Ólafur Kristjáns: Brandur loksins farinn að skjóta á markið Árni Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2019 21:01 Ólafur Kristjánsson stöð 2 „Hann var rosalega sætur þessi“, voru fyrstu orð þjálfara FH þegar hann var spurður út í tilfinninguna eftir sigur hans manna á Fylki í kvöld. „Hann var erfiður og Fylkisliðið á hrós skilið fyrir það hvernig þeir settu upp leikinn. Það var erfitt að brjóta þá niður og Helgi og hans teymi eru búnir að vinna mjög góða vinnu. Ég get svo sannarlega skilið svekkelsið þeirra og að sama skapi fögnuðinn hjá okkur“. „Fylkir byrjaði betur en við náðum tökum á þessu í lok fyrri og því svekkjandi að fá á sig klaufamark eins og maður kallar það þegar það er skorað á okkur úr föstu leikatriði. Við áttum að gera betur við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum en þeir skoruðu á okkur úr föstu leikatriði í fyrri leiknum. Seiglan var svo rosaleg í FH liðinu í dag og ég hafði smá áhyggjur af því að stangarskot og færi sem fóru forgörðum myndu reynast okkur dýr en það var geggjað að sjá boltann í netinu í lok leiks“. Eftir sigurinn á móti Val þá talaði Ólafur um þrautseigjuna í hans mönnum og í dag notaði hann orðið seigla. Hann var spurður að því hvort þetta væru þeir eiginleikar sem væru mikilvægastir fyrir loka átökin í deildinni. „Það er alveg klárt. Þetta er mjög lík orð en það þarf því deildin er mjög jöfn og flest liðin kunna að verjast mjög vel og við lendum oft í því á heimavelli að lið, eins og Fylkir, eru vel skipulögð og hættuleg í skyndisóknum þannig að þú mátt ekki klúðra leiknum og lenda undir þegar þú ert að sækja mikið. Svo þarftu þessa þrautseigju sem við sýndum og helvítið hann Brandur, loksins farinn að skjóta á markið“. Ólafur hélt áfram um Brand og mörkin hans: „Fyrra skotið, það var flökt á boltanum og Stefáni Loga til varnar þá er gríðarlega erfitt að eiga við svona skot. Hann smellhitti boltann eins og við höfum séð Brand gera á æfingum og í seinna markinu þá er boltinn á vondu tempói fyrir markvörðinn sem er að reyna að sjá boltann. Brandur er samt með góðan skot fót og ég vil frekar hrósa Brand í stað þess að segja að markvörðurinn hafi átt að gera betur“. Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann ætlaði að fylgjast með leik Breiðabliks og Vals annað kvöld og þá hugsanlega halda með Valsmönnum en Ólafur er fyrrum þjálfari Blika. Ólafur brosti út í annað þegar hann svaraði spurningunni: „Nei ég ætla ekkert endilega að halda með þeim. Ég ætla bara að horfa á leikinn og fylgjast með KR-Víking og njóta. Þetta er frábært Íslandsmót, það er mjög jafnt þó að KR-ingar séu með góða forystu. Bestu úrslitin fyrir okkur er að vinna okkar leik svo verður maður bara að sitja og fylgjast með og gangi öllum vel“. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
„Hann var rosalega sætur þessi“, voru fyrstu orð þjálfara FH þegar hann var spurður út í tilfinninguna eftir sigur hans manna á Fylki í kvöld. „Hann var erfiður og Fylkisliðið á hrós skilið fyrir það hvernig þeir settu upp leikinn. Það var erfitt að brjóta þá niður og Helgi og hans teymi eru búnir að vinna mjög góða vinnu. Ég get svo sannarlega skilið svekkelsið þeirra og að sama skapi fögnuðinn hjá okkur“. „Fylkir byrjaði betur en við náðum tökum á þessu í lok fyrri og því svekkjandi að fá á sig klaufamark eins og maður kallar það þegar það er skorað á okkur úr föstu leikatriði. Við áttum að gera betur við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum en þeir skoruðu á okkur úr föstu leikatriði í fyrri leiknum. Seiglan var svo rosaleg í FH liðinu í dag og ég hafði smá áhyggjur af því að stangarskot og færi sem fóru forgörðum myndu reynast okkur dýr en það var geggjað að sjá boltann í netinu í lok leiks“. Eftir sigurinn á móti Val þá talaði Ólafur um þrautseigjuna í hans mönnum og í dag notaði hann orðið seigla. Hann var spurður að því hvort þetta væru þeir eiginleikar sem væru mikilvægastir fyrir loka átökin í deildinni. „Það er alveg klárt. Þetta er mjög lík orð en það þarf því deildin er mjög jöfn og flest liðin kunna að verjast mjög vel og við lendum oft í því á heimavelli að lið, eins og Fylkir, eru vel skipulögð og hættuleg í skyndisóknum þannig að þú mátt ekki klúðra leiknum og lenda undir þegar þú ert að sækja mikið. Svo þarftu þessa þrautseigju sem við sýndum og helvítið hann Brandur, loksins farinn að skjóta á markið“. Ólafur hélt áfram um Brand og mörkin hans: „Fyrra skotið, það var flökt á boltanum og Stefáni Loga til varnar þá er gríðarlega erfitt að eiga við svona skot. Hann smellhitti boltann eins og við höfum séð Brand gera á æfingum og í seinna markinu þá er boltinn á vondu tempói fyrir markvörðinn sem er að reyna að sjá boltann. Brandur er samt með góðan skot fót og ég vil frekar hrósa Brand í stað þess að segja að markvörðurinn hafi átt að gera betur“. Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann ætlaði að fylgjast með leik Breiðabliks og Vals annað kvöld og þá hugsanlega halda með Valsmönnum en Ólafur er fyrrum þjálfari Blika. Ólafur brosti út í annað þegar hann svaraði spurningunni: „Nei ég ætla ekkert endilega að halda með þeim. Ég ætla bara að horfa á leikinn og fylgjast með KR-Víking og njóta. Þetta er frábært Íslandsmót, það er mjög jafnt þó að KR-ingar séu með góða forystu. Bestu úrslitin fyrir okkur er að vinna okkar leik svo verður maður bara að sitja og fylgjast með og gangi öllum vel“.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30