Ný þungunarrofslög taka gildi í dag Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 09:15 Frá atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Vísir/Vilhelm Lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof tók gildi í dag. Lögin voru samþykkt þann 13. maí síðastliðinn og heimila þungunarrof fram að 22. viku þungunar. Frumvarpið var afar umdeilt og var tvísýnt á tímabili hvort frumvarpið yrði samþykkt. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins lögðust gegn frumvarpinu sem og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður flokksins.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Flokkurinn var þannig klofinn í afstöðu sinni en fjórir þingmenn flokksins greiddu atkvæði með á meðan tveir voru fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, yngsti meðlimur þingflokksins, var þó afdráttarlaus í afstöðu sinni og sagðist styðja aukinn rétt kvenna í þessari ákvarðanatöku.Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Það má því segja að frumvarpið hafi notið mikils stuðnings meðal ungra og frjálslyndra. Ungir Sjálfstæðismenn fögnuðu samþykktinni í ályktun og þeir flokkar sem almennt kenna sig við frjálslyndari væng stjórnmálanna lögðust á eitt og greiddu atkvæði með samþykkt þess.Stuðningsmenn frumvarpsins voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Vísir/VilhelmÞegar atkvæðagreiðsla fór fram fjölmenntu stuðningsmenn á áhorfendapalla Alþingis til þess að fylgjast með því sem margir sögðu vera sögulega stund fyrir ákvörðunarrétt kvenna hér á landi. Það væri mikilvægt að ákvörðunarrétturinn væri færður yfir í hendur kvenna, enda væru þær best til þess fallnar að taka slíka ákvörðun. Eftir að lögin taka gildi í dag mun barnshafandi einstaklingum vera heimilt að undirgangast þungunarrof fram að lokum 22. viku þungunar þó tekið sé fram að æskilegt sé að slíkt sé gert fyrir tólftu viku þungunar eða eins fljótt og auðið er. Í fyrsta kafla laganna er greint frá því markmiði að tryggja sjálfsforræði kvenna og að þeim sé veittur öruggur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30 Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof tók gildi í dag. Lögin voru samþykkt þann 13. maí síðastliðinn og heimila þungunarrof fram að 22. viku þungunar. Frumvarpið var afar umdeilt og var tvísýnt á tímabili hvort frumvarpið yrði samþykkt. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins lögðust gegn frumvarpinu sem og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður flokksins.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Flokkurinn var þannig klofinn í afstöðu sinni en fjórir þingmenn flokksins greiddu atkvæði með á meðan tveir voru fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, yngsti meðlimur þingflokksins, var þó afdráttarlaus í afstöðu sinni og sagðist styðja aukinn rétt kvenna í þessari ákvarðanatöku.Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Það má því segja að frumvarpið hafi notið mikils stuðnings meðal ungra og frjálslyndra. Ungir Sjálfstæðismenn fögnuðu samþykktinni í ályktun og þeir flokkar sem almennt kenna sig við frjálslyndari væng stjórnmálanna lögðust á eitt og greiddu atkvæði með samþykkt þess.Stuðningsmenn frumvarpsins voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Vísir/VilhelmÞegar atkvæðagreiðsla fór fram fjölmenntu stuðningsmenn á áhorfendapalla Alþingis til þess að fylgjast með því sem margir sögðu vera sögulega stund fyrir ákvörðunarrétt kvenna hér á landi. Það væri mikilvægt að ákvörðunarrétturinn væri færður yfir í hendur kvenna, enda væru þær best til þess fallnar að taka slíka ákvörðun. Eftir að lögin taka gildi í dag mun barnshafandi einstaklingum vera heimilt að undirgangast þungunarrof fram að lokum 22. viku þungunar þó tekið sé fram að æskilegt sé að slíkt sé gert fyrir tólftu viku þungunar eða eins fljótt og auðið er. Í fyrsta kafla laganna er greint frá því markmiði að tryggja sjálfsforræði kvenna og að þeim sé veittur öruggur aðgangur að heilbrigðisþjónustu.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30 Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00
Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15
Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30
Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00