Facebook hefur lokað síðunni sem dreifði nasistaáróðri til ungra karlmanna Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2019 23:45 Áróðursmynd sem fylgdi einni keyptu færslnanna. Á henni sést Adolf Hitler yfir Hallgrímskirkju í Reykjavík með áróðri gegn fjölmenningu. Skjáskot Facebook hefur lokað síðunni sem gekk undir nafninu „Síðasta vígið,“ vegna brota á reglum miðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Facebook sem borist hefur þeim notendum sem tilkynntu síðuna. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook var umrædd síða stofnuð síðasta laugardag og beindi nafnlaus stjórnandi hennar keyptum auglýsingum að karlmönnum á Íslandi á aldrinum 40 ára og yngri. Í einni auglýsinganna sást andlit Adolfs Hitler en í þeim öllum var rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða.“ Á Facebook síðunni var hlekkjað á vefsíðu Norrænu mótstöðuhreyfingunnar en í færslu á vefsíðu hennar sver hún af sér öll tengsl við Facebook síðuna og segir að hópurinn hafi ekki vitað um auglýsingarnar áður en þeim var dreift.Sjá einnig:Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á FacebookSkjáskot sem Vísir hefur undir höndumÍ færslu hreyfingarinnar er jafnframt greint frá því að forsvarsmönnum hennar hafi borist tölvupóstur frá ónefndum stjórnanda Facebook síðunnar sem fullyrti að um tíu þúsund Íslendingar hefðu séð auglýsingarnar um helgina. Þess má geta að erfitt er að ganga úr skugga um að sú fullyrðing sé sönn. Ekki kemur fram í tilkynningunni frá Facebook hvaða brot leiddi til þess að umræddri síðu var lokað, en meðal þeirra fjölmörgu takmarkana sem Facebook setur um efni notenda á miðlinum er bann við hatursorðræðu. Facebook Tengdar fréttir Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Facebook hefur lokað síðunni sem gekk undir nafninu „Síðasta vígið,“ vegna brota á reglum miðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Facebook sem borist hefur þeim notendum sem tilkynntu síðuna. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook var umrædd síða stofnuð síðasta laugardag og beindi nafnlaus stjórnandi hennar keyptum auglýsingum að karlmönnum á Íslandi á aldrinum 40 ára og yngri. Í einni auglýsinganna sást andlit Adolfs Hitler en í þeim öllum var rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða.“ Á Facebook síðunni var hlekkjað á vefsíðu Norrænu mótstöðuhreyfingunnar en í færslu á vefsíðu hennar sver hún af sér öll tengsl við Facebook síðuna og segir að hópurinn hafi ekki vitað um auglýsingarnar áður en þeim var dreift.Sjá einnig:Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á FacebookSkjáskot sem Vísir hefur undir höndumÍ færslu hreyfingarinnar er jafnframt greint frá því að forsvarsmönnum hennar hafi borist tölvupóstur frá ónefndum stjórnanda Facebook síðunnar sem fullyrti að um tíu þúsund Íslendingar hefðu séð auglýsingarnar um helgina. Þess má geta að erfitt er að ganga úr skugga um að sú fullyrðing sé sönn. Ekki kemur fram í tilkynningunni frá Facebook hvaða brot leiddi til þess að umræddri síðu var lokað, en meðal þeirra fjölmörgu takmarkana sem Facebook setur um efni notenda á miðlinum er bann við hatursorðræðu.
Facebook Tengdar fréttir Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30