Á plötunni er að finna fimm lög en samhliða útgáfunni frumsýndi hún líka litríkt og skapandi myndband við lagið Throw It Back sem er að finna á nýju plötunni.
Don't look for another MISSY cause there'll be no nother one! #THROWITBACK video is OUT! ttps://missyelliott.lnk.to/ThrowItBackVideoTA pic.twitter.com/DWl7ubK2CI
— Missy Elliott (@MissyElliott) August 23, 2019
„Hverfum aftur til tímans þegar tónlistin var góð og fékk okkur til þess að langa til að dansa!“
Platan kemur út einungis örfáum dögum áður en Elliott hlýtur heiðursverðlaun MTV tónlistarverðlaunanna sem fara fram næsta mánudag. Þau eru veitt þeim listamanni sem hefur markað djúp spor með framlagi sínu til tónlistar.