Föstudagsplaylisti Berndsen Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 6. september 2019 15:13 Níunda áratugar nostalgía hefur sett svip sinn á hljóðheim Berndsen. aðsend/saga sig Fyrir rétt rúmum 10 árum síðan var myndband við lagið Supertime með tónlistarmanninum Davíð Berndsen birt á Youtube. Það fór fljótt á flug og hefur Berndsen síðan þá fest sig rækilega í sessi með sinni silkimjúku hljóðgervlasveiflu og pógóstangarpoppi. Davíð Berndsen myndar í dag sveitina Berndsen ásamt Hermigervli og Hrafnkeli Gauta Sigurðarsyni. Fyrir ári síðan kom út þriðja plata sveitarinnar, Alter Ego, og markaði hún ákveðna stefnubreytingu. Hljóðgervlarnir enn í fyrirrúmi, en poppskoppið hafði að einhverju leyti vikið fyrir meiri yfirvegun. Listann segir Berndsen einfaldlega standa saman af lögum sem eru í miklu uppáhaldi þessa dagana. „Ég hefði valið fyrsta lagið tíu sinnum ef það mætti,“ bætir hann þó við og vísar til lagsins Famous með bandaríska tónlistarmanninum Jae Tyler. Sá hefur dvalið löngum stundum hér á landi og er giftur íslensku tónlistarkonunni Mr. Silla. Næst á dagskrá hjá kappanum eru tónleikar í Kaupmannahöfn 4. október ásamt dj flugvél og geimskipi og Hermigervli. Eftir það er „svo bara Airwaves stuð í nóvember.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fyrir rétt rúmum 10 árum síðan var myndband við lagið Supertime með tónlistarmanninum Davíð Berndsen birt á Youtube. Það fór fljótt á flug og hefur Berndsen síðan þá fest sig rækilega í sessi með sinni silkimjúku hljóðgervlasveiflu og pógóstangarpoppi. Davíð Berndsen myndar í dag sveitina Berndsen ásamt Hermigervli og Hrafnkeli Gauta Sigurðarsyni. Fyrir ári síðan kom út þriðja plata sveitarinnar, Alter Ego, og markaði hún ákveðna stefnubreytingu. Hljóðgervlarnir enn í fyrirrúmi, en poppskoppið hafði að einhverju leyti vikið fyrir meiri yfirvegun. Listann segir Berndsen einfaldlega standa saman af lögum sem eru í miklu uppáhaldi þessa dagana. „Ég hefði valið fyrsta lagið tíu sinnum ef það mætti,“ bætir hann þó við og vísar til lagsins Famous með bandaríska tónlistarmanninum Jae Tyler. Sá hefur dvalið löngum stundum hér á landi og er giftur íslensku tónlistarkonunni Mr. Silla. Næst á dagskrá hjá kappanum eru tónleikar í Kaupmannahöfn 4. október ásamt dj flugvél og geimskipi og Hermigervli. Eftir það er „svo bara Airwaves stuð í nóvember.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“