Lilja Jensen er meðal þátttakenda. Lilja er förðunarfræðingur og vinnur á leikskóla. Uppáhalds tíma dagsins segir hún vera þegar hún mætir í vinnuna og brosandi börnin taka á móti henni. Hana langar að eignast stóra fjölskyldu og vonar að hún verði frábær mamma. Í frítímanum hlustar hún á tónlist, teiknar og málar. Lífið yfirheyrði Lilju.
Morgunmaturinn?
Hafragrautur.
Helsta freistingin?
Að kaupa mér föt.
Hvað ertu að hlusta á?
Alltaf eitthvað nýtt en annars er klassísk tónlist alltaf jafn æðisleg.

Ég er ekki með bók en ég er með teikniblokk...telst það með?
Hver er þín fyrirmynd?
Foreldrar mínir.
Hvað ætlarðu að gera í sumarfríinu?
Ferðast og njóta lífsins.
Uppáhaldsmatur?
Pizza.
Uppáhaldsdrykkur?
Kaffi.
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Ég hitti eitt sinn Elvis í draumi.
Hvað hræðistu mest?
Ég er mjög vatnshrædd.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Mér finnst alltaf mjög neyðarlegt að lenda í small talk-i.
Fjölskyldunni minni.
Hefurðu einhvern leyndan hæfileika?
Ég tala mjög mikið en hann er alls ekki leyndur.
Hundar eða kettir?
Hundar ( mér finnst samt kettir mjög sætir).
Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
Að þvo þvott.
En það skemmtilegasta?
Eyða tíma með fjölskyldunni og ferðast.
Hverju vonastu til að Miss Universe skili þér?
Góðri reynslu og góðum vinum.
Hvar sérðu þig eftir 5 ár?
Hamingjusama að njóta lífsins.
Lífið kynnir á næstu dögum keppendur til leiks í Miss Universe Iceland 2019. Keppnin fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 31. ágúst og verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe í Suður-Kóreu í desember.
Hér fyrir neðan má taka þátt í kosningunni Val fólksins.