Útkallið sem slökkvilið Brunavarna Suðurnesja laust eftir klukkan níu í kvöld reyndist ekki eins alvarlegt og talið var í fyrstu en allt tiltækt slökkvilið var sent í fjölbýlishús að Mávabraut í Reykjanesbæ.
Íbúarnir höfðu óvart sofnað út frá steikingarpotti og myndaðist mikill reykur í íbúðinni. Enginn eldur kom þó upp. Þetta staðfestir Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja í samtali við fréttastofu.
Tveir voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina.
Fréttin hefur verið uppfærð.
