Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2019 17:57 Seðlabankinn hefur stefnt Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Anton Brink/Vilhelm/Samsett Blaðamannafélag Íslands segist fordæma vinnubrögð Seðlabankana Íslands í kjölfar fyrirspurna Fréttablaðsins um launakjör og hlunnindi sem bankinn hefur veitt starfsfólki sínu. Seðlabankinn stefnir nú Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, vegna fyrirspurnar hans til bankans í nóvember í fyrra. Blaðamannafélagið hefur krafist þess að Seðlabankinn falli frá fyrirætlunum sínum og afhendi gögnin sem fyrirspurnin snýr að. Í nóvember síðasta árs sendi Ari fyrirspurn til Seðlabankans sem sneri að samningi sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, gerðu með sér. Samningurinn er sagður hafa snúið að styrk og launum í námsleyfi Ingibjargar á meðan hún sótti nám í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að greiðslur til Ingibjargar hafi verið á annan tug milljóna króna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði síðan í júlí að bankanum bæri að afhenda gögnin sem um ræðir.Málið varði almenning í landinu Í ályktun sem birtist á vef Blaðamannafélags Íslands segir að öllum megi vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varði almenning hér á landi og því sé beinlínis fráleitt af hálfu stjórnenda Seðlabankans að neita að veita upplýsingar um málið. Um sé að ræða sérstakt mál innan bankans sem virðist ekki styðjast við neinar þekktar reglur eða fordæmi. Því sé enn mikilvægara að upplýst sé um málið.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, skrifar undir ályktunina þar sem vinnubrögð Seðlabankans eru fordæmd.Vísir/Stefán„Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár,“ segir í ályktuninni. Eins fordæmir BÍ tilraun Seðlabankans „til að þagga niður málið með því að stefna umræddum blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm með það fyrir augum að stöðva umfjöllun hans um Seðlabankann.“ Vinnubrögð Seðlabankans beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Mat BÍ er að ólíðandi sé að blaðamenn þurfi að standa í „langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri“ til þess að fá aðgang að upplýsingum frá opinberum aðilum, sem þeir eigi rétt á samkvæmt upplýsingalögum. Eins segir BÍ blaðamann Fréttablaðsins hafa unnið málið af samviskusemi og einurð, auk þess sem niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi verið honum í vil. Nefndin hafi úrskurðað á þá leið að bankanum bæri að afhenda umrædd gögn, en bankinn kjósi þrátt fyrir það að höfða mál á hendur viðkomandi blaðamannafélagi. Krefst BÍ þess að Seðlabankinn láti af þeim fyrirætlunum og afhendi gögnin strax. Fyrir hönd BÍ skrifar Hjálmar Jónsson formaður undir ályktunina.Hér má nálgast ályktun Blaðamannafélags Íslands í heild sinni. Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00 Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands segist fordæma vinnubrögð Seðlabankana Íslands í kjölfar fyrirspurna Fréttablaðsins um launakjör og hlunnindi sem bankinn hefur veitt starfsfólki sínu. Seðlabankinn stefnir nú Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, vegna fyrirspurnar hans til bankans í nóvember í fyrra. Blaðamannafélagið hefur krafist þess að Seðlabankinn falli frá fyrirætlunum sínum og afhendi gögnin sem fyrirspurnin snýr að. Í nóvember síðasta árs sendi Ari fyrirspurn til Seðlabankans sem sneri að samningi sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, gerðu með sér. Samningurinn er sagður hafa snúið að styrk og launum í námsleyfi Ingibjargar á meðan hún sótti nám í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að greiðslur til Ingibjargar hafi verið á annan tug milljóna króna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði síðan í júlí að bankanum bæri að afhenda gögnin sem um ræðir.Málið varði almenning í landinu Í ályktun sem birtist á vef Blaðamannafélags Íslands segir að öllum megi vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varði almenning hér á landi og því sé beinlínis fráleitt af hálfu stjórnenda Seðlabankans að neita að veita upplýsingar um málið. Um sé að ræða sérstakt mál innan bankans sem virðist ekki styðjast við neinar þekktar reglur eða fordæmi. Því sé enn mikilvægara að upplýst sé um málið.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, skrifar undir ályktunina þar sem vinnubrögð Seðlabankans eru fordæmd.Vísir/Stefán„Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár,“ segir í ályktuninni. Eins fordæmir BÍ tilraun Seðlabankans „til að þagga niður málið með því að stefna umræddum blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm með það fyrir augum að stöðva umfjöllun hans um Seðlabankann.“ Vinnubrögð Seðlabankans beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Mat BÍ er að ólíðandi sé að blaðamenn þurfi að standa í „langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri“ til þess að fá aðgang að upplýsingum frá opinberum aðilum, sem þeir eigi rétt á samkvæmt upplýsingalögum. Eins segir BÍ blaðamann Fréttablaðsins hafa unnið málið af samviskusemi og einurð, auk þess sem niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi verið honum í vil. Nefndin hafi úrskurðað á þá leið að bankanum bæri að afhenda umrædd gögn, en bankinn kjósi þrátt fyrir það að höfða mál á hendur viðkomandi blaðamannafélagi. Krefst BÍ þess að Seðlabankinn láti af þeim fyrirætlunum og afhendi gögnin strax. Fyrir hönd BÍ skrifar Hjálmar Jónsson formaður undir ályktunina.Hér má nálgast ályktun Blaðamannafélags Íslands í heild sinni.
Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00 Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Sjá meira
Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00
Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00
Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00