Hetjan Adrián: „Þetta hefur verið brjáluð vika“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2019 23:06 Adrián ver síðustu spyrnu Chelsea frá Tammy Abraham. vísir/getty „Velkominn til Liverpool, ha? Þetta hefur verið brjáluð vika. Ég er mjög glaður með sigurinn og ánægður fyrir hönd stuðningsmannanna,“ sagði spænski markvörðurinn Adrián eftir leik Liverpool og Chelsea í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. Liverpool vann í vítaspyrnukeppni, 5-4. Adrián varði síðustu spyrnu Chelsea í vítakeppninni frá Tammy Abraham. Þetta var fyrsti leikur Adriáns í byrjunarliði Liverpool. Hann samdi við Liverpool á mánudaginn í síðustu viku eftir að hafa verið án félags síðan samningur hans við West Ham United rann út fyrr í sumar. Adrián var ætlað að vera varamarkvörður fyrir Alisson Becker. Brassinn meiddist hins vegar í leiknum gegn Norwich City á föstudaginn og Adrián fékk þá sitt fyrsta tækifæri með Liverpool. Spánverjinn byrjaði svo í markinu í kvöld. Hann fékk á sig vítaspyrnu í framlengingunni sem Jorginho skoraði úr og jafnaði í 2-2. „Ég reyndi að stoppa þegar ég sá hann [Abraham] en framherjar eru svo klókir,“ sagði Adrián um vítið sem hann fékk á sig. Hann bætti heldur betur upp fyrir það með því að verja frá Abraham í vítakeppninni. Þetta er fyrsti titilinn sem Adrián, sem er 32 ára, vinnur á ferlinum. Hann er frá Sevilla og hóf ferilinn með Real Betis. Adrián fór til West Ham 2013 þar sem hann lék í sex ár. Hann lék 150 leiki fyrir West Ham í öllum keppnum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu Klopp líkja eftir Rocky: Adriannnn! Jürgen Klopp ákallaði Adrian eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld, líkt og Rocky Balboa gerði í Óskarverðlaunamynd fyrir 43 árum. 14. ágúst 2019 22:34 Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira
„Velkominn til Liverpool, ha? Þetta hefur verið brjáluð vika. Ég er mjög glaður með sigurinn og ánægður fyrir hönd stuðningsmannanna,“ sagði spænski markvörðurinn Adrián eftir leik Liverpool og Chelsea í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. Liverpool vann í vítaspyrnukeppni, 5-4. Adrián varði síðustu spyrnu Chelsea í vítakeppninni frá Tammy Abraham. Þetta var fyrsti leikur Adriáns í byrjunarliði Liverpool. Hann samdi við Liverpool á mánudaginn í síðustu viku eftir að hafa verið án félags síðan samningur hans við West Ham United rann út fyrr í sumar. Adrián var ætlað að vera varamarkvörður fyrir Alisson Becker. Brassinn meiddist hins vegar í leiknum gegn Norwich City á föstudaginn og Adrián fékk þá sitt fyrsta tækifæri með Liverpool. Spánverjinn byrjaði svo í markinu í kvöld. Hann fékk á sig vítaspyrnu í framlengingunni sem Jorginho skoraði úr og jafnaði í 2-2. „Ég reyndi að stoppa þegar ég sá hann [Abraham] en framherjar eru svo klókir,“ sagði Adrián um vítið sem hann fékk á sig. Hann bætti heldur betur upp fyrir það með því að verja frá Abraham í vítakeppninni. Þetta er fyrsti titilinn sem Adrián, sem er 32 ára, vinnur á ferlinum. Hann er frá Sevilla og hóf ferilinn með Real Betis. Adrián fór til West Ham 2013 þar sem hann lék í sex ár. Hann lék 150 leiki fyrir West Ham í öllum keppnum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu Klopp líkja eftir Rocky: Adriannnn! Jürgen Klopp ákallaði Adrian eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld, líkt og Rocky Balboa gerði í Óskarverðlaunamynd fyrir 43 árum. 14. ágúst 2019 22:34 Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira
Sjáðu Klopp líkja eftir Rocky: Adriannnn! Jürgen Klopp ákallaði Adrian eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld, líkt og Rocky Balboa gerði í Óskarverðlaunamynd fyrir 43 árum. 14. ágúst 2019 22:34
Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45