Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 19:13 Það er ekki eðlilegt að íbúðakaupendum sé gert að greiða hærra kaupverð en kveðið var á um í kaupsamningi. Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. Talsmenn FEB hafa ekki gefið kost á viðtali í dag en tilkynningar er að vænta fljótlega frá félaginu. Upprunaleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 3,8 milljarða en við það bættust rétt rúmar 400 milljónir sem Félag eldri borgara hafði vanáætlað, meðal annars vegna hækkunar byggingarvísitölu og aukins fjármagnskostnaðar. Sé þeirri upphæð deilt niður á íbúðirnar 68 nemur hækkun kostnaðarverðs á bilinu 5 til 7 milljónum á hverja íbúð með tilliti til stærðar hverrar íbúðar. Kaupendur hafa hver og einn verið boðaðir á fund en samkvæmt upplýsingum frá lögmanni eins kaupenda voru umbjóðanda hans gefnir þrír kostir: Að undirrita skilmálabreytingu þar sem samþykkt er að greiða hærra kaupverð. Til þessa hafa fengist óljós svör um hver réttarstaða þeirra er sem það gera. Í öðru lagi að fara dómstólaleiðina sem geti tekið tíma og gæti haft í för með sér aukinn kostnað, eða í þriðja lagi, að rifta kaupsamningi. Lögmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag eru allir á einu máli um að félag eldri borgara hafi ekki heimild til þess.Sjá einnig: Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum „Grundvallaratriðið hlýtur að vera það að það er ekki eðlilegt að gangast undir svona skilmálabreytingar,“ segir Víðir Smári Pedersen, aðjúnkt í kröfurétti við Háskóla Íslands og hæstaréttarlögmaður. Hann segir málflutning félagsins um að dómstólaleiðin sé tímafrek og kostnaðarsöm einnig skjóta skökku við, einkum í ljósi þess að félagið hafi gefið í skyn að það hafi í sjálfu sér engar varnir og það sé í raun að biðla til sinna félagsmanna um að koma til móts við þessa hækkun. „Ef þú viðurkennir þá skyldu sem er búið að höfða dómsmál um þá er ekkert dómsmál til staðar. Það dómsmál mun ekki taka nema einn dag og vera frekar ódýrt í rekstri af því ef að þú viðurkennir bara skyldu þína til að afhenda fasteignina þá er náttúrlega ekkert dómsmál.“Nokkrir leitað til Neytendasamtakanna Málið hefur jafnframt ratað inn á borð Neytendasamtakanna. „Það hafa þrír eða fjórir einstaklingar haft samband við okkur og bæði komið með ábendingar til okkar og fyrirspurn um þetta mál,“ segir Breki Karlsson, talsmaður Neytendasamtakanna. „Við sendum Félagi eldri borgara fyrirspurn á föstudaginn var og í kjölfarið ætlum við að hitta þau á fimmtudaginn og fara yfir málið, áður en við myndum okkur einhverja afstöðu, að heyra þeirra hlið á málinu. En svona við fyrstu sýn þá finnst okkur þetta frekar skringilegt,“ segir Breki. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Neytendasamtökin skoða milljónagreiðslur eldri borgara Formaðurinn telur að Félag eldri borgara ætti frekar að greiða tafargjöld. 2. ágúst 2019 15:30 Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49 Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Það er ekki eðlilegt að íbúðakaupendum sé gert að greiða hærra kaupverð en kveðið var á um í kaupsamningi. Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. Talsmenn FEB hafa ekki gefið kost á viðtali í dag en tilkynningar er að vænta fljótlega frá félaginu. Upprunaleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 3,8 milljarða en við það bættust rétt rúmar 400 milljónir sem Félag eldri borgara hafði vanáætlað, meðal annars vegna hækkunar byggingarvísitölu og aukins fjármagnskostnaðar. Sé þeirri upphæð deilt niður á íbúðirnar 68 nemur hækkun kostnaðarverðs á bilinu 5 til 7 milljónum á hverja íbúð með tilliti til stærðar hverrar íbúðar. Kaupendur hafa hver og einn verið boðaðir á fund en samkvæmt upplýsingum frá lögmanni eins kaupenda voru umbjóðanda hans gefnir þrír kostir: Að undirrita skilmálabreytingu þar sem samþykkt er að greiða hærra kaupverð. Til þessa hafa fengist óljós svör um hver réttarstaða þeirra er sem það gera. Í öðru lagi að fara dómstólaleiðina sem geti tekið tíma og gæti haft í för með sér aukinn kostnað, eða í þriðja lagi, að rifta kaupsamningi. Lögmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag eru allir á einu máli um að félag eldri borgara hafi ekki heimild til þess.Sjá einnig: Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum „Grundvallaratriðið hlýtur að vera það að það er ekki eðlilegt að gangast undir svona skilmálabreytingar,“ segir Víðir Smári Pedersen, aðjúnkt í kröfurétti við Háskóla Íslands og hæstaréttarlögmaður. Hann segir málflutning félagsins um að dómstólaleiðin sé tímafrek og kostnaðarsöm einnig skjóta skökku við, einkum í ljósi þess að félagið hafi gefið í skyn að það hafi í sjálfu sér engar varnir og það sé í raun að biðla til sinna félagsmanna um að koma til móts við þessa hækkun. „Ef þú viðurkennir þá skyldu sem er búið að höfða dómsmál um þá er ekkert dómsmál til staðar. Það dómsmál mun ekki taka nema einn dag og vera frekar ódýrt í rekstri af því ef að þú viðurkennir bara skyldu þína til að afhenda fasteignina þá er náttúrlega ekkert dómsmál.“Nokkrir leitað til Neytendasamtakanna Málið hefur jafnframt ratað inn á borð Neytendasamtakanna. „Það hafa þrír eða fjórir einstaklingar haft samband við okkur og bæði komið með ábendingar til okkar og fyrirspurn um þetta mál,“ segir Breki Karlsson, talsmaður Neytendasamtakanna. „Við sendum Félagi eldri borgara fyrirspurn á föstudaginn var og í kjölfarið ætlum við að hitta þau á fimmtudaginn og fara yfir málið, áður en við myndum okkur einhverja afstöðu, að heyra þeirra hlið á málinu. En svona við fyrstu sýn þá finnst okkur þetta frekar skringilegt,“ segir Breki.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Neytendasamtökin skoða milljónagreiðslur eldri borgara Formaðurinn telur að Félag eldri borgara ætti frekar að greiða tafargjöld. 2. ágúst 2019 15:30 Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49 Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Neytendasamtökin skoða milljónagreiðslur eldri borgara Formaðurinn telur að Félag eldri borgara ætti frekar að greiða tafargjöld. 2. ágúst 2019 15:30
Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40
Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01