Atvikið umdeilda á Hlíðarenda: Fjórði dómarinn sá eini sem sá hver skoraði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. ágúst 2019 09:37 Helgi Mikael biðst hér afsökunar á mistökum sínum. Afar umdeilt atvik átti sér stað á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær er mark var tekið af Stjörnunni í síðari hálfleik. Mark sem hefði komið þeim í 1-3 í leiknum. Eftir að hafa ráðfært sig við Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómara ákvað Helgi Mikael Jónasson dómari að dæma mark. „Það sem er mikilvægast í þessu er að það fékkst rétt niðurstaða í málið. Hvernig dómararnir komust að niðurstöðunni er ekki nógu gott. Þetta var slæm afgreiðsla og þeir vita það manna best sjálfir,“ segir Þóroddur Hjaltalín Jr., formaður dómaranefndar KSÍ. „Þetta tók allt of langan tíma og var klúðurslegt. Það er samt ekki rétt í umræðunni að þeir hafi fengið einhverja utanaðkomandi aðstoð hjá einhverjum sem sá sjónvarp og að það hafi verið búið að flauta leikinn á aftur eftir markið.“ Þóroddur segir að Helgi Mikael dómari hafi talið að Guðmundur Steinn Hafsteinsson hafi skorað mark Stjörnunnar er hann skallar að marki. Það var aftur á móti Þorsteinn Már Ragnarsson sem ýtir boltanum yfir línuna. Það sá Helgi ekki og það sá Bryngeir aðstoðardómari ekki heldur. „Þeir spjölluðu saman og sáu ekki að Þorsteinn hefði skorað. Því dæmdu þeir markið því Guðmundur var ekki rangstæður. Þá fá þeir í eyrað frá fjórða dómara að leikmaður númer 11 hafi skorað. Þá stöldruðu þeir við. Helgi ákveður þá að dæma rangstöðu enda hafði Bryngeir tjáð honum að Þorsteinn hefði verið í rangstöðu,“ segir Þóroddur. Er allir héldu að Helgi hefði verið að flauta miðju þá var hann að flauta rangstöðu. Hann er búinn að lyfta hendinni til merkis um það og sést greinilega á myndbandinu að hann er að lyfta hendinni en það sáu fáir enda búið að dæma markið löngu áður. „Hann var ekki búinn að flauta leikinn aftur á. Ef hann er búinn að flauta leikinn aftur á eftir markið þá má hann ekki breyta,“ segir Þóroddur en hvernig stendur á því að aðeins illa staðsettur fjórði dómari skuli sjá það að Þorsteinn hafi skorað markið? „Þetta er frábær spurning sem ég hefði helst ekki viljað fá. Við erum að fara yfir þetta af hverju þeir sjá þetta ekki betur.“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði eftir leikinn að dómararnir hefðu spurt Þorstein að því hvort hann hefði sparkað í boltann. Hann hefði játað því og þar með hefðu dómararnir dæmt út frá þeim orðum. „Ég get ekki staðfest þetta og hef ekki þær upplýsingar. Það kom frá fjórða dómara að Þorsteinn hefði skorað markið. Auðvitað viljum við ekki sjá svona en lykilatriði er að það fékkst rétt niðurstaða og það var ekki búið að flauta leikinn aftur á. Við munum samt fara yfir þetta og reyna að læra af þessari uppákomu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30 Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48 Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Afar umdeilt atvik átti sér stað á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær er mark var tekið af Stjörnunni í síðari hálfleik. Mark sem hefði komið þeim í 1-3 í leiknum. Eftir að hafa ráðfært sig við Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómara ákvað Helgi Mikael Jónasson dómari að dæma mark. „Það sem er mikilvægast í þessu er að það fékkst rétt niðurstaða í málið. Hvernig dómararnir komust að niðurstöðunni er ekki nógu gott. Þetta var slæm afgreiðsla og þeir vita það manna best sjálfir,“ segir Þóroddur Hjaltalín Jr., formaður dómaranefndar KSÍ. „Þetta tók allt of langan tíma og var klúðurslegt. Það er samt ekki rétt í umræðunni að þeir hafi fengið einhverja utanaðkomandi aðstoð hjá einhverjum sem sá sjónvarp og að það hafi verið búið að flauta leikinn á aftur eftir markið.“ Þóroddur segir að Helgi Mikael dómari hafi talið að Guðmundur Steinn Hafsteinsson hafi skorað mark Stjörnunnar er hann skallar að marki. Það var aftur á móti Þorsteinn Már Ragnarsson sem ýtir boltanum yfir línuna. Það sá Helgi ekki og það sá Bryngeir aðstoðardómari ekki heldur. „Þeir spjölluðu saman og sáu ekki að Þorsteinn hefði skorað. Því dæmdu þeir markið því Guðmundur var ekki rangstæður. Þá fá þeir í eyrað frá fjórða dómara að leikmaður númer 11 hafi skorað. Þá stöldruðu þeir við. Helgi ákveður þá að dæma rangstöðu enda hafði Bryngeir tjáð honum að Þorsteinn hefði verið í rangstöðu,“ segir Þóroddur. Er allir héldu að Helgi hefði verið að flauta miðju þá var hann að flauta rangstöðu. Hann er búinn að lyfta hendinni til merkis um það og sést greinilega á myndbandinu að hann er að lyfta hendinni en það sáu fáir enda búið að dæma markið löngu áður. „Hann var ekki búinn að flauta leikinn aftur á. Ef hann er búinn að flauta leikinn aftur á eftir markið þá má hann ekki breyta,“ segir Þóroddur en hvernig stendur á því að aðeins illa staðsettur fjórði dómari skuli sjá það að Þorsteinn hafi skorað markið? „Þetta er frábær spurning sem ég hefði helst ekki viljað fá. Við erum að fara yfir þetta af hverju þeir sjá þetta ekki betur.“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði eftir leikinn að dómararnir hefðu spurt Þorstein að því hvort hann hefði sparkað í boltann. Hann hefði játað því og þar með hefðu dómararnir dæmt út frá þeim orðum. „Ég get ekki staðfest þetta og hef ekki þær upplýsingar. Það kom frá fjórða dómara að Þorsteinn hefði skorað markið. Auðvitað viljum við ekki sjá svona en lykilatriði er að það fékkst rétt niðurstaða og það var ekki búið að flauta leikinn aftur á. Við munum samt fara yfir þetta og reyna að læra af þessari uppákomu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30 Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48 Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30
Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48
Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00