Margrét Lára og Þorgrímur Þráins í sex manna vinnuhóp sem rýnir í afreksstarf fótboltans í Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 10:30 Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Valsliðsins, hefur lyft bikurum fjögur sumur í röð en gerir það ekki í ár. Vísir/Bára Þetta hefur verið athyglisvert sumar fyrir karlalið Vals í fótboltanum en Hlíðarendaliðið mun enda án titils í fyrsta sinn í fimm ár og þarf enn fremur á mjög góðum endaspretti að halda til þess að komast í Evrópukeppni. Valsmenn hafa greinilega einhverjar áhyggjur af þróun mála því knattspyrnudeild Vals hefur nú skipað sex manna vinnuhóp til að rýna í afreksstarfið og yngri flokkana með það að leiðarljósi að bæta það og auka fagmennsku á öllum sviðum. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Vals. Í fyrri útgáfu af fréttinni var meðal annars talað um að þessi vinnuhópur myndi eitthvað taka fyrir kaup á leikmönnum til félagsins en svo er ekki. Markmið vinnuhópsins er að tengja betur afreksstarfið og yngri flokka starfið hjá Val. Leikmannamálin sem slík tengjast þessu máli því ekki og verða því tekin fyrir á öðrum vettvangi. Valsmenn gerðu athugasemd við það og þær rangfærslur hafa hér með verið leiðréttar. Jón Gretar Jónsson, fyrrum leikmaður Vals og Íslandsmeistari með KA, leiðir vinnuna en auk hans eru yfirþjálfararnir Eiður Ben Eiríksson og Haraldur Árni Hróðmarsson í hópnum. Í þessum sex manna vinnuhóp eru einnig Margrét Lára Viðarsdóttir, Soffía Ámundadóttir og Þorgrímur Þráinsson. Karlarnir gætu kannski tekið sér kvennaliðið til fyrirmyndar en Valskonur eru á toppnum í Pepsi Max deild kvenna með 95 prósent stiga í húsi og 3,9 mörk skoruð að meðaltali í leik. „Þau munu ræða við alla sem láta sig málið varða og skila deildinni niðurstöðum í byrjun september. Við getum alltaf gert betur og Valur hefur metnað til að bæta litlu hlutina sem skapa stóra sigra innan vallar sem utan. Við megum aldrei sofna á verðinum og ef allir leggjast á eitt, með hámarksárangur í huga, verður Valur í fararbroddi,“ segir í fréttatilkynningunni á fésbókarsíðu Vals eins og sjá má hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Þetta hefur verið athyglisvert sumar fyrir karlalið Vals í fótboltanum en Hlíðarendaliðið mun enda án titils í fyrsta sinn í fimm ár og þarf enn fremur á mjög góðum endaspretti að halda til þess að komast í Evrópukeppni. Valsmenn hafa greinilega einhverjar áhyggjur af þróun mála því knattspyrnudeild Vals hefur nú skipað sex manna vinnuhóp til að rýna í afreksstarfið og yngri flokkana með það að leiðarljósi að bæta það og auka fagmennsku á öllum sviðum. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Vals. Í fyrri útgáfu af fréttinni var meðal annars talað um að þessi vinnuhópur myndi eitthvað taka fyrir kaup á leikmönnum til félagsins en svo er ekki. Markmið vinnuhópsins er að tengja betur afreksstarfið og yngri flokka starfið hjá Val. Leikmannamálin sem slík tengjast þessu máli því ekki og verða því tekin fyrir á öðrum vettvangi. Valsmenn gerðu athugasemd við það og þær rangfærslur hafa hér með verið leiðréttar. Jón Gretar Jónsson, fyrrum leikmaður Vals og Íslandsmeistari með KA, leiðir vinnuna en auk hans eru yfirþjálfararnir Eiður Ben Eiríksson og Haraldur Árni Hróðmarsson í hópnum. Í þessum sex manna vinnuhóp eru einnig Margrét Lára Viðarsdóttir, Soffía Ámundadóttir og Þorgrímur Þráinsson. Karlarnir gætu kannski tekið sér kvennaliðið til fyrirmyndar en Valskonur eru á toppnum í Pepsi Max deild kvenna með 95 prósent stiga í húsi og 3,9 mörk skoruð að meðaltali í leik. „Þau munu ræða við alla sem láta sig málið varða og skila deildinni niðurstöðum í byrjun september. Við getum alltaf gert betur og Valur hefur metnað til að bæta litlu hlutina sem skapa stóra sigra innan vallar sem utan. Við megum aldrei sofna á verðinum og ef allir leggjast á eitt, með hámarksárangur í huga, verður Valur í fararbroddi,“ segir í fréttatilkynningunni á fésbókarsíðu Vals eins og sjá má hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira