Kennir foreldrunum um ófarir fyrrum bestu golfkonu heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 11:30 Lydia Ko á Opna breska um helgina. AP/Steven Paston Hún var ein allra besta golfkona heims þegar hún rak þjálfara sinn fyrir tæpum þremur árum. Nú gengur allt á afturfótunum hjá Lydiu Ko og gamli þjálfarinn hefur nú sagt sína skoðun. Lydia Ko var aðeins 17 ára og níu mánaða þegar hún komst í efsta sæti heimslistans og var sú yngsta til að ná því hjá bæði körlum og konum. Hún varð einnig sú yngsta til að vinna risamót þegar hún vann Evian mótið í Frakklandi 18 ára, 4 mánaða og 20 daga gömul í september 2015. Hún varð fyrsta konan á LPGA mótaröðinni til að vinna að minnsta kosti tvær milljónir Bandaríkjadala á fyrstu þremur árum sínum á mótaröðinni. Það gekk allt upp hjá henni fyrstu árin. David Leadbetter var þá þjálfari hennar en hún lét hann fara í desember 2016 eftir að hafa unnið sautján LPGA-mót, tvö risamót og komst á topp heimslistans undir hans leiðsögn. Síðan þá hefur Lydia Ko ekki unnið eitt golfmót og er komin niður fyrir tuttugasta sæti heimslistans. Lydia Ko er ekki búin að ná niðurskurðinum á tveimur síðustu risamótum og það er ljóst að það er eitthvað mikið að hjá henni. Gamli þjálfari segist vita hvað sá aðalvandamálið.Lydia Ko's coach says the young golfer's struggles come in large part due to her parents. "A case of unbelievable ignorance," he says. https://t.co/2KW2m4MOt1 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 6, 2019 „Ég vona að hún nái sjálfstraustinu sínu aftur en það er aldrei auðvelt. Foreldrar hennar þurfa að svara fyrir heilmikið og fyrir það að vera búin að sýna ótrúlega fáfræði,“ sagði David Leadbetter í útvarpsviðtali sem New Zealand Herald segir frá. „Ég er reiður yfir þessu. Ég er líka sár því ég veit hvað hún getur. Það er sorglegt að sjá hana spila svona,“ sagði Leadbetter. Leadbetter bendir á það að allar breytingar sem hún hefur gert á síðustu árum, á útbúnaði, á þjálfara og á kylfusveini, eru vegna þessa að viðkomandi aðilar hafi gagnrýnt foreldra hennar. „Þausegja henni hvenær hún eigi að fara sofa, hvað hún eigi að borða, hverju hún eigi að klæðast, hvenær hún eigi að æfa og hvað hún eigi að æfa. Þeir krefjast þess síðan að hún vinni öll mót,“ sagði Leadbetter. Árið 2019 hjá Lydia Ko hefur verið skelfilegt. Hún er dottin niður í 24. sæti heimslistans og hefur aðeins náð fjórum sinnum að vera inn á topp tíu á mótaröðinni á þessu ári. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hún var ein allra besta golfkona heims þegar hún rak þjálfara sinn fyrir tæpum þremur árum. Nú gengur allt á afturfótunum hjá Lydiu Ko og gamli þjálfarinn hefur nú sagt sína skoðun. Lydia Ko var aðeins 17 ára og níu mánaða þegar hún komst í efsta sæti heimslistans og var sú yngsta til að ná því hjá bæði körlum og konum. Hún varð einnig sú yngsta til að vinna risamót þegar hún vann Evian mótið í Frakklandi 18 ára, 4 mánaða og 20 daga gömul í september 2015. Hún varð fyrsta konan á LPGA mótaröðinni til að vinna að minnsta kosti tvær milljónir Bandaríkjadala á fyrstu þremur árum sínum á mótaröðinni. Það gekk allt upp hjá henni fyrstu árin. David Leadbetter var þá þjálfari hennar en hún lét hann fara í desember 2016 eftir að hafa unnið sautján LPGA-mót, tvö risamót og komst á topp heimslistans undir hans leiðsögn. Síðan þá hefur Lydia Ko ekki unnið eitt golfmót og er komin niður fyrir tuttugasta sæti heimslistans. Lydia Ko er ekki búin að ná niðurskurðinum á tveimur síðustu risamótum og það er ljóst að það er eitthvað mikið að hjá henni. Gamli þjálfari segist vita hvað sá aðalvandamálið.Lydia Ko's coach says the young golfer's struggles come in large part due to her parents. "A case of unbelievable ignorance," he says. https://t.co/2KW2m4MOt1 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 6, 2019 „Ég vona að hún nái sjálfstraustinu sínu aftur en það er aldrei auðvelt. Foreldrar hennar þurfa að svara fyrir heilmikið og fyrir það að vera búin að sýna ótrúlega fáfræði,“ sagði David Leadbetter í útvarpsviðtali sem New Zealand Herald segir frá. „Ég er reiður yfir þessu. Ég er líka sár því ég veit hvað hún getur. Það er sorglegt að sjá hana spila svona,“ sagði Leadbetter. Leadbetter bendir á það að allar breytingar sem hún hefur gert á síðustu árum, á útbúnaði, á þjálfara og á kylfusveini, eru vegna þessa að viðkomandi aðilar hafi gagnrýnt foreldra hennar. „Þausegja henni hvenær hún eigi að fara sofa, hvað hún eigi að borða, hverju hún eigi að klæðast, hvenær hún eigi að æfa og hvað hún eigi að æfa. Þeir krefjast þess síðan að hún vinni öll mót,“ sagði Leadbetter. Árið 2019 hjá Lydia Ko hefur verið skelfilegt. Hún er dottin niður í 24. sæti heimslistans og hefur aðeins náð fjórum sinnum að vera inn á topp tíu á mótaröðinni á þessu ári.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti