Lífið

Rikka kveður Hádegismóana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rikka hefur verið fyrirferðamikil í íslenskum fjölmiðlum í mörg ár.
Rikka hefur verið fyrirferðamikil í íslenskum fjölmiðlum í mörg ár. Vísir/Daníel
Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka, er hætt störfum hjá Árvakri sem rekur meðal annars vefinn mbl.is.

Rikka fór á sínum tíma af stað með Ferðavef Mbl en hún greinir frá því í stöðufærslu á Facebook í ágúst að Marta María taki við vefnum.

„Takk fyrir frábærar viðtökur elsku vinir, megi Ferðavefur mbl.is og Iceland Monitor halda áfram að blómstra og þroskast,“ segir Rikka í færslunni sem sjá má hér að neðan.

Ekki er ljóst hvað tekur við hjá fjölmiðlakonunni að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.