CNN fjallar um sakbitna sælu höfuðborgarbúa og sumarhitann á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2019 13:50 Miðbærinn hefur iðað af lífi í sólinni. Vísir/Vilhelm Á vef bandaríska fréttamiðilsins CNN má finna nokkuð ítarlega grein um sumarhitann á suðvesturhorni Íslands þetta sumarið, sem og áhrif loftslagsbreytinga á íslenska jökla. Rætt er við sakbitinn höfuðborgarbúa sem nýtur sumarhitans á sama tíma og áhyggjur af áhrifum hlýnunar jarðar eru alltaf handan við hornið. „Ég er í garðinum að svitna í 20 stiga hita á miðnætti og ég finn fyrir sakbitinni sælu þar sem ég veit að þetta er ekki gott, en á sama tíma vil ég njóta þess,“ segir Helga Ögmundardóttir við fréttamann CNN. Í fréttinni segir að hún sé ekki vön því að geta setið á svölunum heima hjá sér án þess að hafa teppi við hönd, í sumar hafi hún hins vegar getað notið þess í stuttermabol. Íbúar á Suðvesturhorninu hafa ekki farið varhluta af veðurblíðunni sem þar hefur verið lengst af sumri. Júlí var hlýjasti mánuður í sögu hitamælina í höfuðborginni. Apríl, maí og júní voru einnig óvanalega þurrir og hlýir að því er vitnað í upplýsingar frá Veðurstofu Íslands í frétt CNN. Í fréttinni er minnst á nýlega jarðarför jökulsins Oks og sýndur samanburðarloftmynd sem sýnir muninn á ástandi jöklanna í grennd við OK frá árinu 1986 til ársins í ár. Munurinn er sláandi. Haft er eftir Helgu að Íslendingar séu vanir því að náttúra landsins sé síbreytileg. Það sé hluti af því að búa á Íslandi. „En hraðinn nú, það er alveg nýtt,“ segir Helga. Hopandi jöklar, nýjar skordýrategundir og meiri hiti geri það að verkum að áhrif hlýnun jarðar á Íslandi séu augljós.Farið er um víðan völl í fréttinni sem lesa má hér, auk þess sem að henni fylgir viðtal Christiane Amanpour við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, þar sem þær fara í sameiningu yfir feril Katrínar í stjórnmálum. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06 Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30 Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Á vef bandaríska fréttamiðilsins CNN má finna nokkuð ítarlega grein um sumarhitann á suðvesturhorni Íslands þetta sumarið, sem og áhrif loftslagsbreytinga á íslenska jökla. Rætt er við sakbitinn höfuðborgarbúa sem nýtur sumarhitans á sama tíma og áhyggjur af áhrifum hlýnunar jarðar eru alltaf handan við hornið. „Ég er í garðinum að svitna í 20 stiga hita á miðnætti og ég finn fyrir sakbitinni sælu þar sem ég veit að þetta er ekki gott, en á sama tíma vil ég njóta þess,“ segir Helga Ögmundardóttir við fréttamann CNN. Í fréttinni segir að hún sé ekki vön því að geta setið á svölunum heima hjá sér án þess að hafa teppi við hönd, í sumar hafi hún hins vegar getað notið þess í stuttermabol. Íbúar á Suðvesturhorninu hafa ekki farið varhluta af veðurblíðunni sem þar hefur verið lengst af sumri. Júlí var hlýjasti mánuður í sögu hitamælina í höfuðborginni. Apríl, maí og júní voru einnig óvanalega þurrir og hlýir að því er vitnað í upplýsingar frá Veðurstofu Íslands í frétt CNN. Í fréttinni er minnst á nýlega jarðarför jökulsins Oks og sýndur samanburðarloftmynd sem sýnir muninn á ástandi jöklanna í grennd við OK frá árinu 1986 til ársins í ár. Munurinn er sláandi. Haft er eftir Helgu að Íslendingar séu vanir því að náttúra landsins sé síbreytileg. Það sé hluti af því að búa á Íslandi. „En hraðinn nú, það er alveg nýtt,“ segir Helga. Hopandi jöklar, nýjar skordýrategundir og meiri hiti geri það að verkum að áhrif hlýnun jarðar á Íslandi séu augljós.Farið er um víðan völl í fréttinni sem lesa má hér, auk þess sem að henni fylgir viðtal Christiane Amanpour við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, þar sem þær fara í sameiningu yfir feril Katrínar í stjórnmálum.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06 Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30 Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06
Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30
Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00