Tónleikarnir opna á að aðrar stórstjörnur komi hingað til lands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2019 11:53 Tugþúsundir munu sækja tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli. Vísir/Getty Takmarkanir verða settar á umferð í kringum Laugardal þegar tónleikastjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalsvelli á laugardag og sunnudag. Blíðskaparveðri er spáð báða tónleikadagana. Tveir dagar eru þangað til breska poppstjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalvelli á sínum fyrri tónleikum sem hann heldur hér á landi. Fljót seldist upp á tónleikana þegar miðasala fór í gang, eða þrjátíu þúsund miðar, þannig að ákveðið var að setja upp aukatónleika á sunnudagskvöld. Undirbúningur er í fullum gangi á Laugardalsvelli og búið er að reisa risavaxið sjöhundruð fermetra svið en búnaðurinn sem tónlistarmaðurinn kemur með vegur um 1500 tonn. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live hefur veg og vanda að skipulagi tónleikanna og uppsetningu þeirra og segir hann undirbúning gagna vel en í heildina munu um fimmtíu þúsund manns sjá Ed Sheeran um helgina. „Það bara gengur mjög vel. Þetta er allt á áætlun. Ég er hérna að horfa á menn leggja gólfið yfir grasið og sviðið er alltaf að taka á sig meiri og meiri mynd. Þetta er mjög aðdáunarvert og þetta gengur mjög vel,“ segir Ísleifur.Umferð um Laugardal takmörkuð á laugardag og sunnudag Umferð um tónleikasvæðið verður takmörkuð bæði á laugardag og sunnudag og til að mynda verður Suðurlandsbraut lokað að hluta á meðan tónleikum stendur. „Það eru skýringarmyndir inni á vefsíðunni okkar. Þær eru frekar takmarkaðar fyrir fólk hérna í hverfinu. Við höfum unnið þetta í samráði við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og reynt að gera sem allra minnstu truflun,“ segir Ísleifur. Ed Sheeran hélt tónleika í Búdapest í gær en búist er við að poppstjarnan komi til landsins í dag eða á morgun. Ísleifur segir veðurspána gerir ráð fyrir afskaplega góðu veðri á laugardag sem hjálpi mikið til. Fleiri tónlistarmenn munu einnig koma fram sem eru síður þekktari. „Þetta er svona hálf fáránlegt hversu stórar stjörnur eru að hita upp fyrir Ed Sheeran. Sarah Larsson fyllti Laugardalshöllina á tónleikum sem við héldum í október 2017 og svo er James Bay stórstjarna líka og svo er Glowie okkar, sem byrjar tónleikana klukkan 18:00,“ segir Ísleifur.Hvaða stórstjarna heldur tónleika næst á Íslandi? Ísleifur segir að umboðsaðilar annarra tónlistarmanna fylgist með hvernig þessir tónleikar ganga og að það geti opnað á að aðrar stórstjörnur haldi tónleika hér á landi. „Við munum örugglega hefja viðræður við einhverja þeirra eftir þessa tónleika,“ segir ÍsleifurHver er draumurinn? „Það væri gaman að ná Rolling Stones, Paul McCartney eða U2,“ segir Ísleifur. Ertu að skoða þá möguleika? „Við erum í sambandi við alla um allt,“ segir Ísleifur. Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Laugardalsvöllur Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið Lítið annað en norðan átt í kortunum fram í næstu viku. 8. ágúst 2019 08:37 Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig Tónleikar Eds Sheeran, stærstu stjörnu heims, verða þeir langstærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi. Koma hans hefur átt sér langan aðdraganda og hann mætir með yfir 1.500 tonn af búnaði. 8. ágúst 2019 11:15 Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel, segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Takmarkanir verða settar á umferð í kringum Laugardal þegar tónleikastjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalsvelli á laugardag og sunnudag. Blíðskaparveðri er spáð báða tónleikadagana. Tveir dagar eru þangað til breska poppstjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalvelli á sínum fyrri tónleikum sem hann heldur hér á landi. Fljót seldist upp á tónleikana þegar miðasala fór í gang, eða þrjátíu þúsund miðar, þannig að ákveðið var að setja upp aukatónleika á sunnudagskvöld. Undirbúningur er í fullum gangi á Laugardalsvelli og búið er að reisa risavaxið sjöhundruð fermetra svið en búnaðurinn sem tónlistarmaðurinn kemur með vegur um 1500 tonn. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live hefur veg og vanda að skipulagi tónleikanna og uppsetningu þeirra og segir hann undirbúning gagna vel en í heildina munu um fimmtíu þúsund manns sjá Ed Sheeran um helgina. „Það bara gengur mjög vel. Þetta er allt á áætlun. Ég er hérna að horfa á menn leggja gólfið yfir grasið og sviðið er alltaf að taka á sig meiri og meiri mynd. Þetta er mjög aðdáunarvert og þetta gengur mjög vel,“ segir Ísleifur.Umferð um Laugardal takmörkuð á laugardag og sunnudag Umferð um tónleikasvæðið verður takmörkuð bæði á laugardag og sunnudag og til að mynda verður Suðurlandsbraut lokað að hluta á meðan tónleikum stendur. „Það eru skýringarmyndir inni á vefsíðunni okkar. Þær eru frekar takmarkaðar fyrir fólk hérna í hverfinu. Við höfum unnið þetta í samráði við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og reynt að gera sem allra minnstu truflun,“ segir Ísleifur. Ed Sheeran hélt tónleika í Búdapest í gær en búist er við að poppstjarnan komi til landsins í dag eða á morgun. Ísleifur segir veðurspána gerir ráð fyrir afskaplega góðu veðri á laugardag sem hjálpi mikið til. Fleiri tónlistarmenn munu einnig koma fram sem eru síður þekktari. „Þetta er svona hálf fáránlegt hversu stórar stjörnur eru að hita upp fyrir Ed Sheeran. Sarah Larsson fyllti Laugardalshöllina á tónleikum sem við héldum í október 2017 og svo er James Bay stórstjarna líka og svo er Glowie okkar, sem byrjar tónleikana klukkan 18:00,“ segir Ísleifur.Hvaða stórstjarna heldur tónleika næst á Íslandi? Ísleifur segir að umboðsaðilar annarra tónlistarmanna fylgist með hvernig þessir tónleikar ganga og að það geti opnað á að aðrar stórstjörnur haldi tónleika hér á landi. „Við munum örugglega hefja viðræður við einhverja þeirra eftir þessa tónleika,“ segir ÍsleifurHver er draumurinn? „Það væri gaman að ná Rolling Stones, Paul McCartney eða U2,“ segir Ísleifur. Ertu að skoða þá möguleika? „Við erum í sambandi við alla um allt,“ segir Ísleifur.
Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Laugardalsvöllur Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið Lítið annað en norðan átt í kortunum fram í næstu viku. 8. ágúst 2019 08:37 Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig Tónleikar Eds Sheeran, stærstu stjörnu heims, verða þeir langstærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi. Koma hans hefur átt sér langan aðdraganda og hann mætir með yfir 1.500 tonn af búnaði. 8. ágúst 2019 11:15 Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel, segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið Lítið annað en norðan átt í kortunum fram í næstu viku. 8. ágúst 2019 08:37
Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig Tónleikar Eds Sheeran, stærstu stjörnu heims, verða þeir langstærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi. Koma hans hefur átt sér langan aðdraganda og hann mætir með yfir 1.500 tonn af búnaði. 8. ágúst 2019 11:15
Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel, segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. 6. ágúst 2019 16:53