Arnar: Þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. ágúst 2019 21:53 Arnar Gunnlaugsson. vísir/getty „Þau eru bara ömurleg, það er ógeðslegt að tapa fótboltaleikjum en við vorum ekki mættir fyrstu 60 mínúturnar. Sumir enn í Verslunarmannahelgargír. Einföldustu sendingar og allt sem við stöndum fyrir var ekki að gerast í kvöld, sérstaklega fyrsta klukkutímann,“ sagði svekktur Arnar Gunnlaugsson að loknu 2-1 tapi Víkings á Samsung vellinum í Garðabænum í Pepsi Max deild karla í kvöld. Arnar hélt áfram. „Vorum alltaf ógnandi en í hálfleik þurftum við ekki mikið til að vinna leikinn en við gáfum þeim tvö einföld mörk í byrjun seinni hálfleiks en eftir það áttum við bara leikinn með húð og hári. Það var bara ekki nóg því það var orðið of seint, við vorum bara lélegir í kvöld. „Þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn.“ Arnar játti því að mögulega var þjálfarateymi Víkinga of gott við leikmenn yfir Verslunarmannahelgina. „Mögulega. Við erum að fara í erfitt prógram þar sem við spilum 4-5 leiki á tveimur og hálfri viku þannig að við gáfum þeim tvo daga frí en hver og einn verður að hugsa um sjálfan sig. Þetta er ekkert flókið. Þú ert hálf-atvinnumaður, þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn svo auðvitað treystir maður leikmönnum til að standa sig og standa sína plik en menn voru bara sofandi fyrstu 60 mínúturnar. Þetta voru svo einfaldar sendingar, ég og þú gætum gert þessar sendingar í strigaskónum okkar. Það var engin ákefð og án þessara hluta vinnuru ekki fótboltaleik gegn liði eins og Stjörnunni.“ Að lokum var Arnar spurður út í Óttar Magnús Karlsson og innkomu hans í Víkings liðið en Óttar Magnús skoraði mark Víkinga í Garðabænum í kvöld. „Við höfum fengið marga af þessum ungu strákum til baka, misbugaðir á líkama og sál. Þetta eru náttúrulega vonir, draumar og væntingar sem hafa farið aðeins forgörðum í atvinnumennskunni og það er okkar hlutverk að byggja þá upp. Það tók Guðmund Andra [Tryggvason] nokkra leiki, Atla Hrafn [Andrason] nokkra leiki, Júlla [Júlíus Magnússon] nokkra leiki og það sama mun eiga við um Óttar en við sjáum strax gæðin.“ „Þessir strákar fóru í atvinnumennsku út af ástæðu, þeir eru betri en þeir leikmenn sem eru hér á Íslandi. Ekkert flóknara en það. Þannig þeir vita að þeir eru betri en maður veit aldrei hversu langan tíma það tekur að ná fyrri styrk aftur en vonandi fyrir okkur er það fyrr heldur en seinna,“ sagði Arnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur R. 2-1 | Garðbæingar upp í 3. sætið Stjarnan er ósigrað í síðustu sex deildarleikjum. 7. ágúst 2019 22:15 Heiðar: Við ætlum að lenda í topp þremur Heiðar Ægison var alsæll eftir sigur Stjörnunnar í kvöld. 7. ágúst 2019 21:39 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Þau eru bara ömurleg, það er ógeðslegt að tapa fótboltaleikjum en við vorum ekki mættir fyrstu 60 mínúturnar. Sumir enn í Verslunarmannahelgargír. Einföldustu sendingar og allt sem við stöndum fyrir var ekki að gerast í kvöld, sérstaklega fyrsta klukkutímann,“ sagði svekktur Arnar Gunnlaugsson að loknu 2-1 tapi Víkings á Samsung vellinum í Garðabænum í Pepsi Max deild karla í kvöld. Arnar hélt áfram. „Vorum alltaf ógnandi en í hálfleik þurftum við ekki mikið til að vinna leikinn en við gáfum þeim tvö einföld mörk í byrjun seinni hálfleiks en eftir það áttum við bara leikinn með húð og hári. Það var bara ekki nóg því það var orðið of seint, við vorum bara lélegir í kvöld. „Þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn.“ Arnar játti því að mögulega var þjálfarateymi Víkinga of gott við leikmenn yfir Verslunarmannahelgina. „Mögulega. Við erum að fara í erfitt prógram þar sem við spilum 4-5 leiki á tveimur og hálfri viku þannig að við gáfum þeim tvo daga frí en hver og einn verður að hugsa um sjálfan sig. Þetta er ekkert flókið. Þú ert hálf-atvinnumaður, þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn svo auðvitað treystir maður leikmönnum til að standa sig og standa sína plik en menn voru bara sofandi fyrstu 60 mínúturnar. Þetta voru svo einfaldar sendingar, ég og þú gætum gert þessar sendingar í strigaskónum okkar. Það var engin ákefð og án þessara hluta vinnuru ekki fótboltaleik gegn liði eins og Stjörnunni.“ Að lokum var Arnar spurður út í Óttar Magnús Karlsson og innkomu hans í Víkings liðið en Óttar Magnús skoraði mark Víkinga í Garðabænum í kvöld. „Við höfum fengið marga af þessum ungu strákum til baka, misbugaðir á líkama og sál. Þetta eru náttúrulega vonir, draumar og væntingar sem hafa farið aðeins forgörðum í atvinnumennskunni og það er okkar hlutverk að byggja þá upp. Það tók Guðmund Andra [Tryggvason] nokkra leiki, Atla Hrafn [Andrason] nokkra leiki, Júlla [Júlíus Magnússon] nokkra leiki og það sama mun eiga við um Óttar en við sjáum strax gæðin.“ „Þessir strákar fóru í atvinnumennsku út af ástæðu, þeir eru betri en þeir leikmenn sem eru hér á Íslandi. Ekkert flóknara en það. Þannig þeir vita að þeir eru betri en maður veit aldrei hversu langan tíma það tekur að ná fyrri styrk aftur en vonandi fyrir okkur er það fyrr heldur en seinna,“ sagði Arnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur R. 2-1 | Garðbæingar upp í 3. sætið Stjarnan er ósigrað í síðustu sex deildarleikjum. 7. ágúst 2019 22:15 Heiðar: Við ætlum að lenda í topp þremur Heiðar Ægison var alsæll eftir sigur Stjörnunnar í kvöld. 7. ágúst 2019 21:39 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur R. 2-1 | Garðbæingar upp í 3. sætið Stjarnan er ósigrað í síðustu sex deildarleikjum. 7. ágúst 2019 22:15
Heiðar: Við ætlum að lenda í topp þremur Heiðar Ægison var alsæll eftir sigur Stjörnunnar í kvöld. 7. ágúst 2019 21:39