Innsláttarvilla leiðrétt og áheitasíða Kristins komin í loftið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2019 10:39 Kristinn Sigurjónsson er kominn með tvö þúsund krónur á áheitasíðunni sem nú hefur verið opnuð. visir/vilhelm Upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur sem stendur að Reykjavíkurmaraþoninu hefur beðið Kristinn Sigurjónsson afsökunar á því að hann hafi ekki getað safnað áheitum um helgina. Ekkert sé þó til í samsæriskenningu hans um að um þöggun sé að ræða vegna þess málefnis sem hann hafi ákveðið að hlaupa fyrir. Einfaldlega hafi verið um innsláttarvillu að ræða þegar hann var skráður inn í kerfið. Kristinn skráði sig í tíu kílómetrahlaupið á fimmtudaginn. Hann tilkynnti við það tilefni að hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félags um foreldrajafnrétti. Hann birtist hins vegar ekki á heimasíðunni Hlaupastyrkur þar sem áheitum var safnað. Velti hann fyrir sér hvort um þöggun væri að ræða. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Hann hefði sent póst en fengið svör um að álagið væri mikið og ekkert hefði gerst.Úr Lækjargötu á laugardaginn.Vísir/EinarÁrnaAllir búnir á því í gær Anna Lilja Sigurðardóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir leiðinlegt að Kristinn hafi ekki getað safnað styrkjum um helgina. Flestir sem söfnuðu áheitum hafi skráð sig rafrænt til leiks en svo hafi einhverjir gert það í persónu í Laugardalshöll. Upplýsingar þeirra eru því skráðar í framhaldinu inn á vefinn en í tilfelli Kristins hafi greinilega verið gerð innsláttarvilla. Hann sé ekki sá eini sem hafi lent í því. Um helgina hafi mannskapurinn verið á fullu að starfa við sjálft hlaupið á laugardeginum. „Í gær voru allir búnir á því,“ segir Anna Lilja.Alls engin þöggun Anna Lilja hefur beðið Kristinn velvirðingar á mistökunum á Facebook-síðu hans og um leið bent honum á að áheitasíðan hans sé orðin virk. Síðan sé opin til miðnættis og því enn hægt að safna áheitum. „Hann er kominn með fyrsta áheitið,“ segir Anna Lilja en Ásgeir nokkur Örn hefur styrkt Kristinn um tvö þúsund krónur.Hún þvertekur fyrir að um þöggun sé að ræða. „Það á ekki við rök að styðjast. Svona getur alltaf komið fyrir þegar skráningar eru gerðar handvirkt á síðustu stundu. Það er bara leiðinlegt að við tókum ekki eftir þessu fyrr.“ Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur sem stendur að Reykjavíkurmaraþoninu hefur beðið Kristinn Sigurjónsson afsökunar á því að hann hafi ekki getað safnað áheitum um helgina. Ekkert sé þó til í samsæriskenningu hans um að um þöggun sé að ræða vegna þess málefnis sem hann hafi ákveðið að hlaupa fyrir. Einfaldlega hafi verið um innsláttarvillu að ræða þegar hann var skráður inn í kerfið. Kristinn skráði sig í tíu kílómetrahlaupið á fimmtudaginn. Hann tilkynnti við það tilefni að hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félags um foreldrajafnrétti. Hann birtist hins vegar ekki á heimasíðunni Hlaupastyrkur þar sem áheitum var safnað. Velti hann fyrir sér hvort um þöggun væri að ræða. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Hann hefði sent póst en fengið svör um að álagið væri mikið og ekkert hefði gerst.Úr Lækjargötu á laugardaginn.Vísir/EinarÁrnaAllir búnir á því í gær Anna Lilja Sigurðardóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir leiðinlegt að Kristinn hafi ekki getað safnað styrkjum um helgina. Flestir sem söfnuðu áheitum hafi skráð sig rafrænt til leiks en svo hafi einhverjir gert það í persónu í Laugardalshöll. Upplýsingar þeirra eru því skráðar í framhaldinu inn á vefinn en í tilfelli Kristins hafi greinilega verið gerð innsláttarvilla. Hann sé ekki sá eini sem hafi lent í því. Um helgina hafi mannskapurinn verið á fullu að starfa við sjálft hlaupið á laugardeginum. „Í gær voru allir búnir á því,“ segir Anna Lilja.Alls engin þöggun Anna Lilja hefur beðið Kristinn velvirðingar á mistökunum á Facebook-síðu hans og um leið bent honum á að áheitasíðan hans sé orðin virk. Síðan sé opin til miðnættis og því enn hægt að safna áheitum. „Hann er kominn með fyrsta áheitið,“ segir Anna Lilja en Ásgeir nokkur Örn hefur styrkt Kristinn um tvö þúsund krónur.Hún þvertekur fyrir að um þöggun sé að ræða. „Það á ekki við rök að styðjast. Svona getur alltaf komið fyrir þegar skráningar eru gerðar handvirkt á síðustu stundu. Það er bara leiðinlegt að við tókum ekki eftir þessu fyrr.“
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira