Arnar: Þetta var eins og að landa stórum laxi, maður má ekki hætta Axel Örn Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2019 22:40 Arnar í rigningunni í kvöld. vísir/bára „Mér líður mjög vel. Þetta var erfiður leikur fyrir okkur og sigurinn frábær. Við sýndum þroska og karakter og vorum þolinmóðir,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigurinn á Grindavík, 1-0, í kvöld. „Já maður var alltaf að vona að markið kæmi fyrr til þess að brjóta leikinn upp, Grindavík lágu til baka og við stjórnuðum leiknum frá A-Ö en það vantaði alltaf smá herslumun.“ Víkingar voru mun betri í fyrri hálfleik og var því fróðlegt að heyra hvað Arnar sagði við sína menn í hálfleik. „Bara halda áfram, reyna að þreyta þá. Þetta var eins og að landa stórum laxi, maður má ekki hætta. Við fengum ferskar lappir inn þegar menn voru orðnir þreyttir.“ Veðrið spilaði stóran þátt í leiknum í dag. Það rigndi gríðarlega mikið og í þokkabót var töluverður vindur líka. „Það var örugglega kósý að sitja heima í stofu og horfa á leikinn en þetta tekur á fyrir menn að spila í svona aðstæðum þannig ég er gríðarlega stoltur af þeim í kvöld,“ sagði Arnar. Sigurinn í dag ýtir Víkingum aðeins frá Grindavík í töflunni. Víkingar fara núna upp í 8. sæti með 22 stig á meðan að Grindavík er ennþá í 11. sæti með 18. „Við ætlum að spila af krafti og þetta gefur okkur smá andrými og núna er aðalmálið að taka HK til að vera í góðu hugarástandi fyrir bikarúrslitaleikinn sem er helgina eftir.“ Það styttist í bikarúrslitaleikinn hjá Víkingum og menn væntanlega aðeins farnir að horfa í að spila hann. Spurning hvort að sá leikur taki einbeitingu frá deildarleikjum Víkings. „Já, ég held að menn vilji sanna sig og sýna, menn vilja spila þann leik. Það má ekki gleyma því að deildin er ennþá eftir, þetta er fyrsti úrslitaleikurinn í 50 ár en við megum ekki gleyma okkur í deildinni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu markið sem Ágúst Eðvald skoraði í fallslagnum í Víkinni Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði eina mark leiksins þegar Víkingur R. tók á móti Grindavík í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 22:28 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Grindavík 1-0 | Ágúst tryggði Víkingum nauðsynlegan sigur Víkingur fór upp í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á Grindavík á heimavelli. 25. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Þetta var erfiður leikur fyrir okkur og sigurinn frábær. Við sýndum þroska og karakter og vorum þolinmóðir,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigurinn á Grindavík, 1-0, í kvöld. „Já maður var alltaf að vona að markið kæmi fyrr til þess að brjóta leikinn upp, Grindavík lágu til baka og við stjórnuðum leiknum frá A-Ö en það vantaði alltaf smá herslumun.“ Víkingar voru mun betri í fyrri hálfleik og var því fróðlegt að heyra hvað Arnar sagði við sína menn í hálfleik. „Bara halda áfram, reyna að þreyta þá. Þetta var eins og að landa stórum laxi, maður má ekki hætta. Við fengum ferskar lappir inn þegar menn voru orðnir þreyttir.“ Veðrið spilaði stóran þátt í leiknum í dag. Það rigndi gríðarlega mikið og í þokkabót var töluverður vindur líka. „Það var örugglega kósý að sitja heima í stofu og horfa á leikinn en þetta tekur á fyrir menn að spila í svona aðstæðum þannig ég er gríðarlega stoltur af þeim í kvöld,“ sagði Arnar. Sigurinn í dag ýtir Víkingum aðeins frá Grindavík í töflunni. Víkingar fara núna upp í 8. sæti með 22 stig á meðan að Grindavík er ennþá í 11. sæti með 18. „Við ætlum að spila af krafti og þetta gefur okkur smá andrými og núna er aðalmálið að taka HK til að vera í góðu hugarástandi fyrir bikarúrslitaleikinn sem er helgina eftir.“ Það styttist í bikarúrslitaleikinn hjá Víkingum og menn væntanlega aðeins farnir að horfa í að spila hann. Spurning hvort að sá leikur taki einbeitingu frá deildarleikjum Víkings. „Já, ég held að menn vilji sanna sig og sýna, menn vilja spila þann leik. Það má ekki gleyma því að deildin er ennþá eftir, þetta er fyrsti úrslitaleikurinn í 50 ár en við megum ekki gleyma okkur í deildinni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu markið sem Ágúst Eðvald skoraði í fallslagnum í Víkinni Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði eina mark leiksins þegar Víkingur R. tók á móti Grindavík í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 22:28 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Grindavík 1-0 | Ágúst tryggði Víkingum nauðsynlegan sigur Víkingur fór upp í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á Grindavík á heimavelli. 25. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Sjáðu markið sem Ágúst Eðvald skoraði í fallslagnum í Víkinni Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði eina mark leiksins þegar Víkingur R. tók á móti Grindavík í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 22:28
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Grindavík 1-0 | Ágúst tryggði Víkingum nauðsynlegan sigur Víkingur fór upp í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á Grindavík á heimavelli. 25. ágúst 2019 22:00