Enginn sérstakur viðbúnaður á Landspítalanum vegna komu Pence Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2019 16:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ræðir við fjölmiðlamenn fyrir framan Höfða. hari Enginn sérstakur viðbúnaður var á Landspítalanum vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í gær. Hins vegar tók spítalinn þátt í undirbúningi heimsóknarinnar að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. „Það var mjög mikill undirbúningur vegna heimsóknar Pence, meðal annars af okkar hálfu. Við þurftum að sirka út hvað við myndum mögulega þurfa að nota ef til þess kæmi að varaforsetinn, eiginkona hans eða einhver annar háttsettur sem þarna voru myndi veikjast. Þá vorum við búin að miða við tilteknar stofur á gjörgæslunni sem við myndum nota ef þær væru lausar og þær hentuðu því sem viðkomandi sjúklingur þyrfti á að halda. Þetta byggist nú yfirleitt á því hvað er að sjúklingnum, hvort sem hann er varaforseti eða eitthvað annað,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi. Tvær gjörgæslur eru á spítalanum, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Var miðað við eina stofu á hvorri gjörgæslu og mögulega eina til á Hringbraut fyrir aðstandendur og fylgdarlið en stofurnar þar eru mjög litlar og þröngar að sögn Önnu Sigrúnar.Stofum ekki haldið tómum Fréttastofa hafði heyrt af því að farið hefði verið fram á það við spítalann að stjórnendur þar myndu lofa þremur einkastofum á gjörgæslu fyrir varaforsetann ef hann þyrfti að leggjast inn á sjúkrahús á meðan hann dvaldi hér. Anna Sigrún segir það misskilning og sá misskilningur stafi væntanlega af því að leyniþjónusta Bandaríkjanna (US Secret Service) höfðu sjálfir miðað við að þurfa þrjár stofur. „En það lá aldrei fyrir að við gætum lofað því,“ segir Anna Sigrún. Aðspurð hvort að þeim stofum sem miðað var við að nota hafi verið haldið tómum meðan á heimsókninni stóð svarar Anna Sigrún því afdráttarlaust neitandi. „Það hefði kostað okkur mikinn hausverk að fá sjúkling með þetta fylgdarlið en við tökum ekki frá nein stæði, við bara miðum við hvað við myndum nota og hefðum þá reynt að verða við því. En svo færi það líka algjörlega eftir því hvað væri um að vera,“ segir Anna Sigrún. Hún segir að fylgdarlið forsetans hafi vel vitað að þetta væri staðan og sýnt þessu skilning. Þá hafi ekki verið um sérstakan viðbúnað að ræða af hálfu spítalans. „Nei. Við vorum ekki með viðbúnað. Við vorum hins vegar búin að undirbúa og komum að undirbúningi heimsóknarinnar og auðvitað talsvert mikið fyrir því haft en það var ekkert sem breyttist í okkar starfsemi,“ segir Anna Sigrún. Heimsókn Mike Pence Landspítalinn Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45 Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Enginn sérstakur viðbúnaður var á Landspítalanum vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í gær. Hins vegar tók spítalinn þátt í undirbúningi heimsóknarinnar að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. „Það var mjög mikill undirbúningur vegna heimsóknar Pence, meðal annars af okkar hálfu. Við þurftum að sirka út hvað við myndum mögulega þurfa að nota ef til þess kæmi að varaforsetinn, eiginkona hans eða einhver annar háttsettur sem þarna voru myndi veikjast. Þá vorum við búin að miða við tilteknar stofur á gjörgæslunni sem við myndum nota ef þær væru lausar og þær hentuðu því sem viðkomandi sjúklingur þyrfti á að halda. Þetta byggist nú yfirleitt á því hvað er að sjúklingnum, hvort sem hann er varaforseti eða eitthvað annað,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi. Tvær gjörgæslur eru á spítalanum, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Var miðað við eina stofu á hvorri gjörgæslu og mögulega eina til á Hringbraut fyrir aðstandendur og fylgdarlið en stofurnar þar eru mjög litlar og þröngar að sögn Önnu Sigrúnar.Stofum ekki haldið tómum Fréttastofa hafði heyrt af því að farið hefði verið fram á það við spítalann að stjórnendur þar myndu lofa þremur einkastofum á gjörgæslu fyrir varaforsetann ef hann þyrfti að leggjast inn á sjúkrahús á meðan hann dvaldi hér. Anna Sigrún segir það misskilning og sá misskilningur stafi væntanlega af því að leyniþjónusta Bandaríkjanna (US Secret Service) höfðu sjálfir miðað við að þurfa þrjár stofur. „En það lá aldrei fyrir að við gætum lofað því,“ segir Anna Sigrún. Aðspurð hvort að þeim stofum sem miðað var við að nota hafi verið haldið tómum meðan á heimsókninni stóð svarar Anna Sigrún því afdráttarlaust neitandi. „Það hefði kostað okkur mikinn hausverk að fá sjúkling með þetta fylgdarlið en við tökum ekki frá nein stæði, við bara miðum við hvað við myndum nota og hefðum þá reynt að verða við því. En svo færi það líka algjörlega eftir því hvað væri um að vera,“ segir Anna Sigrún. Hún segir að fylgdarlið forsetans hafi vel vitað að þetta væri staðan og sýnt þessu skilning. Þá hafi ekki verið um sérstakan viðbúnað að ræða af hálfu spítalans. „Nei. Við vorum ekki með viðbúnað. Við vorum hins vegar búin að undirbúa og komum að undirbúningi heimsóknarinnar og auðvitað talsvert mikið fyrir því haft en það var ekkert sem breyttist í okkar starfsemi,“ segir Anna Sigrún.
Heimsókn Mike Pence Landspítalinn Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45 Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45
Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30