Orkan okkar segist ekki bera ábyrgð á miðadreifingum í Fossvogskirkjugarði Sylvía Hall skrifar 22. ágúst 2019 21:36 Einum miða var komið fyrir í blómaskreytingu í garðinum. Twitter Miðum frá samtökunum Orkan okkar var stillt upp í blómaskreytingum og við leiði í Fossvogskirkjugarði. Erlingur Sigvaldsson var á göngu um kirkjugarðinn þegar hann varð var við miðana, sem hann segir hafa verið á í það minnsta þremur leiðum. „Þetta var aðkoman. Ég var í Pokémon Go í Fossvogskirkjugarði, sem ég hef gert nokkrum sinnum áður, og labbaði fram hjá þessum leiðum sem voru nokkuð undarlega merkt,“ segir Erlingur sem vakti athygli á málinu á Twitter. Hann hafi séð miðunum stillt upp á þremur leiðum en í garðinum var að finna annan pappír sem hann segir mögulega hafa fokið af leiðunum. Yfirskrift miðana er „10 góðar ástæður til að segja nei við orkupakkanum“ og eru þar útlistuð rök samtakanna fyrir því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Hann segir miðana hafa verið áberandi á leiðunum og það hafi vakið athygli hans.„Við erum ekki að setja þetta á leiði“Miðarnir fundust á þremur leiðum í garðinum.TwitterÍ samtali við fréttastofu segist Birgir Örn Steingrímsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, ekki kannast við miðadreifinguna. Hún sé ekki á vegum samtakanna sjálfra heldur sé líklegra að andstæðingar þeirra séu á bakvið gjörninginn. „Leiðum í Fossvogskirkjugarði? Það er einhver sem er að reyna að koma höggi á okkur, ég hef aldrei vitað þetta,“ segir Birgir. Hann segir málið vera hið ótrúlegasta. „Þetta er einhver sem er að reyna að klekkja á okkur, það eru margir Samfylkingarmenn og Viðreisnarmenn sem eru ekki voða hrifnir af þessu. Það er nokkuð ljóst að þetta er eitthvað svoleiðis, við erum ekki að setja þetta á leiði.“ Vigdís Hauksdóttir, annar talsmanna samtakanna, var verulega brugðið þegar blaðamaður bar miðadreifinguna undir hana. Hún sagðist ekki vilja tjá sig um málið, en það væri ljóst að samtökin sjálf bæru ekki ábyrgð á miðadreifingunni. Pokemon Go Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Miðum frá samtökunum Orkan okkar var stillt upp í blómaskreytingum og við leiði í Fossvogskirkjugarði. Erlingur Sigvaldsson var á göngu um kirkjugarðinn þegar hann varð var við miðana, sem hann segir hafa verið á í það minnsta þremur leiðum. „Þetta var aðkoman. Ég var í Pokémon Go í Fossvogskirkjugarði, sem ég hef gert nokkrum sinnum áður, og labbaði fram hjá þessum leiðum sem voru nokkuð undarlega merkt,“ segir Erlingur sem vakti athygli á málinu á Twitter. Hann hafi séð miðunum stillt upp á þremur leiðum en í garðinum var að finna annan pappír sem hann segir mögulega hafa fokið af leiðunum. Yfirskrift miðana er „10 góðar ástæður til að segja nei við orkupakkanum“ og eru þar útlistuð rök samtakanna fyrir því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Hann segir miðana hafa verið áberandi á leiðunum og það hafi vakið athygli hans.„Við erum ekki að setja þetta á leiði“Miðarnir fundust á þremur leiðum í garðinum.TwitterÍ samtali við fréttastofu segist Birgir Örn Steingrímsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, ekki kannast við miðadreifinguna. Hún sé ekki á vegum samtakanna sjálfra heldur sé líklegra að andstæðingar þeirra séu á bakvið gjörninginn. „Leiðum í Fossvogskirkjugarði? Það er einhver sem er að reyna að koma höggi á okkur, ég hef aldrei vitað þetta,“ segir Birgir. Hann segir málið vera hið ótrúlegasta. „Þetta er einhver sem er að reyna að klekkja á okkur, það eru margir Samfylkingarmenn og Viðreisnarmenn sem eru ekki voða hrifnir af þessu. Það er nokkuð ljóst að þetta er eitthvað svoleiðis, við erum ekki að setja þetta á leiði.“ Vigdís Hauksdóttir, annar talsmanna samtakanna, var verulega brugðið þegar blaðamaður bar miðadreifinguna undir hana. Hún sagðist ekki vilja tjá sig um málið, en það væri ljóst að samtökin sjálf bæru ekki ábyrgð á miðadreifingunni.
Pokemon Go Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31