum til gjaldmiðla, lög og kenningar sem við treystum? Hvernig urðum við þrælar skriffinnsku, skipulags og neysluhyggju? Og hvert stefnum við, hvernig verður framtíð mannkynsins? Bókin hefur hefur farið sigurför um heiminn; hún hefur komið út í 49 löndum og selst í meira en 5 milljónum eintaka. Í öðru sæti metsölulistans er Svört perla eftir hina sívinsælu Lizu Marklund og í því þriðja og fjórða eru sömuleiðis glæpasögur, Annabelle eftir Linu Bengtsdotter og Feilspor eftir Maria Adolfsdotter.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira