Neytendasamtökin skoða milljónagreiðslur eldri borgara Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 15:30 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin skoða nú skilyrði sem Félag eldri borgara hefur sett kaupendum nýrra íbúða í Reykjavík. Hefur félagið krafið kaupendur um milljónir í aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna þess að kostnaður við byggingu íbúðanna fór langt fram úr áætlun. Er það sett sem skilyrði fyrir afhendingu íbúðanna þó svo að undirritaður kaupsamningur sé í gildi, annað hvort greiði kaupendur milljóna aukagreiðslu eða fallið verður frá kaupunum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að erindi hafi borist vegna málsins inn á borð samtakanna rétt fyrir hádegi og málið farið nú í skoðun. Upphaflega nam byggingarkostnaður þessarar íbúða, sem eru 68 talsins, 3,8 milljörðum en kostnaður fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun en varaformaður Félags eldri borgara sagði við Vísi fyrr í dag að tafir á afhendingu lóðarinnar frá Reykjavíkurborg ásamt breytingum og lagfæringu á byggingunni hafi dregið afhendingu íbúðanna um eina níu mánuði. Á sama tímabili hækkaði byggingarvísitalan og jókst fjármagnskostnaður. Varaformaðurinn sagði við Vísi að það hafi alltaf staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar en kaupendurnir sem geta tekið við hallanum. Breki Karlsson segir Neytendasamtökin undirbúa fyrirspurn til Félags eldri borgara. Fyrirliggjandi eru undirritaðir kaupsamningar og þó söluaðilinn verði fyrri búsifjum ætti kaupandinn ekki að bera það tjón. „Félag eldri borgara ætti að borga tafargjöld ef eitthvað er. Það er svona mitt mat við fyrstu sýn. En vonandi leysum við þetta í frið og spekt. Það hljóta að liggja einhverjar eðlilegar skýringar á bak við þetta. En við fyrsta yfirlit virðast þessar kröfur frá Félagi eldri borgara ekki standast,“ segir Breki en hann hvetur kaupendur þessara íbúða til að hafa samband við samtökin vegna málsins. Varaformaður félagsins sagði við Vísi fyrr í dag að aukakostnaðurinn við byggingu þessara íbúða muni leggjast á íbúðirnar 68 en það fari eftir stærð þeirra hversu há greiðslan verður. Ef miðað er við að kostnaðurinn hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun má gera ráð fyrir að sex milljónir að meðaltali leggist á hverja íbúð aukalega. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Neytendasamtökin skoða nú skilyrði sem Félag eldri borgara hefur sett kaupendum nýrra íbúða í Reykjavík. Hefur félagið krafið kaupendur um milljónir í aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna þess að kostnaður við byggingu íbúðanna fór langt fram úr áætlun. Er það sett sem skilyrði fyrir afhendingu íbúðanna þó svo að undirritaður kaupsamningur sé í gildi, annað hvort greiði kaupendur milljóna aukagreiðslu eða fallið verður frá kaupunum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að erindi hafi borist vegna málsins inn á borð samtakanna rétt fyrir hádegi og málið farið nú í skoðun. Upphaflega nam byggingarkostnaður þessarar íbúða, sem eru 68 talsins, 3,8 milljörðum en kostnaður fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun en varaformaður Félags eldri borgara sagði við Vísi fyrr í dag að tafir á afhendingu lóðarinnar frá Reykjavíkurborg ásamt breytingum og lagfæringu á byggingunni hafi dregið afhendingu íbúðanna um eina níu mánuði. Á sama tímabili hækkaði byggingarvísitalan og jókst fjármagnskostnaður. Varaformaðurinn sagði við Vísi að það hafi alltaf staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar en kaupendurnir sem geta tekið við hallanum. Breki Karlsson segir Neytendasamtökin undirbúa fyrirspurn til Félags eldri borgara. Fyrirliggjandi eru undirritaðir kaupsamningar og þó söluaðilinn verði fyrri búsifjum ætti kaupandinn ekki að bera það tjón. „Félag eldri borgara ætti að borga tafargjöld ef eitthvað er. Það er svona mitt mat við fyrstu sýn. En vonandi leysum við þetta í frið og spekt. Það hljóta að liggja einhverjar eðlilegar skýringar á bak við þetta. En við fyrsta yfirlit virðast þessar kröfur frá Félagi eldri borgara ekki standast,“ segir Breki en hann hvetur kaupendur þessara íbúða til að hafa samband við samtökin vegna málsins. Varaformaður félagsins sagði við Vísi fyrr í dag að aukakostnaðurinn við byggingu þessara íbúða muni leggjast á íbúðirnar 68 en það fari eftir stærð þeirra hversu há greiðslan verður. Ef miðað er við að kostnaðurinn hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun má gera ráð fyrir að sex milljónir að meðaltali leggist á hverja íbúð aukalega.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40