Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 19:14 Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Guðmundur Andri, sem er á mála hjá Start í Noregi, var í sumar lánaður til Víkings. Guðjón Guðmundsson spurði hann hvort það hefði verið erfið ákvörðun að koma heim. „Á þessum tímapunkti var einhvern veginn það eina í stöðunni að koma heim, fá mínútur heima og sanna mig aftur. Ég fékk lítið að spila og þá var það eina í stöðunni að reyna að koma mér á lán. Víkingur varð fyrir valinu," sagði Guðmundur Andri en viðtalið við hann var í Sportpakkanum á Stöð 2 nú í kvöld. Guðmundur Andri er KR-ingur að upplagi, þar sem hann lék áður en hann var seldur til Noregs árið 2017. Þessi efnilegi leikmaður hefur heillað með frammistöðu sinni í sumar. Sex mörk í deildinni og eitt mark í Mjólkurbikarnum segir sína sögu. „Það er svo mikið af nýjum leikmönnum í liðinu í sumar og við erum aðeins búnir að vera að læra inn á hvern annan. Við erum búnir að vera í smá ströggli og þurfum eiginlega að fara að vinna leiki og sérstaklega næsta leik sem er mjög mikilvægur," en Víkingar mæta Grindvíkingum í fallslag í Pepsi-Max deildinni á sunnudag. „Það er leiðinlegt að vera ekki með í þeim leik en ég treysti náttúrulega á strákana mína," bætti Guðmundur Andri við en hann verður í leikbanni á sunnudaginn. „Við erum náttúrulega í úrslitum í bikar líka sem hefur ekki gerst lengi hérna í Víkinni. Þetta er búið að vera ágætis tímabil en við stefnum nú á að gera betur í deildinni." „Þetta er geggjað lið og auðvitað spilar þjálfarinn inn í. Arnar Gunnlaugsson var með mér í KR áður en ég fór út og ég lít mjög upp til hans. Hann er frábær þjálfari og mjög góður fyrir unga leikmenn eins og okkur í Víkinni. Það er geggjað að vera með hann og auðvitað Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) líka sem eru mjög reynslumiklir og hjálpa okkur innan sem utan vallar." Þrátt fyrir daður við fall í allt sumar hefur fall ekki komið til tals innan leikmannahópsins. „Nei, ekki hérna í Víkinni. Við höfum eiginlega engar áhyggjur af þessu. Við þurfum bara að vinna leikina sem eftir eru. Það eru mjög mikilvægir leikir núna því við eigum leiki eftir við liðin í kringum okkur. Þessi deild er mjög jöfn og ef við vinnum þrjá í röð þá erum við komnir langt frá fallsæti." Í haust snýr Guðmundur Andri aftur til Start í Noregi. „Það er bara fínt og gott að vera búinn að skora nokkur mörk hér heima og sanna sig aðeins. Það hlýtur að ýta aðeins á eftir þeim úti að vera ekki búnir að spila mér. Næsta ár, eins og er þá verð ég þar, það er síðasta árið mitt í Start og það verður bara að koma í ljós hvort ég verði þar og spili þeim eða hvort ég fer eitthvað annað." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Guðmundur Andri, sem er á mála hjá Start í Noregi, var í sumar lánaður til Víkings. Guðjón Guðmundsson spurði hann hvort það hefði verið erfið ákvörðun að koma heim. „Á þessum tímapunkti var einhvern veginn það eina í stöðunni að koma heim, fá mínútur heima og sanna mig aftur. Ég fékk lítið að spila og þá var það eina í stöðunni að reyna að koma mér á lán. Víkingur varð fyrir valinu," sagði Guðmundur Andri en viðtalið við hann var í Sportpakkanum á Stöð 2 nú í kvöld. Guðmundur Andri er KR-ingur að upplagi, þar sem hann lék áður en hann var seldur til Noregs árið 2017. Þessi efnilegi leikmaður hefur heillað með frammistöðu sinni í sumar. Sex mörk í deildinni og eitt mark í Mjólkurbikarnum segir sína sögu. „Það er svo mikið af nýjum leikmönnum í liðinu í sumar og við erum aðeins búnir að vera að læra inn á hvern annan. Við erum búnir að vera í smá ströggli og þurfum eiginlega að fara að vinna leiki og sérstaklega næsta leik sem er mjög mikilvægur," en Víkingar mæta Grindvíkingum í fallslag í Pepsi-Max deildinni á sunnudag. „Það er leiðinlegt að vera ekki með í þeim leik en ég treysti náttúrulega á strákana mína," bætti Guðmundur Andri við en hann verður í leikbanni á sunnudaginn. „Við erum náttúrulega í úrslitum í bikar líka sem hefur ekki gerst lengi hérna í Víkinni. Þetta er búið að vera ágætis tímabil en við stefnum nú á að gera betur í deildinni." „Þetta er geggjað lið og auðvitað spilar þjálfarinn inn í. Arnar Gunnlaugsson var með mér í KR áður en ég fór út og ég lít mjög upp til hans. Hann er frábær þjálfari og mjög góður fyrir unga leikmenn eins og okkur í Víkinni. Það er geggjað að vera með hann og auðvitað Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) líka sem eru mjög reynslumiklir og hjálpa okkur innan sem utan vallar." Þrátt fyrir daður við fall í allt sumar hefur fall ekki komið til tals innan leikmannahópsins. „Nei, ekki hérna í Víkinni. Við höfum eiginlega engar áhyggjur af þessu. Við þurfum bara að vinna leikina sem eftir eru. Það eru mjög mikilvægir leikir núna því við eigum leiki eftir við liðin í kringum okkur. Þessi deild er mjög jöfn og ef við vinnum þrjá í röð þá erum við komnir langt frá fallsæti." Í haust snýr Guðmundur Andri aftur til Start í Noregi. „Það er bara fínt og gott að vera búinn að skora nokkur mörk hér heima og sanna sig aðeins. Það hlýtur að ýta aðeins á eftir þeim úti að vera ekki búnir að spila mér. Næsta ár, eins og er þá verð ég þar, það er síðasta árið mitt í Start og það verður bara að koma í ljós hvort ég verði þar og spili þeim eða hvort ég fer eitthvað annað."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira