Sjálfstæðismenn funda í Valhöll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2019 14:10 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundarins í Valhöll. Hann hefur lengi gert tilkall til ráðherraembættis enda oddviti í Suðurkjördæmi, einu sterkasta vígi flokksins. vísir/vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Valhöll núna klukkan 14:15. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn að farið yrði yfir þingmál vetrarins og svo yrði ákveðið hvenær þingflokkurinn kemur saman á ný til að fara yfir ráðherramálin. Seinni fundurinn verður væntanlega síðdegis í dag eða í kvöld. Á honum ætti að koma í ljós hver verður næsti dómsmálaráðherra en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti.Sjá einnig:Hrókerar Bjarni stutt eða langt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur einnig farið með dómsmálin eftir að Sigríður Á. Andersen, sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Ásmundur Friðriksson mætir til fundarins.vísir/vilhelm Alltaf lá fyrir að sú ráðstöfun yrði aðeins tímabundin. Bjarni sagður sjálfur að þetta fyrirkomulag myndi aðeins vara í nokkrar vikur en nú eru liðnir nokkrir mánuðir. Eins og Vísir fjallaði um í ítarlegri fréttaskýringu fyrr í vikunni var almennt gert ráð fyrir því að Bjarni myndi þá skipa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, sem dómsmálaráðherra. Hins vegar virðist Bjarni hafa hikað við að stíga það skref eftir samráðsferli sem fólst í því að formaðurinn ræddi við alla þingmenn flokksins. Enn er nafn Áslaugar Örnu nefnt í tengslum við embættið en einnig nafn Birgis Ármannssonar og Brynjars Níelssonar. Þá hefur Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, lengi gert tilkall til ráðherraembættis og formaður flokksins hefur sagt að Sigríður Á. Andersen eigi afturkvæmt í ríkisstjórn ef svo ber undir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætir til fundar.vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, kemur til fundarins.vísir/vilhelm Landsréttarmálið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Valhöll núna klukkan 14:15. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn að farið yrði yfir þingmál vetrarins og svo yrði ákveðið hvenær þingflokkurinn kemur saman á ný til að fara yfir ráðherramálin. Seinni fundurinn verður væntanlega síðdegis í dag eða í kvöld. Á honum ætti að koma í ljós hver verður næsti dómsmálaráðherra en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti.Sjá einnig:Hrókerar Bjarni stutt eða langt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur einnig farið með dómsmálin eftir að Sigríður Á. Andersen, sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Ásmundur Friðriksson mætir til fundarins.vísir/vilhelm Alltaf lá fyrir að sú ráðstöfun yrði aðeins tímabundin. Bjarni sagður sjálfur að þetta fyrirkomulag myndi aðeins vara í nokkrar vikur en nú eru liðnir nokkrir mánuðir. Eins og Vísir fjallaði um í ítarlegri fréttaskýringu fyrr í vikunni var almennt gert ráð fyrir því að Bjarni myndi þá skipa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, sem dómsmálaráðherra. Hins vegar virðist Bjarni hafa hikað við að stíga það skref eftir samráðsferli sem fólst í því að formaðurinn ræddi við alla þingmenn flokksins. Enn er nafn Áslaugar Örnu nefnt í tengslum við embættið en einnig nafn Birgis Ármannssonar og Brynjars Níelssonar. Þá hefur Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, lengi gert tilkall til ráðherraembættis og formaður flokksins hefur sagt að Sigríður Á. Andersen eigi afturkvæmt í ríkisstjórn ef svo ber undir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætir til fundar.vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, kemur til fundarins.vísir/vilhelm
Landsréttarmálið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00
Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56