Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Angela Merkel Þýskalandskanslari í Viðey í gær. Fréttablaðið/Ernir Loftslagsmálin voru efst á baugi hjá forsætisráðherrum Norðurlandanna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara á blaðamannafundi sem fór fram í Viðey í gær vegna sumarfundar norrænu leiðtoganna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði leiðtogana hafa rætt um að Norðurlönd yrðu sjálfbærasta svæði heims. „Þetta þýðir að við erum að viðurkenna loftslagskrísuna en einbeita okkur að aðgerðum. Þetta var afar góður fundur,“ sagði Katrín. Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, sagði við Fréttablaðið eftir fundinn að hann væri vonbetri nú en áður um að það tækist að fyrirbyggja loftslagshamfarir. „Ég er afar vongóður þegar kemur að Norðurlöndunum. Ákvarðanirnar sem við höfum tekið í dag snúast um að Norðurlöndin muni leggja meira af mörkum,“ sagði Rinne. Hann teldi nauðsyn að Evrópa tæki forystu í loftslagsmálum. „Ég vona að við getum náð því markmiði að halda hlýnun undir 1,5 gráðum. Ég er aðeins vonbetri í dag en í gær.“Antti Rinne á blaðamannafundi ráðherra norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðeyjarstofu í Viðey í gær.Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagði að mikilvægasta ákvörðun fundarins hefði verið um nána samstöðu og samstarf Norðurlandanna og Þýskalands. „Ég vil einnig að það komi skýrt fram að við ætlum að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Það er ekki nóg að tala bara um þær eða funda. Við þurfum að sýna fólki, sérstaklega börnum, að við erum að axla ábyrgð,“ sagði Frederiksen. Hin norska Erna Solberg tók undir þetta. „Við sem leiðtogar þurfum að horfa fram á veginn og finna lausnir á þessum vandamálum. Ég held að við Norðurlandaþjóðirnar séum afar færar í því,“ sagði Solberg. Stefan Löfven, sænski forsætisráðherrann, sagði Norðurlöndin vilja standa saman á væntanlegri loftslagsráðstefnu, sem fer fram í New York í Bandaríkjunum í september, og koma sínum skilaboðum á framfæri. „Að það þurfi að beita praktískum lausnum.“ Þýskalandskanslari tók fram að Þjóðverjar hefðu ekki verið nógu meðvitaðir um mikilvægi Norðurslóða og Evrópusambandið ekki heldur. Það myndi breytast í náinni framtíð enda gæti bráðnun hafíss á svæðinu haft alvarlegar afleiðingar. Forsætisráðherrar Norðurlandanna auk leiðtoga Grænlands og Álandseyja funduðu fyrr um daginn með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um loftslagsmál. Var þar undirrituð yfirlýsing um jafnrétti kynjanna, sjálfbærni og loftslagsbreytingar. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Finnland Grænland Noregur Svíþjóð Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Loftslagsmálin voru efst á baugi hjá forsætisráðherrum Norðurlandanna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara á blaðamannafundi sem fór fram í Viðey í gær vegna sumarfundar norrænu leiðtoganna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði leiðtogana hafa rætt um að Norðurlönd yrðu sjálfbærasta svæði heims. „Þetta þýðir að við erum að viðurkenna loftslagskrísuna en einbeita okkur að aðgerðum. Þetta var afar góður fundur,“ sagði Katrín. Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, sagði við Fréttablaðið eftir fundinn að hann væri vonbetri nú en áður um að það tækist að fyrirbyggja loftslagshamfarir. „Ég er afar vongóður þegar kemur að Norðurlöndunum. Ákvarðanirnar sem við höfum tekið í dag snúast um að Norðurlöndin muni leggja meira af mörkum,“ sagði Rinne. Hann teldi nauðsyn að Evrópa tæki forystu í loftslagsmálum. „Ég vona að við getum náð því markmiði að halda hlýnun undir 1,5 gráðum. Ég er aðeins vonbetri í dag en í gær.“Antti Rinne á blaðamannafundi ráðherra norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðeyjarstofu í Viðey í gær.Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagði að mikilvægasta ákvörðun fundarins hefði verið um nána samstöðu og samstarf Norðurlandanna og Þýskalands. „Ég vil einnig að það komi skýrt fram að við ætlum að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Það er ekki nóg að tala bara um þær eða funda. Við þurfum að sýna fólki, sérstaklega börnum, að við erum að axla ábyrgð,“ sagði Frederiksen. Hin norska Erna Solberg tók undir þetta. „Við sem leiðtogar þurfum að horfa fram á veginn og finna lausnir á þessum vandamálum. Ég held að við Norðurlandaþjóðirnar séum afar færar í því,“ sagði Solberg. Stefan Löfven, sænski forsætisráðherrann, sagði Norðurlöndin vilja standa saman á væntanlegri loftslagsráðstefnu, sem fer fram í New York í Bandaríkjunum í september, og koma sínum skilaboðum á framfæri. „Að það þurfi að beita praktískum lausnum.“ Þýskalandskanslari tók fram að Þjóðverjar hefðu ekki verið nógu meðvitaðir um mikilvægi Norðurslóða og Evrópusambandið ekki heldur. Það myndi breytast í náinni framtíð enda gæti bráðnun hafíss á svæðinu haft alvarlegar afleiðingar. Forsætisráðherrar Norðurlandanna auk leiðtoga Grænlands og Álandseyja funduðu fyrr um daginn með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um loftslagsmál. Var þar undirrituð yfirlýsing um jafnrétti kynjanna, sjálfbærni og loftslagsbreytingar.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Finnland Grænland Noregur Svíþjóð Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira