Magnað að fá að vera partur af þessu Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Atla finnst magnað að fá að taka þátt í þessum degi, sem er oft einn sá mikilvægasti í lífi brúðhjóna. fréttablaðið/Ernir Atli Viðar Þorsteinsson er einn vinsælasti brúðkaupsplötusnúður landsins og var meira og minna uppbókaður í allt sumar. Hann byrjaði að spila fyrir tæpum tuttugu árum. „Ég byrjaði að plötusnúðast með félaga mínum á Kofa Tómasar frænda. Þetta var árið 2001 og þá mætti ég bara með plötuspilara frá mömmu, ferðageislaspilara og lítinn mixer. Þau voru ekki mikið með alvöru plötusnúða svo við fengum að leika frekar lausum hala. Þeir einu sem mættu voru eiginlega vinir okkar,“ segir Atli um hvernig það æxlaðist að hann fór að plötusnúðast. Hægt og rólega fór þetta að vinda upp á sig og árið 2005 spilaði hann í fyrsta sinn í brúðkaupi. Samhliða því fann Atli að fordómarnir gagnvart popptónlist minnkuðu. „Svo var ég að taka að mér brúðkaup af og til fram til ársins 2010, samt ekki jafn mikið og ég geri í dag. En það var oft verið að leita til mín með að spila í brúðkaupum, en á þeim tíma hafði ég sjálfur smá fordóma fyrir því, þannig var andinn á þeim tíma. Ég var stressaður yfir að þetta myndi minnka möguleika mína á að spila á hipsterastöðum eins Kaffibarnum og Prikinu. Vill Kaffibarinn fá einhvern brúðkaups-DJ?“ segir Atli. Atli var partur af plötusnúðahópnum Kanil. Þaðan kemur svo plötusnúðanafnið sem hann notar í dag, Atli Kanill. „Kanilhópurinn spilaði mest house-tónlist og partítónlist. Við héldum tíu frábær kvöld. Í kjölfarið fór ég svo að spila miklu meira. Þá byrjaði fólk mikið að leita til mín og ég þurfti nánast ekkert að auglýsa. Það var kannski svona 2012 sem ég var orðinn bókaður nánast allt sumarið.“ Hann segir að þá hafi áhuginn á popptónlist farið að aukast. „Þú verður að átta þig á að það er ekki svo mikill munur á Aphex Twin og til dæmis Timbaland og Beyoncé, eða hann er í það minnsta minni en maður heldur. Þetta byrjar allt í elektróníkinni og lekur svo yfir í poppið.“ Atli segir hlusta mikið á popptónlist utan vinnu í dag. Hann fylgist vel með því sem er að gerast í tónlistinni, hvernig uppbyggingin er, hvaða hljóð eru áberandi og hvernig músíkin breytist. „Í sumar voru allar helgar bókaðar í fyrra, sem sagt með árs fyrirvara. Það virðist vera svipað núna. Svo vinn ég líka mikið með Pink Iceland, þannig að ég spila oft í erlendum brúðkaupum. En með því að fylgjast með tónlistinni á þann hátt sem ég geri þá á ég alveg jafn auðvelt með að spila í erlendum brúðkaupum,“ segir Atli. Eitt af mörgum skemmtilegum brúðkaupum sem Atli spilaði í var fyrir brúðhjón frá Queens. „Það var mjög gaman. Gestirnir voru smá svona eins og klippt út úr mafíósakvikmynd og þau vildu helst bara hlusta á Frank Sinatra og Billy Joel. Þannig að ég bara hlóð niður Best off Billy Joel, því ég gat ekki verið að spila Piano Man bara endalaust,“ segir Atli hlæjandi. Atli segir að sér finnist það magnaðasta við að spila í brúðkaupum að vera að spila á einum mikilvægasta degi í lífi brúðhjónanna. „Fólk er að taka risastóra ákvörðun og bjóða öllu sínu fólki. Þetta er sá dagur sem þú ert að játa ást þína fyrir framan heiminn og svo hefur þetta fólk samband við mig og spyr hvort ég vilji spila fyrir það á þessum degi. Þetta var stór ástæða þess að ég tók þetta að mér. Mér finnst þessi ábyrgð og heiður svo mikill. Það er sama hvaða brúðkaup ég mæti í, það er alltaf jafn magnað að fá að vera partur af þessu. Ég tek þátt í öllum deginum, spila undir fyrsta dansinum og mér finnst bara magnað að fá vinna við það, það er eiginlega alveg stórkostlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Atli Viðar Þorsteinsson er einn vinsælasti brúðkaupsplötusnúður landsins og var meira og minna uppbókaður í allt sumar. Hann byrjaði að spila fyrir tæpum tuttugu árum. „Ég byrjaði að plötusnúðast með félaga mínum á Kofa Tómasar frænda. Þetta var árið 2001 og þá mætti ég bara með plötuspilara frá mömmu, ferðageislaspilara og lítinn mixer. Þau voru ekki mikið með alvöru plötusnúða svo við fengum að leika frekar lausum hala. Þeir einu sem mættu voru eiginlega vinir okkar,“ segir Atli um hvernig það æxlaðist að hann fór að plötusnúðast. Hægt og rólega fór þetta að vinda upp á sig og árið 2005 spilaði hann í fyrsta sinn í brúðkaupi. Samhliða því fann Atli að fordómarnir gagnvart popptónlist minnkuðu. „Svo var ég að taka að mér brúðkaup af og til fram til ársins 2010, samt ekki jafn mikið og ég geri í dag. En það var oft verið að leita til mín með að spila í brúðkaupum, en á þeim tíma hafði ég sjálfur smá fordóma fyrir því, þannig var andinn á þeim tíma. Ég var stressaður yfir að þetta myndi minnka möguleika mína á að spila á hipsterastöðum eins Kaffibarnum og Prikinu. Vill Kaffibarinn fá einhvern brúðkaups-DJ?“ segir Atli. Atli var partur af plötusnúðahópnum Kanil. Þaðan kemur svo plötusnúðanafnið sem hann notar í dag, Atli Kanill. „Kanilhópurinn spilaði mest house-tónlist og partítónlist. Við héldum tíu frábær kvöld. Í kjölfarið fór ég svo að spila miklu meira. Þá byrjaði fólk mikið að leita til mín og ég þurfti nánast ekkert að auglýsa. Það var kannski svona 2012 sem ég var orðinn bókaður nánast allt sumarið.“ Hann segir að þá hafi áhuginn á popptónlist farið að aukast. „Þú verður að átta þig á að það er ekki svo mikill munur á Aphex Twin og til dæmis Timbaland og Beyoncé, eða hann er í það minnsta minni en maður heldur. Þetta byrjar allt í elektróníkinni og lekur svo yfir í poppið.“ Atli segir hlusta mikið á popptónlist utan vinnu í dag. Hann fylgist vel með því sem er að gerast í tónlistinni, hvernig uppbyggingin er, hvaða hljóð eru áberandi og hvernig músíkin breytist. „Í sumar voru allar helgar bókaðar í fyrra, sem sagt með árs fyrirvara. Það virðist vera svipað núna. Svo vinn ég líka mikið með Pink Iceland, þannig að ég spila oft í erlendum brúðkaupum. En með því að fylgjast með tónlistinni á þann hátt sem ég geri þá á ég alveg jafn auðvelt með að spila í erlendum brúðkaupum,“ segir Atli. Eitt af mörgum skemmtilegum brúðkaupum sem Atli spilaði í var fyrir brúðhjón frá Queens. „Það var mjög gaman. Gestirnir voru smá svona eins og klippt út úr mafíósakvikmynd og þau vildu helst bara hlusta á Frank Sinatra og Billy Joel. Þannig að ég bara hlóð niður Best off Billy Joel, því ég gat ekki verið að spila Piano Man bara endalaust,“ segir Atli hlæjandi. Atli segir að sér finnist það magnaðasta við að spila í brúðkaupum að vera að spila á einum mikilvægasta degi í lífi brúðhjónanna. „Fólk er að taka risastóra ákvörðun og bjóða öllu sínu fólki. Þetta er sá dagur sem þú ert að játa ást þína fyrir framan heiminn og svo hefur þetta fólk samband við mig og spyr hvort ég vilji spila fyrir það á þessum degi. Þetta var stór ástæða þess að ég tók þetta að mér. Mér finnst þessi ábyrgð og heiður svo mikill. Það er sama hvaða brúðkaup ég mæti í, það er alltaf jafn magnað að fá að vera partur af þessu. Ég tek þátt í öllum deginum, spila undir fyrsta dansinum og mér finnst bara magnað að fá vinna við það, það er eiginlega alveg stórkostlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira